Ellefu af 33 Palestínumönnum með dvalarleyfi væntanlegir í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. apríl 2024 06:46 Ástandið á Gasa versnar dag frá degi og hjálparsamtök segja aðflutning matvæla ekki duga til að koma í veg fyrir hungursneyð. AP/Fatima Shbair Fimmtán einstaklingar frá Palestínu sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar hafa verið fluttir frá Kaíró í Egyptalandi til Íslands frá því að störfum sendinefndar utanríkisráðuneytisins í Kaíró lauk 8. mars sl. Þetta kemur fram í svörum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Ráðuneytið segir að sér sé kunnugt um að 33 Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi séu enn á Gasa eða í Kaíró. Þar af séu fjórtán börn og um sé að ræða þrettán fjölskyldueiningar. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er sem fyrr segir með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina í tengslum við aðstoð við flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga ef þörf er á.Í sérstökum tilfellum býðst einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðstoð á vegum stofnunarinnar við að komast til Íslands og kemur fólkið sér þá sjálft á skrifstofu hennar. Í tilfelli fólks frá Gaza er næsta skrifstofa í Kaíró í Egyptalandi,“ segir í svörum ráðuneytisins við því hvort einhver vinna sé í gangi við að aðstoða umrædda einstaklinga við að koma til Íslands. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur átt í reglulegum samskiptum við ofangreinda stofnun vegna einstaklinga sem hafa eða kunna að koma sér sjálfir yfir landamærin frá Gaza og til Egyptalands og óskað eftir því að hún aðstoði þá við að komast til Íslands frá Kaíró.“ Ellefu væntanlegir til landsins í dag Morgunblaðið greinir frá því í morgun að af þessum 33 einstaklingum séu ellefu væntanlegir til landsins í dag. Þá séu sjö komnir til Kaíró og bíði flutnings en fimmtán séu enn á Gasa. Um er að ræða fjórtán börn, ellefu konur og átta karla. Einstaklingarnir sem væntanlegir eru til landsins í dag komust yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands með aðstoð Solaris. Alls komu 72 dvalarleyfishafar frá Gasa til Íslands þann 8. mars síðastliðinn, eftir aðkomu íslenskra stjórnvalda að því að ná þeim út af svæðinu og til Egyptalands. Ítrekað var í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þann dag að um væri að ræða aðgerð „umfram lagaskyldu stjórnvalda og almenna venju“. „Í ljósi aðstæðna á svæðinu var þó ákveðið að ráðast í einstaka aðgerð þessa efnis í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um innflytjendur og flóttamenn, en þar var lögð áhersla á einskiptisaðgerð sem ekki skapaði fordæmi eða umframþrýsting á íslensk kerfi. Á vettvangi nefndarinnar var enn fremur unnin ný heildarsýn í útlendingamálum.“ Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Ráðuneytið segir að sér sé kunnugt um að 33 Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi séu enn á Gasa eða í Kaíró. Þar af séu fjórtán börn og um sé að ræða þrettán fjölskyldueiningar. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er sem fyrr segir með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina í tengslum við aðstoð við flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga ef þörf er á.Í sérstökum tilfellum býðst einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðstoð á vegum stofnunarinnar við að komast til Íslands og kemur fólkið sér þá sjálft á skrifstofu hennar. Í tilfelli fólks frá Gaza er næsta skrifstofa í Kaíró í Egyptalandi,“ segir í svörum ráðuneytisins við því hvort einhver vinna sé í gangi við að aðstoða umrædda einstaklinga við að koma til Íslands. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur átt í reglulegum samskiptum við ofangreinda stofnun vegna einstaklinga sem hafa eða kunna að koma sér sjálfir yfir landamærin frá Gaza og til Egyptalands og óskað eftir því að hún aðstoði þá við að komast til Íslands frá Kaíró.“ Ellefu væntanlegir til landsins í dag Morgunblaðið greinir frá því í morgun að af þessum 33 einstaklingum séu ellefu væntanlegir til landsins í dag. Þá séu sjö komnir til Kaíró og bíði flutnings en fimmtán séu enn á Gasa. Um er að ræða fjórtán börn, ellefu konur og átta karla. Einstaklingarnir sem væntanlegir eru til landsins í dag komust yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands með aðstoð Solaris. Alls komu 72 dvalarleyfishafar frá Gasa til Íslands þann 8. mars síðastliðinn, eftir aðkomu íslenskra stjórnvalda að því að ná þeim út af svæðinu og til Egyptalands. Ítrekað var í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þann dag að um væri að ræða aðgerð „umfram lagaskyldu stjórnvalda og almenna venju“. „Í ljósi aðstæðna á svæðinu var þó ákveðið að ráðast í einstaka aðgerð þessa efnis í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um innflytjendur og flóttamenn, en þar var lögð áhersla á einskiptisaðgerð sem ekki skapaði fordæmi eða umframþrýsting á íslensk kerfi. Á vettvangi nefndarinnar var enn fremur unnin ný heildarsýn í útlendingamálum.“
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira