Nestið hennar Katrínar Sigurjón Þórðarson skrifar 9. apríl 2024 11:31 Fráfarandi ríkisstjórn er nú í andslitrunum, að leysast upp og ráðherrarnir með örfáum undantekningum hafa lagst á flótta frá verkefnum sínum, sem þeir hafa meira og minna gefist upp á. Ekki þarf að fjölyrða um undanhald Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsetisráðherra, sem hyggst setjast að á Bessastöðum. Bjani Benediktsson hefur hrakist úr fjármálaráðuneytinu vegna klúðurs og óstjórnar í efnahagsmálum en á landinu geisa okurvextir, halli er á ríkissjóði og verðbólga þrálát. Hann virðist ætla að staldra stutt við í utanríkisráðuneytinu þar sem einhver þarf að manna forsætisráðuneytið. Eitt af verkefnum forsætisráðherra er að vera yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu og gæta að siðareglum ráðherra. Flestir landsmenn og jafnvel innvígðir sjálfstæðismenn sjá annmarka á því að Bjarni sé rétti maðurinn í stólinn, þar sem hann hefur verið staðinn af því að segja ósatt um skattakjólsfélagið Falson, fela skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, hefur verið yfirheyrður fyrir dómi vegna misferla í hruninu og nýjasta nýtt er „salan“ á Íslandsbanka. Eflaust er enginn í ríkisstjórninni fegnari en þreyttur Sigurður Ingi, fráfarandi innviðaráðherra, að komast frá ráðuneytinu sínu, en hann hefur verið algerlega verklaus, þrátt fyrir háleit markmið í stjórnarsáttmála að taka „fast utan um húsnæðismálin“ og „bæta réttarstöðu leigjenda“. Vissulega hefur innviðaráðherra sett upp íburðarmiklar glærusýningar, jafnvel fyrir næstu tvo, þrjá áratugina, en það sem liggur fyrir á kjörtímabilinu stenst ekki þessar langtímaáætlanir og er heldur langt frá því að uppfylla þá þörf sem blasir við þjóðinni. Svandís Svavarsdóttir er á harðahlaupum ekki aðeins undan áliti Umboðsmanns Alþingis heldur einnig stefnuskrá VG, en hún hefur t.d. miklu frekar lagt stein í götu strandveiða en hitt og gerst auðmjúkur þjónn í öllum verkum sínum við sægreifana. Það er einna helst að Guðrún Hafsteinsdóttir sinni embættisverkum, en hún hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem miðar að því að afnema íslenskar sérreglur sem lækka þröskuldana fyrir veitingu alþjóðlegrar verndar, nokkuð sem lengi hefur staðið til að gera, en Vinstri Grænir hafa hingað til náð að tefja. Það segir kannski sitt um skoðun Katrínar Jakobsdóttur á samferðamönnum sínum, að hennar síðasta verk var að nesta nýja ríkisstjórn og gefa út handbók um siðareglur ráðherra. Það er augljóst að eigin hagur ráðamanna ræður för við að framlengja líf ríkisstjórnarinnar, sem óttast skiljanlega dóm kjósenda. Augljóslega ræður ekki hagur almennings sem glímir við okurvexti og háan húsnæðiskostnað. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn er nú í andslitrunum, að leysast upp og ráðherrarnir með örfáum undantekningum hafa lagst á flótta frá verkefnum sínum, sem þeir hafa meira og minna gefist upp á. Ekki þarf að fjölyrða um undanhald Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsetisráðherra, sem hyggst setjast að á Bessastöðum. Bjani Benediktsson hefur hrakist úr fjármálaráðuneytinu vegna klúðurs og óstjórnar í efnahagsmálum en á landinu geisa okurvextir, halli er á ríkissjóði og verðbólga þrálát. Hann virðist ætla að staldra stutt við í utanríkisráðuneytinu þar sem einhver þarf að manna forsætisráðuneytið. Eitt af verkefnum forsætisráðherra er að vera yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu og gæta að siðareglum ráðherra. Flestir landsmenn og jafnvel innvígðir sjálfstæðismenn sjá annmarka á því að Bjarni sé rétti maðurinn í stólinn, þar sem hann hefur verið staðinn af því að segja ósatt um skattakjólsfélagið Falson, fela skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, hefur verið yfirheyrður fyrir dómi vegna misferla í hruninu og nýjasta nýtt er „salan“ á Íslandsbanka. Eflaust er enginn í ríkisstjórninni fegnari en þreyttur Sigurður Ingi, fráfarandi innviðaráðherra, að komast frá ráðuneytinu sínu, en hann hefur verið algerlega verklaus, þrátt fyrir háleit markmið í stjórnarsáttmála að taka „fast utan um húsnæðismálin“ og „bæta réttarstöðu leigjenda“. Vissulega hefur innviðaráðherra sett upp íburðarmiklar glærusýningar, jafnvel fyrir næstu tvo, þrjá áratugina, en það sem liggur fyrir á kjörtímabilinu stenst ekki þessar langtímaáætlanir og er heldur langt frá því að uppfylla þá þörf sem blasir við þjóðinni. Svandís Svavarsdóttir er á harðahlaupum ekki aðeins undan áliti Umboðsmanns Alþingis heldur einnig stefnuskrá VG, en hún hefur t.d. miklu frekar lagt stein í götu strandveiða en hitt og gerst auðmjúkur þjónn í öllum verkum sínum við sægreifana. Það er einna helst að Guðrún Hafsteinsdóttir sinni embættisverkum, en hún hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem miðar að því að afnema íslenskar sérreglur sem lækka þröskuldana fyrir veitingu alþjóðlegrar verndar, nokkuð sem lengi hefur staðið til að gera, en Vinstri Grænir hafa hingað til náð að tefja. Það segir kannski sitt um skoðun Katrínar Jakobsdóttur á samferðamönnum sínum, að hennar síðasta verk var að nesta nýja ríkisstjórn og gefa út handbók um siðareglur ráðherra. Það er augljóst að eigin hagur ráðamanna ræður för við að framlengja líf ríkisstjórnarinnar, sem óttast skiljanlega dóm kjósenda. Augljóslega ræður ekki hagur almennings sem glímir við okurvexti og háan húsnæðiskostnað. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun