„Þungu fargi af manni létt“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2024 20:45 Markaskorarnir Arnór Smárason og Viktor Jónsson fagna. Vísir/Hulda Margrét Fyrsta þrenna tímabilsins í Bestu deild karla leit dagsins ljós í dag en það var framherji ÍA, Viktor Jónsson, sem skoraði þrjú mörk á rúmlega tíu mínútna kafla. Skagamenn fóru í Kórinn í dag og sóttu þrjú stig á móti liði HK. Leikurinn endaði með stórsigri Skagamanna, 4-0, en öll mörkin komu í síðari hálfleik. „Mér fannst við bara með fín tök á leiknum en þeir voru bara að beita þessum löngu boltum fram á við og gerðu það bara nokkuð vel en voru ekki að skapa sér neitt. Mér finnst við vera að koma okkur í góðar stöður og fáum tvö færi sem hefðu alveg mátt fara inn en við hefðum alveg getað gert betur. Við áttum inni, við töluðum um það þegar við komum inn í hálfleik og keyrðum á þá í seinni,“ sagði framherjinn skömmu eftir leik. Skagamenn léku síðari hálfleikinn einum fleiri en Steinar Þorsteinsson féll við þegar hann var við það að sleppa í gegn og Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður HK, fékk reisupassann fyrir brotið. Viktor var sannarlega sammála Erlendi Eiríkssyni sem dæmdi leikinn í dag. „Já, Steinar er kominn einn í gegn og hann [Þorsteinn Aron] tekur hann niður,“ sagði Viktor um brotið. Viktor fann sig ekki nægilega vel í fyrstu umferðinni á móti Val en Skagamenn töpuðu 2-0 og náðu ekki að nýta fín marktækifæri. Viktor er gríðarlega sáttur með að ná að svara því strax í annarri umferð. „Ég er bara í skýjunum, þungu fargi af manni létt og það er gott að ná inn mörkum í byrjun móts. Þetta var erfiður leikur á móti Val og ég fékk kannski réttláta gagnrýni og var búinn að vera kaldur í síðustu í leikjum, þannig þetta var mjög gott að ná þessu,“ bætti Viktor við og var handviss um að mörkin yrðu þó nokkuð fleiri í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Skagamenn fóru í Kórinn í dag og sóttu þrjú stig á móti liði HK. Leikurinn endaði með stórsigri Skagamanna, 4-0, en öll mörkin komu í síðari hálfleik. „Mér fannst við bara með fín tök á leiknum en þeir voru bara að beita þessum löngu boltum fram á við og gerðu það bara nokkuð vel en voru ekki að skapa sér neitt. Mér finnst við vera að koma okkur í góðar stöður og fáum tvö færi sem hefðu alveg mátt fara inn en við hefðum alveg getað gert betur. Við áttum inni, við töluðum um það þegar við komum inn í hálfleik og keyrðum á þá í seinni,“ sagði framherjinn skömmu eftir leik. Skagamenn léku síðari hálfleikinn einum fleiri en Steinar Þorsteinsson féll við þegar hann var við það að sleppa í gegn og Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður HK, fékk reisupassann fyrir brotið. Viktor var sannarlega sammála Erlendi Eiríkssyni sem dæmdi leikinn í dag. „Já, Steinar er kominn einn í gegn og hann [Þorsteinn Aron] tekur hann niður,“ sagði Viktor um brotið. Viktor fann sig ekki nægilega vel í fyrstu umferðinni á móti Val en Skagamenn töpuðu 2-0 og náðu ekki að nýta fín marktækifæri. Viktor er gríðarlega sáttur með að ná að svara því strax í annarri umferð. „Ég er bara í skýjunum, þungu fargi af manni létt og það er gott að ná inn mörkum í byrjun móts. Þetta var erfiður leikur á móti Val og ég fékk kannski réttláta gagnrýni og var búinn að vera kaldur í síðustu í leikjum, þannig þetta var mjög gott að ná þessu,“ bætti Viktor við og var handviss um að mörkin yrðu þó nokkuð fleiri í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira