Utan vallar: Síkið orðið þurrt og greiðfært Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 15:01 Keyshawn Woods var ólíkur sjálfum sér í fyrsta leiknum og þarf að skila miklu meira í Síkinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Síkið hefur verið mörgum liðum erfitt yfirferðar undanfarin ár en í dag eru það aftur á móti heimamenn sem eru í vandræðum á sínum eigin heimavelli að skila kröfuhörðu stuðningsfólki sínu eitthvað í líkingu við það sem þeir hafa boðið upp á síðustu ár. Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari karla í körfubolta en Stólarnir hafa ekki spilað eins og meistarar í Subway deild karla í vetur. Þvert á móti eru þeir á góðri leið með að tryggja sér helstu metin yfir verstu titilvörn sögunnar. Í kvöld fá þeir enn eitt prófið og fall í kvöld gæti orðið liðinu dýrkeypt. Grindvíkingar léku sér að Íslandsmeisturunum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum og geta því komist í 2-0 með sigri í kvöld. Það myndi þýða að Stólarnir yrðu aðeins einum tapleik frá snemmbúnu sumarfríi. Pressa frekar en hvatning Stuðningsmenn Stólanna reyndu að kveikja í sínum mönnum fyrir leik eitt með litlum árangri og munu eflaust mæta aftur kátir og hvetjandi í kvöld. Þeir eru engum líkir. Þeir hafa ekki gefist upp þótt að það líti út fyrir að nokkrir leikmenn liðsins séu hreinlega að bíða eftir að tímabilið klárist. Síkið hefur í flestra augum verið einn erfiðasti útivöllur landsins en það virðist vera að sá frábæri stuðningur sem Stólarnir fá á Króknum breytist frekar í pressu heldur en hvatningu fyrir leikmenn liðsins. Stólarnir unnu ellefu heimaleiki í röð í úrslitakeppni áður en kom að lokaúrslitunum í fyrra. Þar lögðu þeir grunn að titlinum með því að vinna þrjá leiki í röð á Hlíðarenda. Valsmenn unnu tvisvar á Króknum og svo aftur í Meistarakeppninni í haust. Tapa öllum stóru leikjunum heima Tindastólsliðið vann síðan þrjá af fimm heimaleikjum sínum í deildinni fyrir áramót sem var ekkert rosalega góður árangur á þeirra mælikvarða en þó mun betri en það sem tók við á nýju ári. Stólarnir unnu aðeins tvo af sex síðustu heimaleikjum sínum í deildarkeppninni og báðir þeir sigrar komu á móti liðunum sem féllu úr deildinni. Í raun hefur Tindastóll tapað fimm heimaleikjum í röð á móti þeim sex liðum sem enduðu ofar en þeir í töflunni og það er sláandi tölfræði fyrir lið sem hefur státað sig af einum sterkasta heimavelli deildarinnar. Síkið lítur nú fyrir að vera þurrt og greiðfært. Það á að öllu eðlilegu að vera erfitt að spila í Síkinu en er þessa dagana einna erfiðast fyrir Stólana sjálfa. Þeir þurfa að sýna það í kvöld að stuðningurinn í stúkunni gefi þeim orku í stað þess að taka hana frá því þeim. Leikur Tindastóls og Grindavíkur hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.00. Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari karla í körfubolta en Stólarnir hafa ekki spilað eins og meistarar í Subway deild karla í vetur. Þvert á móti eru þeir á góðri leið með að tryggja sér helstu metin yfir verstu titilvörn sögunnar. Í kvöld fá þeir enn eitt prófið og fall í kvöld gæti orðið liðinu dýrkeypt. Grindvíkingar léku sér að Íslandsmeisturunum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum og geta því komist í 2-0 með sigri í kvöld. Það myndi þýða að Stólarnir yrðu aðeins einum tapleik frá snemmbúnu sumarfríi. Pressa frekar en hvatning Stuðningsmenn Stólanna reyndu að kveikja í sínum mönnum fyrir leik eitt með litlum árangri og munu eflaust mæta aftur kátir og hvetjandi í kvöld. Þeir eru engum líkir. Þeir hafa ekki gefist upp þótt að það líti út fyrir að nokkrir leikmenn liðsins séu hreinlega að bíða eftir að tímabilið klárist. Síkið hefur í flestra augum verið einn erfiðasti útivöllur landsins en það virðist vera að sá frábæri stuðningur sem Stólarnir fá á Króknum breytist frekar í pressu heldur en hvatningu fyrir leikmenn liðsins. Stólarnir unnu ellefu heimaleiki í röð í úrslitakeppni áður en kom að lokaúrslitunum í fyrra. Þar lögðu þeir grunn að titlinum með því að vinna þrjá leiki í röð á Hlíðarenda. Valsmenn unnu tvisvar á Króknum og svo aftur í Meistarakeppninni í haust. Tapa öllum stóru leikjunum heima Tindastólsliðið vann síðan þrjá af fimm heimaleikjum sínum í deildinni fyrir áramót sem var ekkert rosalega góður árangur á þeirra mælikvarða en þó mun betri en það sem tók við á nýju ári. Stólarnir unnu aðeins tvo af sex síðustu heimaleikjum sínum í deildarkeppninni og báðir þeir sigrar komu á móti liðunum sem féllu úr deildinni. Í raun hefur Tindastóll tapað fimm heimaleikjum í röð á móti þeim sex liðum sem enduðu ofar en þeir í töflunni og það er sláandi tölfræði fyrir lið sem hefur státað sig af einum sterkasta heimavelli deildarinnar. Síkið lítur nú fyrir að vera þurrt og greiðfært. Það á að öllu eðlilegu að vera erfitt að spila í Síkinu en er þessa dagana einna erfiðast fyrir Stólana sjálfa. Þeir þurfa að sýna það í kvöld að stuðningurinn í stúkunni gefi þeim orku í stað þess að taka hana frá því þeim. Leikur Tindastóls og Grindavíkur hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.00.
Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum