Þurfti endilega 504.670 vottorð? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. apríl 2024 12:00 Það fer of mikill tími í skriffinnsku og of lítill tími í að sinna sjúklingnum. Þetta er lýsing sem við í Samfylkingunni heyrum aftur og aftur þegar við fundum með heilbrigðisstarfsfólki. Á árunum 2018-2021 rituðu læknar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins samtals 504.670 vottorð, meðal annars 134.670 vottorð vegna fjarveru frá vinnu, 108.834 beiðnir um sjúkraþjálfun og 23.629 vottorð vegna fjarvista frá skóla. „Við erum endurtekið að gera skammtímavottorð fyrir vinnuveitendur vegna minniháttar veikinda. Sjaldnast er óskað eftir aðkomu okkar vegna veikindanna, heldur mætti segja að við séum varðhundar mætingar fyrir vinnuveitendur,“ skrifar Oddur Steinarsson heimilislæknir í nýlegum pistli í Læknablaðinu. Bent hefur verið á að íslenskir læknar gefa út jafn marga lyfseðla fyrir undanþágulyf og lyfjaskírteini og allir sænskir læknar til samans, sem eru þrjátíu sinnum fleiri. Krafan um að skrifaðar séu út tilvísanir vegna heimasókna barna til sérfræðilækna hefur verið gagnrýnd harðlega, og eins það hve gríðarlegum tíma á heilsugæslustöðvum er varið í að bregðast við beiðnum tryggingafélaga og lífeyrissjóða um vottorð og álitsgerðir. „Við erum að fara ansi hátt í prósentunýtingu á tíma heimilislækna í vottorð og hliðvörslu. Þeir þurfa líka að vera hliðverðir fyrir spelkur, göngugrindur og bleiur,“ er haft eftir Steinunni Þórðardóttur, formanni Læknafélags Íslands. „Haldið þið að fólk sé mikið að misnota slíkar beiðnir, að biðja um fullorðinsbleiur ef það þarf þess ekki?“ Undanfarin ár hafa ýmis umfangsmikil verkefni verið flutt yfir til heilsugæslunnar án þess að fylgt hafi nægilegt fjármagn, nauðsynlegur mannafli og aðstaða. Fjöldi heimilislækna miðað við íbúafjölda er nú í sögulegri lægð og langt undir því sem tíðkast í löndunum í kringum okkur. Það skýtur skökku við að á sama tíma og mönnunarvandinn ágerist og biðtími eftir þjónustu lengist skuli skriffinnska og vottorðagerð aukast ár frá ári. Þetta er ekki góð nýting á tíma og peningum. Reglur um gerð og útgáfu læknisvottorða voru settar árið 1991 og hafa ekki verið uppfærðar síðan. Í skýrslu starfshóps um vottorðagerð sem kom út í desember 2022 er bent á að kröfur atvinnulífs og menntakerfis til læknisvottorða vegna veikindafjarveru eru umtalsvert meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð tíðkast ekki að heilsugæslulæknar skrifi álitsgerðir og vottorð að beiðni tryggingafyrirtækja og lífeyrissjóða og þar geta vinnuveitendur og skólar ekki farið fram á læknisvottorð nema veikindi standi yfir í meira en viku. Það er löngu tímabært að teknar verði upp sams konar reglur á Íslandi og að skyldur heilbrigðisstarfsfólks í þessum efnum verði afmarkaðar með skýrari hætti í reglugerð. Þetta er á meðal þeirra fjölmörgu aðgerða sem við í Samfylkingunni köllum eftir í Öruggum skrefum, stefnuplaggi um heilbrigðis- og öldrunarmál sem er eins konar verklýsing fyrir ríkisstjórn jafnaðarmanna sem vonandi tekur við stjórnartaumunum að loknum næstu Alþingiskosningum. Í Öruggum skrefum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið sem við teljum raunhæft að ná á tveimur kjörtímabilum: að fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, að ráðist verði í þjóðarátak í umönnun eldra fólks með stóraukinni heimaþjónustu og fullfjármagnaðri uppbyggingu hjúkrunarrýma, að stigin verði afgerandi skref til að tryggja öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land, að heilbrigðistækni og sjúkraskrárkerfi verði á forsendum sjúklinga og starfsfólks en ekki tæknifyrirtækja, að starfsfólki verði gert kleift að verja auknum tíma með sjúklingnum, og loks að fjárstýring og eftirlit verði stórbætt. Íbæklingnum er fjallað ítarlega um hvert og eitt markmið en áherslurnar eru sóttar til almennings á hátt í 40 opnum fundum um land allt en jafnframt af fundum á vinnustöðum, með heilbrigðisstéttum, stjórnendum stofnana og sérfræðingum um heilbrigðismál. Sumt af því sem við leggjum til mun útheimta aukið fjármagn til heilbrigðismála – og skyldi kannski engan undra enda verjum við umtalsvert lægra hlutfalli vergrar landsframleiðslu til heilbrigðisþjónustu en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Annað snýst um að nýta takmarkaða fjármuni betur og auka skilvirkni í kerfinu. Liður í því er að höggva á skriffinnsku, bæði í heilsugæslu- og sjúkrahúsaþjónustu, svo að kraftar sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna nýtist sem best til að sinna þörfum sjúklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og 1. varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Heilsugæsla Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það fer of mikill tími í skriffinnsku og of lítill tími í að sinna sjúklingnum. Þetta er lýsing sem við í Samfylkingunni heyrum aftur og aftur þegar við fundum með heilbrigðisstarfsfólki. Á árunum 2018-2021 rituðu læknar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins samtals 504.670 vottorð, meðal annars 134.670 vottorð vegna fjarveru frá vinnu, 108.834 beiðnir um sjúkraþjálfun og 23.629 vottorð vegna fjarvista frá skóla. „Við erum endurtekið að gera skammtímavottorð fyrir vinnuveitendur vegna minniháttar veikinda. Sjaldnast er óskað eftir aðkomu okkar vegna veikindanna, heldur mætti segja að við séum varðhundar mætingar fyrir vinnuveitendur,“ skrifar Oddur Steinarsson heimilislæknir í nýlegum pistli í Læknablaðinu. Bent hefur verið á að íslenskir læknar gefa út jafn marga lyfseðla fyrir undanþágulyf og lyfjaskírteini og allir sænskir læknar til samans, sem eru þrjátíu sinnum fleiri. Krafan um að skrifaðar séu út tilvísanir vegna heimasókna barna til sérfræðilækna hefur verið gagnrýnd harðlega, og eins það hve gríðarlegum tíma á heilsugæslustöðvum er varið í að bregðast við beiðnum tryggingafélaga og lífeyrissjóða um vottorð og álitsgerðir. „Við erum að fara ansi hátt í prósentunýtingu á tíma heimilislækna í vottorð og hliðvörslu. Þeir þurfa líka að vera hliðverðir fyrir spelkur, göngugrindur og bleiur,“ er haft eftir Steinunni Þórðardóttur, formanni Læknafélags Íslands. „Haldið þið að fólk sé mikið að misnota slíkar beiðnir, að biðja um fullorðinsbleiur ef það þarf þess ekki?“ Undanfarin ár hafa ýmis umfangsmikil verkefni verið flutt yfir til heilsugæslunnar án þess að fylgt hafi nægilegt fjármagn, nauðsynlegur mannafli og aðstaða. Fjöldi heimilislækna miðað við íbúafjölda er nú í sögulegri lægð og langt undir því sem tíðkast í löndunum í kringum okkur. Það skýtur skökku við að á sama tíma og mönnunarvandinn ágerist og biðtími eftir þjónustu lengist skuli skriffinnska og vottorðagerð aukast ár frá ári. Þetta er ekki góð nýting á tíma og peningum. Reglur um gerð og útgáfu læknisvottorða voru settar árið 1991 og hafa ekki verið uppfærðar síðan. Í skýrslu starfshóps um vottorðagerð sem kom út í desember 2022 er bent á að kröfur atvinnulífs og menntakerfis til læknisvottorða vegna veikindafjarveru eru umtalsvert meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Í Svíþjóð tíðkast ekki að heilsugæslulæknar skrifi álitsgerðir og vottorð að beiðni tryggingafyrirtækja og lífeyrissjóða og þar geta vinnuveitendur og skólar ekki farið fram á læknisvottorð nema veikindi standi yfir í meira en viku. Það er löngu tímabært að teknar verði upp sams konar reglur á Íslandi og að skyldur heilbrigðisstarfsfólks í þessum efnum verði afmarkaðar með skýrari hætti í reglugerð. Þetta er á meðal þeirra fjölmörgu aðgerða sem við í Samfylkingunni köllum eftir í Öruggum skrefum, stefnuplaggi um heilbrigðis- og öldrunarmál sem er eins konar verklýsing fyrir ríkisstjórn jafnaðarmanna sem vonandi tekur við stjórnartaumunum að loknum næstu Alþingiskosningum. Í Öruggum skrefum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið sem við teljum raunhæft að ná á tveimur kjörtímabilum: að fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, að ráðist verði í þjóðarátak í umönnun eldra fólks með stóraukinni heimaþjónustu og fullfjármagnaðri uppbyggingu hjúkrunarrýma, að stigin verði afgerandi skref til að tryggja öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land, að heilbrigðistækni og sjúkraskrárkerfi verði á forsendum sjúklinga og starfsfólks en ekki tæknifyrirtækja, að starfsfólki verði gert kleift að verja auknum tíma með sjúklingnum, og loks að fjárstýring og eftirlit verði stórbætt. Íbæklingnum er fjallað ítarlega um hvert og eitt markmið en áherslurnar eru sóttar til almennings á hátt í 40 opnum fundum um land allt en jafnframt af fundum á vinnustöðum, með heilbrigðisstéttum, stjórnendum stofnana og sérfræðingum um heilbrigðismál. Sumt af því sem við leggjum til mun útheimta aukið fjármagn til heilbrigðismála – og skyldi kannski engan undra enda verjum við umtalsvert lægra hlutfalli vergrar landsframleiðslu til heilbrigðisþjónustu en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Annað snýst um að nýta takmarkaða fjármuni betur og auka skilvirkni í kerfinu. Liður í því er að höggva á skriffinnsku, bæði í heilsugæslu- og sjúkrahúsaþjónustu, svo að kraftar sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna nýtist sem best til að sinna þörfum sjúklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og 1. varaformaður velferðarnefndar Alþingis.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun