Virkjum félagsauð Fjarðabyggðar Birgir Jónsson og Þórdís Mjöll Benediktsdóttir skrifa 15. apríl 2024 11:31 Sveitarfélög eiga að vera það stjórnvald sem stendur fólki næst. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð sem telur meira en fimm þúsund íbúa leitum sífellt leiða til virkrar lýðræðislegar þátttöku og nýtingar félagsauðs til að styrkja samfélag til góðra verka. Það felur í sér sannfæringu að nýjum verkefnum og hröðum samfélagbreytingum sé best mætt með samvinnu og virkja þekkingu og frumkvæði heimamanna. Sem þýðir að styrkurinn felist í fjölbreytni, hvort sem er margbreytni ólíks bakgrunns, tungumáls eða mismunandi byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð hefur kynnt málefnasamning þar sem áhersla er á lífsgæði, gagnsæi, sýnileika og samtal. Þar er meðal annars kveðið á um eftirfarandi: Nýr meirihluti leggur áherslu á opna stjórnsýslu með aukinni upplýsingagjöf og eftirfylgni erinda. Innleidd verða fyrstu skref opins bókhalds sveitarfélagsins sem gefur íbúum kost á því að fylgjast með því í hvað fjármunirnir þeirra fara og hafa heildarsýn á rekstur sveitarfélagsins. Slíkt veitir einnig kjörnum fulltrúum og embættismönnum aukið aðhald. Aukið aðgengi að bæjarskrifstofunni og kjörnum fulltrúum veitir einnig aðhald, stuðlar að betra samtali og upplýstari ákvarðanatöku. Flokkarnir eru sammála um að auka sýnileik og reglulega viðtalstíma fulltrúa og bæjarstjóra í öllum byggðakjörnum. Að auki verða í boði í byggðarkjörnum viðtalstímar sviðsstjóra sveitarfélagsins. Auka á samvinnu og samstarf við ungmenna- og öldungaráð sveitarfélagsins í tengslum við vinnu nefnda. Að hlusta er ein undirstaða íbúalýðræðis. Þá ætlar sveitarfélagið að hefja að nýju móttöku nýrra íbúa og kynningu á þjónustu. Virkjun félagsauðs Fjarðabyggðar kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Þar á enginn að vera undanskilinn. Um 1.200 íbúar Fjarðabyggðar eru innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð og því lætur nærri að fjórði hver íbúi sé af erlendu bergi brotinn. Þessi hópur er ómissandi þáttur samfélagsins, ekki síst í uppbyggingu atvinnulífs. Fjölmargir íbúar hafa erlent móðurmál og eru ekki nægilega upplýstir um virkni og hlutverk sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Hvaða málaflokkar tilheyra ríkinu og hverjir sveitarfélaginu. Því verður ráðist í átak til að efla upplýsingagjöf íbúa af erlendum uppruna um þjónustu sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst verður stofnað Fjölmenningarráð sem verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með íbúum af erlendum uppruna. Mun ráðið funda reglulega með bæjarstjóra og bæjarráði. Væntingar okkar eru að fjölmenningarráðið auki gagnsæi, sýnileika og samtal. Málefnasamningur meirihlutans Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks felur í sér mikinn metnað næstu tvö ár fram að sveitarstjórnarkosningum. Mikilvægur þáttur þar er virkjum félagauðs sveitarfélagsins. Þannig gerum við betur í Fjarðabyggð. Virkjun félagauðs kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Nærri fjórði hver íbúi Fjarðabyggðar er af af erlendum uppruna. Nýtt fjölmenningarráð verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með þeim. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélög eiga að vera það stjórnvald sem stendur fólki næst. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð sem telur meira en fimm þúsund íbúa leitum sífellt leiða til virkrar lýðræðislegar þátttöku og nýtingar félagsauðs til að styrkja samfélag til góðra verka. Það felur í sér sannfæringu að nýjum verkefnum og hröðum samfélagbreytingum sé best mætt með samvinnu og virkja þekkingu og frumkvæði heimamanna. Sem þýðir að styrkurinn felist í fjölbreytni, hvort sem er margbreytni ólíks bakgrunns, tungumáls eða mismunandi byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð hefur kynnt málefnasamning þar sem áhersla er á lífsgæði, gagnsæi, sýnileika og samtal. Þar er meðal annars kveðið á um eftirfarandi: Nýr meirihluti leggur áherslu á opna stjórnsýslu með aukinni upplýsingagjöf og eftirfylgni erinda. Innleidd verða fyrstu skref opins bókhalds sveitarfélagsins sem gefur íbúum kost á því að fylgjast með því í hvað fjármunirnir þeirra fara og hafa heildarsýn á rekstur sveitarfélagsins. Slíkt veitir einnig kjörnum fulltrúum og embættismönnum aukið aðhald. Aukið aðgengi að bæjarskrifstofunni og kjörnum fulltrúum veitir einnig aðhald, stuðlar að betra samtali og upplýstari ákvarðanatöku. Flokkarnir eru sammála um að auka sýnileik og reglulega viðtalstíma fulltrúa og bæjarstjóra í öllum byggðakjörnum. Að auki verða í boði í byggðarkjörnum viðtalstímar sviðsstjóra sveitarfélagsins. Auka á samvinnu og samstarf við ungmenna- og öldungaráð sveitarfélagsins í tengslum við vinnu nefnda. Að hlusta er ein undirstaða íbúalýðræðis. Þá ætlar sveitarfélagið að hefja að nýju móttöku nýrra íbúa og kynningu á þjónustu. Virkjun félagsauðs Fjarðabyggðar kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Þar á enginn að vera undanskilinn. Um 1.200 íbúar Fjarðabyggðar eru innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð og því lætur nærri að fjórði hver íbúi sé af erlendu bergi brotinn. Þessi hópur er ómissandi þáttur samfélagsins, ekki síst í uppbyggingu atvinnulífs. Fjölmargir íbúar hafa erlent móðurmál og eru ekki nægilega upplýstir um virkni og hlutverk sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Hvaða málaflokkar tilheyra ríkinu og hverjir sveitarfélaginu. Því verður ráðist í átak til að efla upplýsingagjöf íbúa af erlendum uppruna um þjónustu sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst verður stofnað Fjölmenningarráð sem verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með íbúum af erlendum uppruna. Mun ráðið funda reglulega með bæjarstjóra og bæjarráði. Væntingar okkar eru að fjölmenningarráðið auki gagnsæi, sýnileika og samtal. Málefnasamningur meirihlutans Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks felur í sér mikinn metnað næstu tvö ár fram að sveitarstjórnarkosningum. Mikilvægur þáttur þar er virkjum félagauðs sveitarfélagsins. Þannig gerum við betur í Fjarðabyggð. Virkjun félagauðs kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Nærri fjórði hver íbúi Fjarðabyggðar er af af erlendum uppruna. Nýtt fjölmenningarráð verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með þeim. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun