Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. apríl 2024 07:00 Varnarkerfi Ísraela og bandamanna þeirra náðu að koma í veg fyrir að næstum allar skotflaugar Íran lentu á skotmörkum sínum. Daglegt líf í Ísrael komst þannig fljótt aftur í fastar skorður. AP/Leo Correa Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. Guterres tók til máls á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem drónaárás Írans á Ísrael var til umræðu. Fulltrúi Ísraela krafðist þess hinsvegar að Íranir yrðu beittir öllum mögulegum þvingunum í kjölfar árásanna. Rúmlega 300 drónum og eldflaugum var skotið á Ísrael í hefndarskyni fyrir loftárás sem þeir gerðu á sendiráð Írans í Líbanon. Sjö ára stúlka sem særðist lífshættulega virðist hafa verið eina fórnarlamb árása Írana. Ísraelar búa yfir öflugum loftvörnum auk þess sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar komu til aðstoðar og skutu einnig niður dróna. Ísraelski sendiherrann kallaði eftir aðgerðurm og sagði að nú þurfi heimurinn Churchill en ekki Chamberlain, og vísaði þar til fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem þótti linur í garð Adolfs Hitler við upphaf Síðari heimsstyrjaldar áður en Churchill kom til sögunnar. Ísraelar hafa heitið hefndum en segjast munu grípa til aðgerða þegar þeim hentar. Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði hinsvegar að árásin hefði verið nauðsynleg og í réttu hlutfalli við alvarleika málsins. Hann bætti því við að Íran vildi ekki stríð á svæðinu. Þó myndi íranska þjóðin bregðast við yrði á hana ráðist. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Guterres tók til máls á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem drónaárás Írans á Ísrael var til umræðu. Fulltrúi Ísraela krafðist þess hinsvegar að Íranir yrðu beittir öllum mögulegum þvingunum í kjölfar árásanna. Rúmlega 300 drónum og eldflaugum var skotið á Ísrael í hefndarskyni fyrir loftárás sem þeir gerðu á sendiráð Írans í Líbanon. Sjö ára stúlka sem særðist lífshættulega virðist hafa verið eina fórnarlamb árása Írana. Ísraelar búa yfir öflugum loftvörnum auk þess sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar komu til aðstoðar og skutu einnig niður dróna. Ísraelski sendiherrann kallaði eftir aðgerðurm og sagði að nú þurfi heimurinn Churchill en ekki Chamberlain, og vísaði þar til fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem þótti linur í garð Adolfs Hitler við upphaf Síðari heimsstyrjaldar áður en Churchill kom til sögunnar. Ísraelar hafa heitið hefndum en segjast munu grípa til aðgerða þegar þeim hentar. Sendiherra Írans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði hinsvegar að árásin hefði verið nauðsynleg og í réttu hlutfalli við alvarleika málsins. Hann bætti því við að Íran vildi ekki stríð á svæðinu. Þó myndi íranska þjóðin bregðast við yrði á hana ráðist.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira