„Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. apríl 2024 22:25 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, má prísa sig sælan með þrjú stig í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Víkingar unnu torsóttan útisigur á Fram í Bestu deild karla 0-1 í kvöld. Arnar Gunnlaugsson var fyrst og fremst ánægður með stigin þrjú. „Ég er bara virkilega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við náðum engum tökum á þessu alveg sama hvað við reyndum. Framararnir voru þéttir og eru með öfluega einstaklinga sem geta meitt okkur. Mér fannst við hálf heppnir með þessi þrjú stig en við tökum þau,“ sagði Arnar. Fyrri hálfleikurinn hjá liði Víkings var ekki líkur því liði sem við þekkjum úr Fossvoginum og Arnar gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. „Hann var ekkert hræðilegur. Ég vona að ég hljómi ekki eins og biluð plata núna en það er apríl, erfiðar aðstæður og strákarnir gerðu vel í fyrri hálfleik að reyna sitt besta. Við þurftum bara öðruvísi dínamík í seinni hálfleik. Hugmyndin var að fá fleiri fyrirgjafir og vera öflugir inni í teig en ég man bara eftir tveimur eða þremur fyrirgjöfum þannig að þetta var bara vesen. Hvað þarftu að gera þá? Þú þarft fyrst og fremst að sjá til þess að þú tapir ekki leiknum og svo að reyna að stela sigrinum sem við gerðum,“ sagði Arnar. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var algjörlega frábær í leiknum í kvöld og í raun eini leikmaður Víkings á pari við eigin getu. Hann bjó til sigurmarkið og var á köflum eini leikmaður Víkings með lífsmark. Það er í svona leikjum sem styrkleikar hans skína í gegn. „Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur. Hann er bara svo mikill sigurvegari, vill þetta svo mikið og drífur liðsfélaga sína áfram. Hann var að reyna sitt besta við að koma okkur áfram og að pirra andstæðinginn. Gerði allt til að vinna. Finna leiðir til að vinna og um það snýst þetta. Þú veist að þú ert ekki uppá þitt besta þá finnuru einhverjar leiðir til að eiga möguleika á að vinna. Gott mark hjá Ella en margt sem við þurfum að bæta. Þetta snýst núna um að safna stigum, engar flugeldasýningar, halda hreinu og við erum á fínu róli,“ sagði Arnar. Matthías Vilhjálmsson datt út úr liðinu á milli leikja vegna meiðsla. Hann er frá í smá tíma og kemur vonandi sem fyrst til baka ásamt öðrum sem eru frá. „Ég á vona á tíu dögum, tveimur vikum kannski. Maður veit aldrei, hann er náttúrulega gamall kallinn. Kannski auka vika við það. Við söknum hans í svona leikjum, svona líkamlegum leikjum. Menn eru að koma til baka. Viktor Örlygur fékk sínar fyrstu mínútur í þrjá mánuði, Jón Guðni og Aron Elís líka líkamlegir leikmenn sem við þurfum á að halda. Strákarnir sem komu útaf í hálfleik stóðu sig mjög vel, þetta var ekkert þeim að kenna heldur bara taktísk breyting,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
„Ég er bara virkilega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við náðum engum tökum á þessu alveg sama hvað við reyndum. Framararnir voru þéttir og eru með öfluega einstaklinga sem geta meitt okkur. Mér fannst við hálf heppnir með þessi þrjú stig en við tökum þau,“ sagði Arnar. Fyrri hálfleikurinn hjá liði Víkings var ekki líkur því liði sem við þekkjum úr Fossvoginum og Arnar gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. „Hann var ekkert hræðilegur. Ég vona að ég hljómi ekki eins og biluð plata núna en það er apríl, erfiðar aðstæður og strákarnir gerðu vel í fyrri hálfleik að reyna sitt besta. Við þurftum bara öðruvísi dínamík í seinni hálfleik. Hugmyndin var að fá fleiri fyrirgjafir og vera öflugir inni í teig en ég man bara eftir tveimur eða þremur fyrirgjöfum þannig að þetta var bara vesen. Hvað þarftu að gera þá? Þú þarft fyrst og fremst að sjá til þess að þú tapir ekki leiknum og svo að reyna að stela sigrinum sem við gerðum,“ sagði Arnar. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var algjörlega frábær í leiknum í kvöld og í raun eini leikmaður Víkings á pari við eigin getu. Hann bjó til sigurmarkið og var á köflum eini leikmaður Víkings með lífsmark. Það er í svona leikjum sem styrkleikar hans skína í gegn. „Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur. Hann er bara svo mikill sigurvegari, vill þetta svo mikið og drífur liðsfélaga sína áfram. Hann var að reyna sitt besta við að koma okkur áfram og að pirra andstæðinginn. Gerði allt til að vinna. Finna leiðir til að vinna og um það snýst þetta. Þú veist að þú ert ekki uppá þitt besta þá finnuru einhverjar leiðir til að eiga möguleika á að vinna. Gott mark hjá Ella en margt sem við þurfum að bæta. Þetta snýst núna um að safna stigum, engar flugeldasýningar, halda hreinu og við erum á fínu róli,“ sagði Arnar. Matthías Vilhjálmsson datt út úr liðinu á milli leikja vegna meiðsla. Hann er frá í smá tíma og kemur vonandi sem fyrst til baka ásamt öðrum sem eru frá. „Ég á vona á tíu dögum, tveimur vikum kannski. Maður veit aldrei, hann er náttúrulega gamall kallinn. Kannski auka vika við það. Við söknum hans í svona leikjum, svona líkamlegum leikjum. Menn eru að koma til baka. Viktor Örlygur fékk sínar fyrstu mínútur í þrjá mánuði, Jón Guðni og Aron Elís líka líkamlegir leikmenn sem við þurfum á að halda. Strákarnir sem komu útaf í hálfleik stóðu sig mjög vel, þetta var ekkert þeim að kenna heldur bara taktísk breyting,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45