Er framboð Katrínar Jakobsdóttur spilling? Þorvaldur Logason skrifar 9. apríl 2024 08:00 Fróðir menn segja okkur að enginn starfandi forsætisráðherra Evrópu hafi nokkru sinni boðið sig fram til forseta í þroskuðu lýðræðisríki. Ástæðan gæti verið sú að slík ásælni í valdþyki spillt. Enginn ber jafn mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni og forsætisráðherra, leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsstjórn ber hann ríka ábyrgð gagnvart samstarfsflokkum og sem leiðtogi stjórnmálaflokks ríka ábyrgð gagnvart flokksmönnum. Líta má á spillingu sem misnotkun opinbers umboðs í eigin þágu. Forsætisráðherranum ber að halda í heiðri skyldur sínar gagnvart þjóðinni, samstarfsflokkum og eigin flokksmönnum – og virða þeir skyldur umfram eigin hagsmuni og starfsframa.Strax þess vegna má líta á framboð Katrínar sem misnotkun á opinberu valdi. Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni með ásælni í hátt launað starf og einstaklingsbundin pólitísk völd. Verr lítur málið út þegar haft er í huga að meginhlutverk forseta Íslands er að tryggja valddreifingu og veita ríkisstjórn landsins aðhald. Forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í vörnum gegn spillingu. Framboð sitjandi forsætisráðherra er því sjálfkrafa aðför að stjórnskipun landsins og gróf vanvirðing við anda og markmið stjórnarskrár Íslands. Augljóst er að forsætisráðherra getur ekki veitt ríkisstjórn, sem er að stofni til hans eigin, aðhald. Forsetinn verður þá ófær um að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Lesendur geta skemmt sér við myndir eins og: Jóhanna Sigurðardóttir gerist forseti, Steingrímur J. verður forsætisráðherra og Jóhanna á að skrifa eða skrifa ekki undir Icesave-samningana. Sambærilegt dæmi væri ef Davíð hefði gerst forseti og átt að taka afstöðu til nýrra fjölmiðlalaga sem hann mótaði sjálfur. Allt tragíkómískt auðvitað. Ekki bætir úr skák að Katrín heldur því fram að forsetaembættið sé ópólitískt og að hún verði ópólitískur forseti. Það er óheppilegt fyrir Katrínu að hún hafði allt aðra skoðun á Alþingi í nýlegri framsögu sinni fyrir breytingum á stjórnarskrá. Þá taldi hún að forsetaembættið væri pólitískt. Þessi grófa blekking nú gagnvart almenningi er augljóslega sett fram til að fela valdsmisnotkunina sem einmitt varðar hið rammpólitíska hlutverk forseta, m.a. málskotsréttinn. Það lýsir ágætlega hagsmunaárekstra-vefnum sem Katrín hefur fest sig í að hún sjálf lagði til, í fyrrnefndu frumvarpi sem unnið er að áfram á Alþingi, að kosningar til forseta yrðu á sex ára fresti en ekki fjögurra, auk annarra breytinga. Samt telur hún eðlilegt að hún geti vippað sér yfir og tekið við embættinu. Á máli spillingarinnar nefnist þetta, „state capture“, föngun ríkisvaldsins. Ofan á allt býður Katrín sig fram á meðan hún er enn forsætisráðherra og notar því opinber völd sem henni hefur verið trúað fyrir, þau æðstu í landinu, í eiginhagsmunaskyni. Lágmark hefði verið að víkja úr embætti fyrst. Íslendingum hættir til að líta á ákvarðanir valdastéttarinnar út frá einstaklingshyggju - hann er hæfur, hún er vond, hán má það og svo framvegis.Í stað þess að hugsa siðferðilega um skyldur opinberra aðila gagnvart samfélaginu (eins og gert er í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis). Siðferðið er félagslegt en ekki atómískt. Framboð Katrínar grefur undan trausti og veldur hættulegri samþjöppun þess valds sem einmitt er ætlað til valddreifingar, aðhalds og eftirlits með spilltum ríkisstjórnum.Þau orð berast að framboðið sé þegar orðið að álitshnekki á alþjóðavísu, Íslandi til skaða. Vanvirðing Katrínar við stjórnskipunina er enn eitt dæmið um virðingarleysi ráðandi stjórnmálamanna við stjórnarskrána (einn þeirra var dæmdur í Landsdómi). Þess vegna er bráðnauðsynlegt að fá nýja „andspillingar“ stjórnaskrá – þessa sem mótuð var eftir Hrun af fólki kjörnu beint af almenningi – og bæta í þá góðu stjórnarskrá ákvæði um að þingmenn og ráðherrar megi ekki bjóða sig fram til forseta fyrr en að ákveðnum árafjölda liðnum frá setu. Valddreifing og aðhald (checks and balances) er mikilvægasta vörnin gegn spillingu í lýðræðisríkjum. Í ljósi stjórnskipunar Íslands má starfandi forsætisráðherra landsins aldrei bjóða sig fram til forseta. Katrínu ber að draga framboð sitt til baka og biðjast afsökunar á frumhlaupinu. Ef ekki þá verður þjóðin að vernda lýðræðið gegn siðblindri og sjálfselskri valdsækni æðsta valdamanns landsins. Höfundur er heimspekingur sérmenntaður í spillingarfræðum og gaf nýlega út bók um spillingu: Eimreiðarelítan spillingarsaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Fróðir menn segja okkur að enginn starfandi forsætisráðherra Evrópu hafi nokkru sinni boðið sig fram til forseta í þroskuðu lýðræðisríki. Ástæðan gæti verið sú að slík ásælni í valdþyki spillt. Enginn ber jafn mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni og forsætisráðherra, leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsstjórn ber hann ríka ábyrgð gagnvart samstarfsflokkum og sem leiðtogi stjórnmálaflokks ríka ábyrgð gagnvart flokksmönnum. Líta má á spillingu sem misnotkun opinbers umboðs í eigin þágu. Forsætisráðherranum ber að halda í heiðri skyldur sínar gagnvart þjóðinni, samstarfsflokkum og eigin flokksmönnum – og virða þeir skyldur umfram eigin hagsmuni og starfsframa.Strax þess vegna má líta á framboð Katrínar sem misnotkun á opinberu valdi. Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni með ásælni í hátt launað starf og einstaklingsbundin pólitísk völd. Verr lítur málið út þegar haft er í huga að meginhlutverk forseta Íslands er að tryggja valddreifingu og veita ríkisstjórn landsins aðhald. Forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í vörnum gegn spillingu. Framboð sitjandi forsætisráðherra er því sjálfkrafa aðför að stjórnskipun landsins og gróf vanvirðing við anda og markmið stjórnarskrár Íslands. Augljóst er að forsætisráðherra getur ekki veitt ríkisstjórn, sem er að stofni til hans eigin, aðhald. Forsetinn verður þá ófær um að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Lesendur geta skemmt sér við myndir eins og: Jóhanna Sigurðardóttir gerist forseti, Steingrímur J. verður forsætisráðherra og Jóhanna á að skrifa eða skrifa ekki undir Icesave-samningana. Sambærilegt dæmi væri ef Davíð hefði gerst forseti og átt að taka afstöðu til nýrra fjölmiðlalaga sem hann mótaði sjálfur. Allt tragíkómískt auðvitað. Ekki bætir úr skák að Katrín heldur því fram að forsetaembættið sé ópólitískt og að hún verði ópólitískur forseti. Það er óheppilegt fyrir Katrínu að hún hafði allt aðra skoðun á Alþingi í nýlegri framsögu sinni fyrir breytingum á stjórnarskrá. Þá taldi hún að forsetaembættið væri pólitískt. Þessi grófa blekking nú gagnvart almenningi er augljóslega sett fram til að fela valdsmisnotkunina sem einmitt varðar hið rammpólitíska hlutverk forseta, m.a. málskotsréttinn. Það lýsir ágætlega hagsmunaárekstra-vefnum sem Katrín hefur fest sig í að hún sjálf lagði til, í fyrrnefndu frumvarpi sem unnið er að áfram á Alþingi, að kosningar til forseta yrðu á sex ára fresti en ekki fjögurra, auk annarra breytinga. Samt telur hún eðlilegt að hún geti vippað sér yfir og tekið við embættinu. Á máli spillingarinnar nefnist þetta, „state capture“, föngun ríkisvaldsins. Ofan á allt býður Katrín sig fram á meðan hún er enn forsætisráðherra og notar því opinber völd sem henni hefur verið trúað fyrir, þau æðstu í landinu, í eiginhagsmunaskyni. Lágmark hefði verið að víkja úr embætti fyrst. Íslendingum hættir til að líta á ákvarðanir valdastéttarinnar út frá einstaklingshyggju - hann er hæfur, hún er vond, hán má það og svo framvegis.Í stað þess að hugsa siðferðilega um skyldur opinberra aðila gagnvart samfélaginu (eins og gert er í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis). Siðferðið er félagslegt en ekki atómískt. Framboð Katrínar grefur undan trausti og veldur hættulegri samþjöppun þess valds sem einmitt er ætlað til valddreifingar, aðhalds og eftirlits með spilltum ríkisstjórnum.Þau orð berast að framboðið sé þegar orðið að álitshnekki á alþjóðavísu, Íslandi til skaða. Vanvirðing Katrínar við stjórnskipunina er enn eitt dæmið um virðingarleysi ráðandi stjórnmálamanna við stjórnarskrána (einn þeirra var dæmdur í Landsdómi). Þess vegna er bráðnauðsynlegt að fá nýja „andspillingar“ stjórnaskrá – þessa sem mótuð var eftir Hrun af fólki kjörnu beint af almenningi – og bæta í þá góðu stjórnarskrá ákvæði um að þingmenn og ráðherrar megi ekki bjóða sig fram til forseta fyrr en að ákveðnum árafjölda liðnum frá setu. Valddreifing og aðhald (checks and balances) er mikilvægasta vörnin gegn spillingu í lýðræðisríkjum. Í ljósi stjórnskipunar Íslands má starfandi forsætisráðherra landsins aldrei bjóða sig fram til forseta. Katrínu ber að draga framboð sitt til baka og biðjast afsökunar á frumhlaupinu. Ef ekki þá verður þjóðin að vernda lýðræðið gegn siðblindri og sjálfselskri valdsækni æðsta valdamanns landsins. Höfundur er heimspekingur sérmenntaður í spillingarfræðum og gaf nýlega út bók um spillingu: Eimreiðarelítan spillingarsaga.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun