Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 22:11 Egill Arnar er formaður dómaranefndar KSÍ. Vísir/Sigurjón „Þetta kemur til af áherslum sem við fáum frá Knattspyrnusambandi Evrópu,“ sagði Egill Arnar Sigurþórsson, formaður dómaranefndar KSÍ, um þann fjölda gulra spjalda sem fóru á loft í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. „Má í raun segja að það sé orðið löngu tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara. Við í dómaranefnd KSÍ styðjum dómarana hundrað prósent í því.“ „Við heyrum það sem sagt er í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir því að fólk vill hafa ástríðu í leiknum. Ástríðan verður að snúa að einhverju öðru en heldur því að mótmæla ákvörðun dómarans, það er bara þannig.“ Leikmenn komast ekki lengur upp með að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins hefur flautað. „Það er augljóst að það er verið að taka strangar á þessu sem allir knattspyrnuaðdáendur hafa kallað eftir, það er þetta að vera hægja á leiknum. Pota boltanum í burtu, halda á honum að óþörfu og annað slíkt. Það er verið að gefa töluvert af spjöldum fyrir það og svo svona ofsafengin mótmæli.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og gerum mistök. Það má alveg finna spjöld þarna sem hefði mátt leysa með öðrum hætti, það er vissulega þannig.“ Klippa: Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Eru breytingar sem þessar kynntar fyrir félögunum eða er það félaganna að fylgjast með því þegar áherslubreytingar verða? „Það er gaman að segja frá því að hluti af leyfiskerfi KSÍ er að fyrirliðum og forráðamönnum félaga ber að mæta á kynningarfund þar sem við förum meðal annars yfir þessar áherslur. Við erum búnir að halda tvo slíka fundi og það hafa ekki öll félögin mætt. Við verðum bara að kalla eftir því að félögin séu duglegri að sinna því að sækja sér upplýsingar.“ „Svo má ekki gleyma því að við erum enn að dæma eftir knattspyrnulögunum og þau er hægt að nálgast á vef KSÍ, þar er hægt að nálgast þetta allt saman.“ „Við heyrum auðvitað að sjálfsögðu það sem sagt er í samfélaginu en ég held hins vegar að það sé sameiginlegt verkefni okkar í knattspyrnusamfélaginu, ef við getum orðað það sem svo, að við bætum þetta. Þetta er ekki nægilega gott, hefur ekki verið nægilega gott.“ „Dómararnir eru starfsmenn leiksins, þeir gera vissulega mistök en þeir eru ekki mættir til að skemma fótboltaleikinn, þeir eru að gera sitt besta og við verðum að búa til þannig umhverfi að ástríðan sem talað er um beinist að einhverju öðru heldur en mótmælum við dómara,“ sagði Egill Arnar að endingu. Viðtalið við Egil Arnar má finna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ Tengdar fréttir Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Má í raun segja að það sé orðið löngu tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara. Við í dómaranefnd KSÍ styðjum dómarana hundrað prósent í því.“ „Við heyrum það sem sagt er í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir því að fólk vill hafa ástríðu í leiknum. Ástríðan verður að snúa að einhverju öðru en heldur því að mótmæla ákvörðun dómarans, það er bara þannig.“ Leikmenn komast ekki lengur upp með að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins hefur flautað. „Það er augljóst að það er verið að taka strangar á þessu sem allir knattspyrnuaðdáendur hafa kallað eftir, það er þetta að vera hægja á leiknum. Pota boltanum í burtu, halda á honum að óþörfu og annað slíkt. Það er verið að gefa töluvert af spjöldum fyrir það og svo svona ofsafengin mótmæli.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og gerum mistök. Það má alveg finna spjöld þarna sem hefði mátt leysa með öðrum hætti, það er vissulega þannig.“ Klippa: Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Eru breytingar sem þessar kynntar fyrir félögunum eða er það félaganna að fylgjast með því þegar áherslubreytingar verða? „Það er gaman að segja frá því að hluti af leyfiskerfi KSÍ er að fyrirliðum og forráðamönnum félaga ber að mæta á kynningarfund þar sem við förum meðal annars yfir þessar áherslur. Við erum búnir að halda tvo slíka fundi og það hafa ekki öll félögin mætt. Við verðum bara að kalla eftir því að félögin séu duglegri að sinna því að sækja sér upplýsingar.“ „Svo má ekki gleyma því að við erum enn að dæma eftir knattspyrnulögunum og þau er hægt að nálgast á vef KSÍ, þar er hægt að nálgast þetta allt saman.“ „Við heyrum auðvitað að sjálfsögðu það sem sagt er í samfélaginu en ég held hins vegar að það sé sameiginlegt verkefni okkar í knattspyrnusamfélaginu, ef við getum orðað það sem svo, að við bætum þetta. Þetta er ekki nægilega gott, hefur ekki verið nægilega gott.“ „Dómararnir eru starfsmenn leiksins, þeir gera vissulega mistök en þeir eru ekki mættir til að skemma fótboltaleikinn, þeir eru að gera sitt besta og við verðum að búa til þannig umhverfi að ástríðan sem talað er um beinist að einhverju öðru heldur en mótmælum við dómara,“ sagði Egill Arnar að endingu. Viðtalið við Egil Arnar má finna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ Tengdar fréttir Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn