Vonar að trúin sé enn til staðar á Sauðárkróki Aron Guðmundsson skrifar 15. apríl 2024 15:30 Pétur Rúnar (til hægri) er einn af burðarásunum í liði ríkjandi Íslandsmeistara Tindastóls sem þurfa alvöru frammistöðu gegn Grindavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla Vísir/ Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls þurfa að verja vígi sitt er liðið tekur á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir mæta til leiks eftir dapra frammistöðu í fyrsta leik. Á heimavelli sem hefur ekki reynst eins gjöfull og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls hefur trú á því að liðið geti snúið genginu við og treystir því að fólk hafi enn trú á Íslandsmeisturunum.„Það er tilhlökkun í mannskapnum fyrir því að spila fyrsta leikinn í úrslitakeppni á heimavelli á þessu tímabili,“ segir Pétur Rúnar í samtali við Vísi. „Við erum staðráðnir í því að gera betur en í síðasta leik. Staðan er bara þannig að við þurfum að stimpla okkur af krafti inn í þessa úrslitakeppni.“ „Við erum búnir að fara vel yfir síðasta leik. Hvað fór úrskeiðis þar og hvað var gott í okkar leik, þrátt fyrir að það góða hafi kannski ekki verið mikið. Við ætlum okkur að gera betur og mæta af krafti og hörku í þennan leik á eftir. Við megum ekki leyfa þeim að líða eins vel og þeim leið í fyrsta leiknum. Þeir fengu bara að valsa um og gera allt sem að þeir vildu. Sama um hvern þeirra leikmanna var að ræða. Basile og Kane löbbuðu fram hjá okkur í átt að körfunni. Julio og Mortensen rúlluðu að hringnum og svo voru menn að fá galopin skot fyrir utan líka. Við þurfum að gera margt betur varnarlega en við sýndum í þessum fyrsta leik.“ Titilvörn Tindastóls til þessa hefur ekki verið upp á marga fiska og líkt og bent er á í ítarlegri grein Óskars Ófeigs um heimavöll liðsins, Síkið, þá hefur það vígi ekki reynst eins gjöfult og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar hefur trú á því að heimavöllurinn geti gefið Stólunum fleiri góðar stundir og býst hann við mögnuðum stuðningi af pöllunum í kvöld til þess að hjálpa liðinu í sinni baráttu. „Ég býst við því allavegana. Ég vona að fólk hafi enn trú á okkur, held það sé raunin. Það er bara okkar að leiðrétta þetta gengi sem hefur verið brösótt í vetur á heimavelli. Ég hef fulla trú á því að það breytist í kvöld.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway deildar karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjum við leika þar klukkan sjö í kvöld. Strax að leik loknum tekur Subway körfuboltakvöld svo við og fer yfir það helsta í beinni úrsendingu frá Síkinu. Subway-deild karla Tindastóll Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls hefur trú á því að liðið geti snúið genginu við og treystir því að fólk hafi enn trú á Íslandsmeisturunum.„Það er tilhlökkun í mannskapnum fyrir því að spila fyrsta leikinn í úrslitakeppni á heimavelli á þessu tímabili,“ segir Pétur Rúnar í samtali við Vísi. „Við erum staðráðnir í því að gera betur en í síðasta leik. Staðan er bara þannig að við þurfum að stimpla okkur af krafti inn í þessa úrslitakeppni.“ „Við erum búnir að fara vel yfir síðasta leik. Hvað fór úrskeiðis þar og hvað var gott í okkar leik, þrátt fyrir að það góða hafi kannski ekki verið mikið. Við ætlum okkur að gera betur og mæta af krafti og hörku í þennan leik á eftir. Við megum ekki leyfa þeim að líða eins vel og þeim leið í fyrsta leiknum. Þeir fengu bara að valsa um og gera allt sem að þeir vildu. Sama um hvern þeirra leikmanna var að ræða. Basile og Kane löbbuðu fram hjá okkur í átt að körfunni. Julio og Mortensen rúlluðu að hringnum og svo voru menn að fá galopin skot fyrir utan líka. Við þurfum að gera margt betur varnarlega en við sýndum í þessum fyrsta leik.“ Titilvörn Tindastóls til þessa hefur ekki verið upp á marga fiska og líkt og bent er á í ítarlegri grein Óskars Ófeigs um heimavöll liðsins, Síkið, þá hefur það vígi ekki reynst eins gjöfult og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar hefur trú á því að heimavöllurinn geti gefið Stólunum fleiri góðar stundir og býst hann við mögnuðum stuðningi af pöllunum í kvöld til þess að hjálpa liðinu í sinni baráttu. „Ég býst við því allavegana. Ég vona að fólk hafi enn trú á okkur, held það sé raunin. Það er bara okkar að leiðrétta þetta gengi sem hefur verið brösótt í vetur á heimavelli. Ég hef fulla trú á því að það breytist í kvöld.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway deildar karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjum við leika þar klukkan sjö í kvöld. Strax að leik loknum tekur Subway körfuboltakvöld svo við og fer yfir það helsta í beinni úrsendingu frá Síkinu.
Subway-deild karla Tindastóll Grindavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli