Ætlar að virkja meira Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 14:40 Bjarni Benediktsson leiðir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. Bjarni segir að allir hljóti að vera sammála um að við eigum mikið af grænni orku, sem hægt sé að nýta í orkuskiptin. Þau séu snar þáttur í orkuskiptum. „Þannig að það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk.“ Kerfið of svifaseint Bjarni segir að þetta segi okkur að ferlar séu of þungir og stjórnkerfið í orkumálum of svifaseint. Við því sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- loftslagsráðherra, að bregðast með sérstökum starfshópi. „Við viljum líka koma næsta áfanga af rammaáætlun í gegn, þó að það verði kannski svona aðeins minni í sniðum, tryggja að framboðið af orkunýtingarkostum sé til staðar og við ætlum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það falli saman markmið okkar um orkuskipti og uppbyggingu iðnaðar og starfa í landinu, sókn til framfara.“ Meira virkjað Bjarni segir að ráðuneyti hans vilji halda áfram að byggja ný verðmæt störf og hafa hagvöxt í landinu, meðal annars á grunni grænnar orku. Hann telji að um þetta geti tekist góð sátt, sér í lagi þegar orkuskortur blasi við og loftslagsmarkmið séu jafnvel ekki að nást. Verður virkjað meira? „Já, það verður gert meira. Það þarf að gera meira.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Bjarni segir að allir hljóti að vera sammála um að við eigum mikið af grænni orku, sem hægt sé að nýta í orkuskiptin. Þau séu snar þáttur í orkuskiptum. „Þannig að það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk.“ Kerfið of svifaseint Bjarni segir að þetta segi okkur að ferlar séu of þungir og stjórnkerfið í orkumálum of svifaseint. Við því sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- loftslagsráðherra, að bregðast með sérstökum starfshópi. „Við viljum líka koma næsta áfanga af rammaáætlun í gegn, þó að það verði kannski svona aðeins minni í sniðum, tryggja að framboðið af orkunýtingarkostum sé til staðar og við ætlum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það falli saman markmið okkar um orkuskipti og uppbyggingu iðnaðar og starfa í landinu, sókn til framfara.“ Meira virkjað Bjarni segir að ráðuneyti hans vilji halda áfram að byggja ný verðmæt störf og hafa hagvöxt í landinu, meðal annars á grunni grænnar orku. Hann telji að um þetta geti tekist góð sátt, sér í lagi þegar orkuskortur blasi við og loftslagsmarkmið séu jafnvel ekki að nást. Verður virkjað meira? „Já, það verður gert meira. Það þarf að gera meira.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03
Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18