Óvinsælastur í heimi Árni Pétur Árnason skrifar 16. apríl 2024 07:32 Þegar Bjarni Benediktsson hrökklaðist úr embætti fjármálaráðherra í fyrra vildu 70% landsmanna losna við hann úr ríkisstjórn. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk vorið 2016 vildu 69% landsmanna losna við Bjarna úr ríkisstjórn. Í dag kom síðan í ljós að 78% Íslendinga vilja ekki að Bjarni sé forsætisráðherra. Einungis 13% vilja hafa hann í embættinu. Einhvern veginn kom það ekki á óvart. Bjarni hefur alltaf verið óvinsæll, eða frá því hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti. Ástæðurnar eru líka fjölmargar: Vafningsmálið, Sjóður 9, styrkjamálið, Máttarmálið, Borgunarmálið, Panamaskjölin, skattaskjólsskýrslan í skúffunni, Samherjamálið, Íslandsbankamálið. Þetta eru bara málin sem snúast um vafasamt fjármálaathæfi Bjarna (fjármálaráðherra í tíu ár) síðustu 16 árin. Athæfi sem hefur kostað skattgreiðendur og ríkissjóð tugmilljarða hið minnsta. Þessi grein rúmar ekki hina skandalana hans en þó má nefna Uppreist æru-málið, Landsréttarmálið, Ásmundarsalarmálið og Lekamálið. Sem dæmi. Það var eftir allt þetta sem Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í upphafi síðustu viku. En Bjarni er ekki bara óvinsæll, hann er óvinsælasti forsætisráðherra í heimi. Enginn annar kemst einu sinni þar sem Bjarni er með hælana. Hin viðtekna leið til að reikna vinsældir ráðamanna er að draga prósentutölu andstæðinga þeirra frá prósentutölu fylgismanna þeirra. Þannig má segja að vinsældir Narendra Modi forsætisráðherra Indlands, sem jafnframt er sá vinsælasti í heimi, séu 75%-18%=57%. Store forsætisráðherra Noregs er mun óvinsælli, 26%-66%=-40%, og svona raða forsætisráðherrar og forsetar heimsins sér á ásinn. Næstóvinsælasti forsætisráðherra heims, sem hafði verið óvinsælastur mánuðum saman og allt þar til Bjarni tók við hér á landi, er Kishida forsætisráðherra Japan. Óvinsældir hans eru 16%-70%=-54%. Óvinsældir Bjarna eru 11 prósentum meiri, 13%-78%=-65%. Þetta er forsætisráðherra Íslands. Sá óvinsælasti í heimi. Höfundur er formaður Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Bjarni Benediktsson hrökklaðist úr embætti fjármálaráðherra í fyrra vildu 70% landsmanna losna við hann úr ríkisstjórn. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk vorið 2016 vildu 69% landsmanna losna við Bjarna úr ríkisstjórn. Í dag kom síðan í ljós að 78% Íslendinga vilja ekki að Bjarni sé forsætisráðherra. Einungis 13% vilja hafa hann í embættinu. Einhvern veginn kom það ekki á óvart. Bjarni hefur alltaf verið óvinsæll, eða frá því hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti. Ástæðurnar eru líka fjölmargar: Vafningsmálið, Sjóður 9, styrkjamálið, Máttarmálið, Borgunarmálið, Panamaskjölin, skattaskjólsskýrslan í skúffunni, Samherjamálið, Íslandsbankamálið. Þetta eru bara málin sem snúast um vafasamt fjármálaathæfi Bjarna (fjármálaráðherra í tíu ár) síðustu 16 árin. Athæfi sem hefur kostað skattgreiðendur og ríkissjóð tugmilljarða hið minnsta. Þessi grein rúmar ekki hina skandalana hans en þó má nefna Uppreist æru-málið, Landsréttarmálið, Ásmundarsalarmálið og Lekamálið. Sem dæmi. Það var eftir allt þetta sem Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í upphafi síðustu viku. En Bjarni er ekki bara óvinsæll, hann er óvinsælasti forsætisráðherra í heimi. Enginn annar kemst einu sinni þar sem Bjarni er með hælana. Hin viðtekna leið til að reikna vinsældir ráðamanna er að draga prósentutölu andstæðinga þeirra frá prósentutölu fylgismanna þeirra. Þannig má segja að vinsældir Narendra Modi forsætisráðherra Indlands, sem jafnframt er sá vinsælasti í heimi, séu 75%-18%=57%. Store forsætisráðherra Noregs er mun óvinsælli, 26%-66%=-40%, og svona raða forsætisráðherrar og forsetar heimsins sér á ásinn. Næstóvinsælasti forsætisráðherra heims, sem hafði verið óvinsælastur mánuðum saman og allt þar til Bjarni tók við hér á landi, er Kishida forsætisráðherra Japan. Óvinsældir hans eru 16%-70%=-54%. Óvinsældir Bjarna eru 11 prósentum meiri, 13%-78%=-65%. Þetta er forsætisráðherra Íslands. Sá óvinsælasti í heimi. Höfundur er formaður Pírata í Kópavogi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun