Hvers vegna styð ég Baldur? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 12. apríl 2024 14:00 Ég starfaði með Baldri Þórhallssyni í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í nær tvo áratugi. Þar kynntist ég Baldri og mannkostum hans vel, en hann er heilsteyptur, góðviljaður og hefur ríka réttlætiskennd eins og sést á ýmsum þeim málefnum sem hann vill leggja áherslu á, verði hann kjörinn forseti. Baldur er auk þess afar vel að sér í íslenskum stjórn- og þjóðmálum, alþjóðastjórnmálum og sögu Íslands, sem er mikilvægt þegar kemur að embætti forseta Íslands. Þá er hann fyrirmyndar samstarfsmaður, sinnir starfi sínu mjög vel, og hlaut fyrir störf sín sérstaka viðurkenningu Háskóla Íslands á síðasta vetri. Hann er ekki bara afar vinsæll kennari, heldur hefur Baldur sýnt mikinn metnað fyrir hönd stjórnmálafræðideildar og lagt sitt af mörkum til sameiginlegra markmiða og uppbyggingar deildarinnar. Eins og fram kemur í frétt á vef Háskóla Íslands, sem vísað er í hér að ofan og rituð var í tilefni áðurnefndrar starfsviðurkenningar, hefur Baldur náð miklum árangri á því sviði stjórnmálafræðinnar sem hann hefur helgað sínar rannsóknir og um það segir m.a.: „Baldur er í dag einn af fremstu fræðimönnum á sviði smáríkjafræða (e. small state studies) og hefur birt tugi greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, auk þess að skrifa og ritstýra nokkrum bókum sem fjalla um efnið.“ Þá segir enn fremur að hann hafi ætíð lagt ríka áherslu á að taka Ísland inn í rannsóknir sínar um smáríki í alþjóðasamfélaginu og lagt mikið af mörkum til rannsókna á utanríkisstefnu Íslands. -Reynsla og þekking sem mun nýtast vel, nái hann kjöri sem næsti forseti lýðveldisins. Einnig er bent á að Baldur hafi gefið tugum nemenda Háskóla Íslands tækifæri til að stunda rannsóknir með því að ráða þá sem aðstoðarmenn og stofnað Rannsóknasetur um smáríki (e. Centre for Small State Studies) árið 2002 - en setrið hefur orðið eitt af lykil rannsóknasetrum á sviði smáríkjafræða og fengið ótal erlenda styrki og viðkenningar fyrir rannsóknir og kennslu. Baldur yrði alþýðlegur og farsæll forseti sem við værum stolt af - og ekki skemmir Felix Bergsson fyrir, lífsförunautur Baldurs. Höfundur er fv. forstöðumaður og aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég starfaði með Baldri Þórhallssyni í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í nær tvo áratugi. Þar kynntist ég Baldri og mannkostum hans vel, en hann er heilsteyptur, góðviljaður og hefur ríka réttlætiskennd eins og sést á ýmsum þeim málefnum sem hann vill leggja áherslu á, verði hann kjörinn forseti. Baldur er auk þess afar vel að sér í íslenskum stjórn- og þjóðmálum, alþjóðastjórnmálum og sögu Íslands, sem er mikilvægt þegar kemur að embætti forseta Íslands. Þá er hann fyrirmyndar samstarfsmaður, sinnir starfi sínu mjög vel, og hlaut fyrir störf sín sérstaka viðurkenningu Háskóla Íslands á síðasta vetri. Hann er ekki bara afar vinsæll kennari, heldur hefur Baldur sýnt mikinn metnað fyrir hönd stjórnmálafræðideildar og lagt sitt af mörkum til sameiginlegra markmiða og uppbyggingar deildarinnar. Eins og fram kemur í frétt á vef Háskóla Íslands, sem vísað er í hér að ofan og rituð var í tilefni áðurnefndrar starfsviðurkenningar, hefur Baldur náð miklum árangri á því sviði stjórnmálafræðinnar sem hann hefur helgað sínar rannsóknir og um það segir m.a.: „Baldur er í dag einn af fremstu fræðimönnum á sviði smáríkjafræða (e. small state studies) og hefur birt tugi greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, auk þess að skrifa og ritstýra nokkrum bókum sem fjalla um efnið.“ Þá segir enn fremur að hann hafi ætíð lagt ríka áherslu á að taka Ísland inn í rannsóknir sínar um smáríki í alþjóðasamfélaginu og lagt mikið af mörkum til rannsókna á utanríkisstefnu Íslands. -Reynsla og þekking sem mun nýtast vel, nái hann kjöri sem næsti forseti lýðveldisins. Einnig er bent á að Baldur hafi gefið tugum nemenda Háskóla Íslands tækifæri til að stunda rannsóknir með því að ráða þá sem aðstoðarmenn og stofnað Rannsóknasetur um smáríki (e. Centre for Small State Studies) árið 2002 - en setrið hefur orðið eitt af lykil rannsóknasetrum á sviði smáríkjafræða og fengið ótal erlenda styrki og viðkenningar fyrir rannsóknir og kennslu. Baldur yrði alþýðlegur og farsæll forseti sem við værum stolt af - og ekki skemmir Felix Bergsson fyrir, lífsförunautur Baldurs. Höfundur er fv. forstöðumaður og aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar