Eirkatlar og steypa Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar 14. apríl 2024 14:00 Á 17. öld var mikil þörf fyrir eirkatla og það þótti sérstaklega gott að elda mat í þessum kötlum. Þeir voru hins vegar dýrir og efnameiri einstaklingar byrjuðu að leigja katlana sína út til þeirra sem höfðu minna á milli handanna. Þarna gátu þeir sem þegar áttu mikið grætt á þeim sem áttu lítið. Margir sönkuðu að sér kötlum til að leigja út. Síðar komu hollenskir steypujárnspottar (braspottar) til sögunnar sem voru mun ódýrari og „vandamálið“ var úr sögunni. (Helgi Þorláksson, 2004, bls. 59—60). Þegar ég las um eirkatlana í bókinni um sögu 17. aldar sá ég samsvörun í leigumarkaði nútímans, daufa endurspeglun á milli aldanna. Fátt er nýtt undir sólinni. Það er ekki nýtt að hinir efnameiri sjái sér leik á borði og finni leið til að græða á þeim efnaminni með því að leigja út djásnin sín. Þegar kemur að leigumarkaðnum á Íslandi undanfarinn áratug þá hreinlega veit ég ekki hvar ég á að byrja. Nú þegar hafa Leigjendasamtökin og fleiri aðilar sýnt fram á það (til fjölda ára) með tölulegum upplýsingum að óréttlætið er augljóst og að afleiðingarnar skelfilegar fyrir marga. Samt breytist ekkert. Ríkisstjórnir hafa sett saman fjölmarga vinnuhópa (með takmarkaðri aðkomu leigjenda) en ástandið heldur áfram að versna. Ráðherrar hafa komið í fjölmiðla og lýst yfir áhyggjum yfir stöðu leigjenda en áhyggjur gera ekkert gagn fyrir leigjendur ef þeim fylgja engar raunverulegar breytingar. Þó verð ég að hrósa stjórnvöldum fyrir hlutdeildarlánin. Loksins kom fram raunveruleg lausn sem gat hjálpað mörgum…. þangað til allt hækkaði svo mikið að það var ómögulegt að kaupa eign með hlutdeildarláni á höfuðborgarsvæðinu í langan tíma. Síðan var lögunum breytt og það lagaði ástandið í smá tíma. Sá sem er á leigumarkaði þarf yfirleitt að safna í kringum 10 milljónum til að geta fengið greiðslumat og keypt fyrstu eign og þau sem falla undir hlutdeildarlán þurfa að safna 3-5 milljónum. Hins vegar er ómögulegt að safna þegar stór hluti af heildarlaunum fara í leigu. Það er ómöguleikinn í öllu sínu veldi. Ég vil ekki eyða orkunni í að segja það sem allir segja: ástandið er ekki gott og verður til þess að grátlega margir draga fram lífið undir fátæktarmörkum. Kannski er betra að benda á skref sem hægt væri að taka í átt að sanngirni og jafnari lífskjörum: Húsnæðisbætur Þegar unglingur í framhaldsskóla nær 18 ára aldri koma allar tekjur námsmannsins til lækkunar á húsnæðisbótum. Þessu þyrfti að breyta og taka ekki með í reikninginn tekjur námsmanns til 22 ára aldurs. Það myndi tryggja jafnræði á milli námsmanna og fjölskyldna þeirra hvort sem þeir eru í leiguhúsnæði eða ekki. Húsnæðisbætur eru fínar en tekjur þurfa að vera mjög lágar til að þær séu ekki skertar á einhvern hátt og húsnæðisbætur reynast oftast agnarlítill plástur á sár sem stækkar hratt. Raunfærnimat á fasteignamarkaði Þetta fallega orð, raunfærnimat, er notað þegar kemur að menntun og er viðleitni til að meta reynslu fólks að verðleikum og meta það sem einingar upp í ákveðið nám. Hvernig væri að taka upp raunfærnimat á húsnæðismarkaði? Ef manneskja getur borgað leigu í 20 ár sem er yfir 50% af heildartekjum þá hefur hún raunfærni til að greiða af bankaláni með lægri afborgunum. Ef leigjandinn hefur verið með gilda leigusamninga þá er hægt að sjá þetta allt aftur í tímann og hægt að umbuna þeim þrautseigjuna. Leiguþak - bætur og styrkir til leigusala Núna fá leigjendur húsnæðisbætur sem ráðast af tekjum og eignum. Sumir fá sérstakan húsnæðisstuðning frá sveitarfélaginu (sem ætti reyndar að koma sjálfkrafa þegar tekjur fara undir ákveðið viðmið en ætti ekki að þurfa að sækja um) auk þess sem ýmsar hjálparstofnanir koma leigjendum til aðstoðar því það ríkir mikil neyð hjá mörgum á leigumarkaði. Hvernig væri að setja leiguþak og þeir leigusalar sem þurfa að greiða með eignunum sínum (hægt að byggja á tekjum, eignum, lánshlutfalli og afborgunum) geti sótt um stuðning frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun og jafnvel hjá hjálparsamtökum? Setjum leiguþak, gefum leigjendur smá reisn og flytjum aðstoðina yfir til leigusalanna. Þetta myndi auka jafnræði á milli fólks og koma í veg fyrir þessar djúpu fátæktarholur sem leigjendur lenda ofan í og dýpka með hverju árinu sem líður, með hverju árinu sem stjórnvöld gera ekki rassg…. Nú þegar búa mjög margir í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði. Gettóin sem eru að verða til eru í boði stjórnvalda og hins frjálsa (villta og tryllta) leigumarkaðar. Af hverju eru ekki þúsundir að mótmæla á Austurvelli á hverjum degi? Jú, leigjendur eru of uppteknir að vinna myrkranna á milli, of þreyttir og líka margir fullir af skömm yfir því að vera í þessari stöðu. Fyrir tíu árum lýsti Umboðsmaður barna yfir áhyggjum af stöðu barna á leigumarkaði. Sama ár hafði velferðarvakt Velferðarráðuneytisins (ráðuneyti sem er ekki lengur til) sömu áhyggjur. Það er ekkert sem bendir til þess að staða þessara barna hafi vænkast. Misskiptingin er hrópandi! Eirkatlar eða steypa? Þetta er allt sama sultan. Höfundur er rithöfundur og kennari Heimildir: Helgi Þorláksson. 2004. „Undir Einveldi“. Saga Íslands VII. Hið íslenska bókmenntafélag, Sögufélag. Morgunblaðið. 8.9.2014. „Hefur áhyggjur af börnum í leiguíbúðum.“ Mbl.is. Hefur áhyggjur af börnum í leiguíbúðum (mbl.is) Ríkisútvarpið. 14.11.2014 „Áhyggjur af börnum fátækra leigjenda.“ Ruv.is. Áhyggjur af börnum fátækra leigjenda - RÚV.is (ruv.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á 17. öld var mikil þörf fyrir eirkatla og það þótti sérstaklega gott að elda mat í þessum kötlum. Þeir voru hins vegar dýrir og efnameiri einstaklingar byrjuðu að leigja katlana sína út til þeirra sem höfðu minna á milli handanna. Þarna gátu þeir sem þegar áttu mikið grætt á þeim sem áttu lítið. Margir sönkuðu að sér kötlum til að leigja út. Síðar komu hollenskir steypujárnspottar (braspottar) til sögunnar sem voru mun ódýrari og „vandamálið“ var úr sögunni. (Helgi Þorláksson, 2004, bls. 59—60). Þegar ég las um eirkatlana í bókinni um sögu 17. aldar sá ég samsvörun í leigumarkaði nútímans, daufa endurspeglun á milli aldanna. Fátt er nýtt undir sólinni. Það er ekki nýtt að hinir efnameiri sjái sér leik á borði og finni leið til að græða á þeim efnaminni með því að leigja út djásnin sín. Þegar kemur að leigumarkaðnum á Íslandi undanfarinn áratug þá hreinlega veit ég ekki hvar ég á að byrja. Nú þegar hafa Leigjendasamtökin og fleiri aðilar sýnt fram á það (til fjölda ára) með tölulegum upplýsingum að óréttlætið er augljóst og að afleiðingarnar skelfilegar fyrir marga. Samt breytist ekkert. Ríkisstjórnir hafa sett saman fjölmarga vinnuhópa (með takmarkaðri aðkomu leigjenda) en ástandið heldur áfram að versna. Ráðherrar hafa komið í fjölmiðla og lýst yfir áhyggjum yfir stöðu leigjenda en áhyggjur gera ekkert gagn fyrir leigjendur ef þeim fylgja engar raunverulegar breytingar. Þó verð ég að hrósa stjórnvöldum fyrir hlutdeildarlánin. Loksins kom fram raunveruleg lausn sem gat hjálpað mörgum…. þangað til allt hækkaði svo mikið að það var ómögulegt að kaupa eign með hlutdeildarláni á höfuðborgarsvæðinu í langan tíma. Síðan var lögunum breytt og það lagaði ástandið í smá tíma. Sá sem er á leigumarkaði þarf yfirleitt að safna í kringum 10 milljónum til að geta fengið greiðslumat og keypt fyrstu eign og þau sem falla undir hlutdeildarlán þurfa að safna 3-5 milljónum. Hins vegar er ómögulegt að safna þegar stór hluti af heildarlaunum fara í leigu. Það er ómöguleikinn í öllu sínu veldi. Ég vil ekki eyða orkunni í að segja það sem allir segja: ástandið er ekki gott og verður til þess að grátlega margir draga fram lífið undir fátæktarmörkum. Kannski er betra að benda á skref sem hægt væri að taka í átt að sanngirni og jafnari lífskjörum: Húsnæðisbætur Þegar unglingur í framhaldsskóla nær 18 ára aldri koma allar tekjur námsmannsins til lækkunar á húsnæðisbótum. Þessu þyrfti að breyta og taka ekki með í reikninginn tekjur námsmanns til 22 ára aldurs. Það myndi tryggja jafnræði á milli námsmanna og fjölskyldna þeirra hvort sem þeir eru í leiguhúsnæði eða ekki. Húsnæðisbætur eru fínar en tekjur þurfa að vera mjög lágar til að þær séu ekki skertar á einhvern hátt og húsnæðisbætur reynast oftast agnarlítill plástur á sár sem stækkar hratt. Raunfærnimat á fasteignamarkaði Þetta fallega orð, raunfærnimat, er notað þegar kemur að menntun og er viðleitni til að meta reynslu fólks að verðleikum og meta það sem einingar upp í ákveðið nám. Hvernig væri að taka upp raunfærnimat á húsnæðismarkaði? Ef manneskja getur borgað leigu í 20 ár sem er yfir 50% af heildartekjum þá hefur hún raunfærni til að greiða af bankaláni með lægri afborgunum. Ef leigjandinn hefur verið með gilda leigusamninga þá er hægt að sjá þetta allt aftur í tímann og hægt að umbuna þeim þrautseigjuna. Leiguþak - bætur og styrkir til leigusala Núna fá leigjendur húsnæðisbætur sem ráðast af tekjum og eignum. Sumir fá sérstakan húsnæðisstuðning frá sveitarfélaginu (sem ætti reyndar að koma sjálfkrafa þegar tekjur fara undir ákveðið viðmið en ætti ekki að þurfa að sækja um) auk þess sem ýmsar hjálparstofnanir koma leigjendum til aðstoðar því það ríkir mikil neyð hjá mörgum á leigumarkaði. Hvernig væri að setja leiguþak og þeir leigusalar sem þurfa að greiða með eignunum sínum (hægt að byggja á tekjum, eignum, lánshlutfalli og afborgunum) geti sótt um stuðning frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun og jafnvel hjá hjálparsamtökum? Setjum leiguþak, gefum leigjendur smá reisn og flytjum aðstoðina yfir til leigusalanna. Þetta myndi auka jafnræði á milli fólks og koma í veg fyrir þessar djúpu fátæktarholur sem leigjendur lenda ofan í og dýpka með hverju árinu sem líður, með hverju árinu sem stjórnvöld gera ekki rassg…. Nú þegar búa mjög margir í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði. Gettóin sem eru að verða til eru í boði stjórnvalda og hins frjálsa (villta og tryllta) leigumarkaðar. Af hverju eru ekki þúsundir að mótmæla á Austurvelli á hverjum degi? Jú, leigjendur eru of uppteknir að vinna myrkranna á milli, of þreyttir og líka margir fullir af skömm yfir því að vera í þessari stöðu. Fyrir tíu árum lýsti Umboðsmaður barna yfir áhyggjum af stöðu barna á leigumarkaði. Sama ár hafði velferðarvakt Velferðarráðuneytisins (ráðuneyti sem er ekki lengur til) sömu áhyggjur. Það er ekkert sem bendir til þess að staða þessara barna hafi vænkast. Misskiptingin er hrópandi! Eirkatlar eða steypa? Þetta er allt sama sultan. Höfundur er rithöfundur og kennari Heimildir: Helgi Þorláksson. 2004. „Undir Einveldi“. Saga Íslands VII. Hið íslenska bókmenntafélag, Sögufélag. Morgunblaðið. 8.9.2014. „Hefur áhyggjur af börnum í leiguíbúðum.“ Mbl.is. Hefur áhyggjur af börnum í leiguíbúðum (mbl.is) Ríkisútvarpið. 14.11.2014 „Áhyggjur af börnum fátækra leigjenda.“ Ruv.is. Áhyggjur af börnum fátækra leigjenda - RÚV.is (ruv.is)
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun