Miklu fleiri horfðu á konurnar en karlana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 10:01 Caitlin Clark fór fyrir Iowa Hawkeyes liðinu og hefur eignast milljónir aðdáenda á undanförnum árum. Getty/Thien-An Truong Áhuginn á háskólakörfubolta kvenna í Bandaríkjunum er í sögulegu hámarki og sjónvarpsáhorfið á úrslitaleik karla og kvenna sýndi það líka svart á hvítu. Um síðustu helgi fóru fram úrslitaleikir háskólaboltans. Konurnar spiluðu á sunnudagskvöld en karlarnir á mánudagskvöldi. UConn vann Purdue í úrslitaleik hjá körlunum og var að vinna titilinn annað árið í röð. Hjá konunum vann síðan South Carolina skólinn sigur á Iowa. South Carolina vann þar með alla leiki sína á tímabilinu. Með Iowa spilar hin ótrúlega vinsæla og frábæra körfuboltakona Caitlin Clark sem hefur öðrum fremur keyrt upp áhugann á kvennakörfunni. Hún þurfti þó að sætta sig við að tapa úrslitaleiknum annað árið í röð. Hingað til hefur athyglin alltaf verið mun meiri á karlaleiknum en ekki í vetur. Að þessu sinni féllu strákarnir algjörlega í skuggann á stelpunum. Það var barist um miðana á úrslitin hjá konunum og miðaverðið rauk upp og var hærra en á karlakeppnina. Síðasti vitnisburðurinn um meiri áhuga á konunum en körlunum voru síðan áhorfendatölur á leikina í sjónvarpi. Niðurstöðurnar voru gefnar út í gær og þær eru sláandi. Miklu fleiri horfu á konurnar en karlana og munað milljónum í áhorfi. Alls horfðu 18,9 milljónir á úrslitaleikinn hjá konunum en 14,8 milljónir horfðu á úrslitaleikinn hjá körlunum. Áhorfið á karlaleikinn var 14,7 milljónir í fyrra og hækkaði því örlítið. Það var þó ekkert miðað við það sem gerðist hjá konunum. Áhorfið nánast tvöfaldist á milli ára en það var líka met þegar 9,9 milljónir horfðu á konurnar í fyrra. Þetta er líka mesta áhorf á körfuboltaleik í Bandaríkjunum í fimm ár og þar erum við að taka með alla leikina í NBA-deildinni. Ótrúlegar tölur og magnaðar vinsældir hjá stórskyttunni Caitlin Clark sem er nú á leiðinni í WNBA-deildina í sumar. Það má búast við því að áhorfendametin fari að falla þar líka. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Um síðustu helgi fóru fram úrslitaleikir háskólaboltans. Konurnar spiluðu á sunnudagskvöld en karlarnir á mánudagskvöldi. UConn vann Purdue í úrslitaleik hjá körlunum og var að vinna titilinn annað árið í röð. Hjá konunum vann síðan South Carolina skólinn sigur á Iowa. South Carolina vann þar með alla leiki sína á tímabilinu. Með Iowa spilar hin ótrúlega vinsæla og frábæra körfuboltakona Caitlin Clark sem hefur öðrum fremur keyrt upp áhugann á kvennakörfunni. Hún þurfti þó að sætta sig við að tapa úrslitaleiknum annað árið í röð. Hingað til hefur athyglin alltaf verið mun meiri á karlaleiknum en ekki í vetur. Að þessu sinni féllu strákarnir algjörlega í skuggann á stelpunum. Það var barist um miðana á úrslitin hjá konunum og miðaverðið rauk upp og var hærra en á karlakeppnina. Síðasti vitnisburðurinn um meiri áhuga á konunum en körlunum voru síðan áhorfendatölur á leikina í sjónvarpi. Niðurstöðurnar voru gefnar út í gær og þær eru sláandi. Miklu fleiri horfu á konurnar en karlana og munað milljónum í áhorfi. Alls horfðu 18,9 milljónir á úrslitaleikinn hjá konunum en 14,8 milljónir horfðu á úrslitaleikinn hjá körlunum. Áhorfið á karlaleikinn var 14,7 milljónir í fyrra og hækkaði því örlítið. Það var þó ekkert miðað við það sem gerðist hjá konunum. Áhorfið nánast tvöfaldist á milli ára en það var líka met þegar 9,9 milljónir horfðu á konurnar í fyrra. Þetta er líka mesta áhorf á körfuboltaleik í Bandaríkjunum í fimm ár og þar erum við að taka með alla leikina í NBA-deildinni. Ótrúlegar tölur og magnaðar vinsældir hjá stórskyttunni Caitlin Clark sem er nú á leiðinni í WNBA-deildina í sumar. Það má búast við því að áhorfendametin fari að falla þar líka. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira