Víkingar tjá sig sem minnst: „Engin frétt í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2024 11:25 Nadía skrifaði undir hjá Val eftir skyndilega brottför skömmu fyrir mót. Andrews segir ekki mikið að fjalla um. Vísir/Samsett John Andrews, þjálfari bikarmeistara Víkings í fótbolta segir enga sérstaka frétt vera í brottför fyrirliðans Nadíu Atladóttur frá félaginu skömmu fyrir mót í Bestu deild kvenna. Víkingar hafi ekki viljað standa í vegi fyrir brottför hennar. Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Víkingur tilkynnti um brottför Nadíu á föstudagskvöldið síðasta. Víkingar hafa lítið sagt um málið út á við en Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, var stuttorður þegar Vísir hafði samband á föstudag. „Leikmaðurinn og þjálfari liðsins (John Andrews) áttu samtal sín á milli og leikmaður taldi betra að hún héldi á önnur mið í kjölfar þess samtals,“ sagði Kári á föstudag. Nadía hefur ekki viljað veita viðtal vegna málsins en hún var kynnt sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals á sunnudagskvöldið, þegar Valur mætti ÍA í Bestu deild karla. Nadía og Andrews á góðri stundu í fyrra. Víkingur varð þá bikarmeistari þrátt fyrir að leika í B-deild.Vísir/Hulda Margrét Líkt og Kári var þjálfarinn Andrews stuttorður þegar Vísir hafði samband við hann vegna málsins í dag. „Við áttum fund og hún ákvað að hún vildi fara. Af virðingu við hana og hennar framlag til félagsins ákváðum við að setja ekki verðmiða á hana,“ „Það er engin frétt í þessu. Við óskuðum henni alls hins besta og vonum að hún eigi frábært tímabil, nema gegn okkur,“ segir Andrews í samtali við Vísi. Fyrirliðabandið hafi með málið að gera Samkvæmt heimildum Vísis stafar ósættið af þeirri ákvörðun að svipta Nadíu fyrirliðabandinu hjá liðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Líkt og segir að ofan hefur enn ekki tekist að fá viðtal við Nadíu vegna málsins. Nadía getur þreytt frumraun sína fyrir Val þegar liðið mætir einmitt fyrrum félagi hennar Víkingi í Meistarakeppni KSÍ eftir slétta viku, þriðjudaginn 16. apríl. Keppni í Bestu deildinni hefst sunnudaginn 21. apríl. Valur mætir þá Þór/KA að Hlíðarenda klukkan 15:00. Víkingur hefur keppni degi síðar er liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæ. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur Tengdar fréttir Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30 Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Það kom sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Víkingur tilkynnti um brottför Nadíu á föstudagskvöldið síðasta. Víkingar hafa lítið sagt um málið út á við en Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, var stuttorður þegar Vísir hafði samband á föstudag. „Leikmaðurinn og þjálfari liðsins (John Andrews) áttu samtal sín á milli og leikmaður taldi betra að hún héldi á önnur mið í kjölfar þess samtals,“ sagði Kári á föstudag. Nadía hefur ekki viljað veita viðtal vegna málsins en hún var kynnt sem nýr leikmaður Íslandsmeistara Vals á sunnudagskvöldið, þegar Valur mætti ÍA í Bestu deild karla. Nadía og Andrews á góðri stundu í fyrra. Víkingur varð þá bikarmeistari þrátt fyrir að leika í B-deild.Vísir/Hulda Margrét Líkt og Kári var þjálfarinn Andrews stuttorður þegar Vísir hafði samband við hann vegna málsins í dag. „Við áttum fund og hún ákvað að hún vildi fara. Af virðingu við hana og hennar framlag til félagsins ákváðum við að setja ekki verðmiða á hana,“ „Það er engin frétt í þessu. Við óskuðum henni alls hins besta og vonum að hún eigi frábært tímabil, nema gegn okkur,“ segir Andrews í samtali við Vísi. Fyrirliðabandið hafi með málið að gera Samkvæmt heimildum Vísis stafar ósættið af þeirri ákvörðun að svipta Nadíu fyrirliðabandinu hjá liðinu en það hefur ekki fengist staðfest. Líkt og segir að ofan hefur enn ekki tekist að fá viðtal við Nadíu vegna málsins. Nadía getur þreytt frumraun sína fyrir Val þegar liðið mætir einmitt fyrrum félagi hennar Víkingi í Meistarakeppni KSÍ eftir slétta viku, þriðjudaginn 16. apríl. Keppni í Bestu deildinni hefst sunnudaginn 21. apríl. Valur mætir þá Þór/KA að Hlíðarenda klukkan 15:00. Víkingur hefur keppni degi síðar er liðið sækir Stjörnuna heim í Garðabæ.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur Tengdar fréttir Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30 Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Prettyboitjokko kynnti Nadíu sem nýjan leikmann Vals Nadía Atladóttir, fyrrverandi fyrirliði Víkings, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals. 7. apríl 2024 19:30
Stór tíðindi úr Víkinni: Nadía ekki lengur leikmaður Víkings Nadía Atladóttir er ekki lengur leikmaður Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur. Þetta staðfesta bæði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu sem og Nadía sjálf í samtali við Vísi. 5. apríl 2024 21:02
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti