„Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2024 21:30 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Álftanesi í 8-liða úrslitum í Subway deild karla. Það voru heimamenn sem tóku forystu í einvíginu með sjö stiga sigri, 99-92. „Þetta var nóg. Við vorum kannski líka búnir að gera nóg fyrstu þrjá leikhluta til þess að klúðra þessu ekki alveg. Við vorum pínu að leika okkur af eldinum í þessu í fjórða leikhluta.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Það mátti heyra á Pétri að hann væri ekki alveg sáttur með sína menn í fjórða leikhluta. „Nei við töpum honum með tíu stigum. Hinir þrír voru fínir en við hefðum helst þurft að klára þennan leik þegar við höfðum tækifæri á því.“ Aðspurður um hvort það hafi kannski komið smá værukærð í leik Keflvíkinga í fjórða leikhluta sagði Pétur að það væri alveg hugsanlegt. „Hugsanlega og við vorum kannski að fara reyna hægja á leiknum á meðan þeir voru að keyra hann upp og það gekk bara ágætlega hjá þeim á meðan við hefðum kannski bara átt að vera keyra þetta upp.“ Keflavík mættu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og má segja að þar hafi leikurinn svolítið farið frá gestunum þegar Keflavík náði að keyra upp hraðann og hlaupa yfir Álftnesinga. „Já það var kannski nóg í þessum leik. Ef þú horfðir á bikarleikinn á móti Tindastól að þá komu þeir einmitt svona út og töpuðu svo leiknum þannig það svo þar byrjar ekkert endilega alltaf trixið. Það þarf að klára leikinn og ef að þessi leikur hefði verið 45 mínútur þá hefðu þeir hugsanlega unnið.“ Stigin dreifðust vel á leikmenn Keflavíkur í kvöld og voru þeir flestir sem spiluðu mjög jafnir á stigum. Pétur var þó ekki endilega sammála því að það hafi verið góður hlutur endilega. „Kannski erfiðara fyrir þá að finna einhverja til að dekka. En enginn hitti vel þannig það þarf einhver að stíga kannski betur upp í næsta leik.“ Pétur var sammála því að það væri mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það er gríðarlega mikilvægt og þetta verður svona einvígi, það verður barátta og þetta verður ekkert búið fyrr en eftir 40 mínútur hver leikur og þessar seríur verða aldrei búnar fyrr en eftir fimm leiki. Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar. Þeir vöknuðu í morgun alveg eins og við og þurftu að vinna þrjá leiki og það hefur ekkert breyst núna.“ Leikur Keflavíkur er að spila hratt og hefur það reynst liðinu vel í vetur. „Okkar leikur er að spila hratt og reyna hitta vel. Það mun væntanlega vera það áfram. Það skilaði okkur bikarmeistara titlinum og það skilaði okkur 3.sæti í þessari sterku deild. Við erum að vona að það komi okkur svo áfram í næsta leik og við tökum svo næsta leik eftir það.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
„Þetta var nóg. Við vorum kannski líka búnir að gera nóg fyrstu þrjá leikhluta til þess að klúðra þessu ekki alveg. Við vorum pínu að leika okkur af eldinum í þessu í fjórða leikhluta.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Það mátti heyra á Pétri að hann væri ekki alveg sáttur með sína menn í fjórða leikhluta. „Nei við töpum honum með tíu stigum. Hinir þrír voru fínir en við hefðum helst þurft að klára þennan leik þegar við höfðum tækifæri á því.“ Aðspurður um hvort það hafi kannski komið smá værukærð í leik Keflvíkinga í fjórða leikhluta sagði Pétur að það væri alveg hugsanlegt. „Hugsanlega og við vorum kannski að fara reyna hægja á leiknum á meðan þeir voru að keyra hann upp og það gekk bara ágætlega hjá þeim á meðan við hefðum kannski bara átt að vera keyra þetta upp.“ Keflavík mættu af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og má segja að þar hafi leikurinn svolítið farið frá gestunum þegar Keflavík náði að keyra upp hraðann og hlaupa yfir Álftnesinga. „Já það var kannski nóg í þessum leik. Ef þú horfðir á bikarleikinn á móti Tindastól að þá komu þeir einmitt svona út og töpuðu svo leiknum þannig það svo þar byrjar ekkert endilega alltaf trixið. Það þarf að klára leikinn og ef að þessi leikur hefði verið 45 mínútur þá hefðu þeir hugsanlega unnið.“ Stigin dreifðust vel á leikmenn Keflavíkur í kvöld og voru þeir flestir sem spiluðu mjög jafnir á stigum. Pétur var þó ekki endilega sammála því að það hafi verið góður hlutur endilega. „Kannski erfiðara fyrir þá að finna einhverja til að dekka. En enginn hitti vel þannig það þarf einhver að stíga kannski betur upp í næsta leik.“ Pétur var sammála því að það væri mikilvægt að verja heimavöllinn. „Það er gríðarlega mikilvægt og þetta verður svona einvígi, það verður barátta og þetta verður ekkert búið fyrr en eftir 40 mínútur hver leikur og þessar seríur verða aldrei búnar fyrr en eftir fimm leiki. Þú þarft að vinna þrisvar og við þurfum núna að vinna tvisvar. Þeir vöknuðu í morgun alveg eins og við og þurftu að vinna þrjá leiki og það hefur ekkert breyst núna.“ Leikur Keflavíkur er að spila hratt og hefur það reynst liðinu vel í vetur. „Okkar leikur er að spila hratt og reyna hitta vel. Það mun væntanlega vera það áfram. Það skilaði okkur bikarmeistara titlinum og það skilaði okkur 3.sæti í þessari sterku deild. Við erum að vona að það komi okkur svo áfram í næsta leik og við tökum svo næsta leik eftir það.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti