Fyrrverandi Marvel-illmenni slapp við fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 15:07 Jonathan Majors etir að hann var fundinn sekur um líkamsárás í New York í desember. Refsing hans var ákveðin í dag. Hann sleppur við fangelsisvist en þarf að sækja sér meðferð. AP/Seth Wenig Bandaríski leikarinn Jonathan Majors hlaut skilorðdóm og var skipað að sækja sér ráðgjöf fyrir að ráðast á fyrrverandi kærustu sína í dag. Hann átti allt að árs fangelsisdóm yfir höfði sér. Auk sálfræðiráðgjafar þarf Majors að sækja meðferð fyrir ofbeldismenn. Hann komst þó undan fangelsisrefsingu. Majors var fundinn sekur um líkamsárás gegn Grace Jabbari, þáverandi kærustu sinni, í desember. Strax í kjölfarið sparkaði myndasögurisinn Marvel honum úr hlutverki Kangs, persónunnar sem átti að vera aðalvarmenni kvikmynda- og sjónvarpsþáttaheimsins sem byggist á ofurhetjum fyrirtækisins. Jabbari sagði fyrir dómi að árásin, sem átti sér stað í mars í fyrra, hefði valdið sér miklum líkamlegum og andlegum sársauka. Hún sakaði Majors um að ráðast á sig í aftursæti bíls sem þau voru farþegar í, löðrungað sig, snúið upp á handlegginn á henni og kreist fingur hennar þannig að hann brotnaði. Majors hélt því fram að Jabbari hefði átt upptökin. Hún hafi tryllst af abrýðisemi eftir að hún las textaskilaboð frá annarri konu í símanum hans. Hann hafi aðeins reynt að ná símanum aftur og komast frá Jabbari. Þrátt fyrir skilorðsdóminn nú er Majors ekki lausa allra mála enn. Jabbari höfðaði einkamál gegn honum fyrir dómstól í New York. Í því máli sakar hún hann um líkamsárás, barsmíðar, ærumeiðingar og um að valda sér tilfinningalegu tjóni. Hann hafi beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi sem stigmagnaðist á meðan á sambandi þeirra stóð frá 2021 til 2023. Heimilisofbeldi Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Auk sálfræðiráðgjafar þarf Majors að sækja meðferð fyrir ofbeldismenn. Hann komst þó undan fangelsisrefsingu. Majors var fundinn sekur um líkamsárás gegn Grace Jabbari, þáverandi kærustu sinni, í desember. Strax í kjölfarið sparkaði myndasögurisinn Marvel honum úr hlutverki Kangs, persónunnar sem átti að vera aðalvarmenni kvikmynda- og sjónvarpsþáttaheimsins sem byggist á ofurhetjum fyrirtækisins. Jabbari sagði fyrir dómi að árásin, sem átti sér stað í mars í fyrra, hefði valdið sér miklum líkamlegum og andlegum sársauka. Hún sakaði Majors um að ráðast á sig í aftursæti bíls sem þau voru farþegar í, löðrungað sig, snúið upp á handlegginn á henni og kreist fingur hennar þannig að hann brotnaði. Majors hélt því fram að Jabbari hefði átt upptökin. Hún hafi tryllst af abrýðisemi eftir að hún las textaskilaboð frá annarri konu í símanum hans. Hann hafi aðeins reynt að ná símanum aftur og komast frá Jabbari. Þrátt fyrir skilorðsdóminn nú er Majors ekki lausa allra mála enn. Jabbari höfðaði einkamál gegn honum fyrir dómstól í New York. Í því máli sakar hún hann um líkamsárás, barsmíðar, ærumeiðingar og um að valda sér tilfinningalegu tjóni. Hann hafi beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi sem stigmagnaðist á meðan á sambandi þeirra stóð frá 2021 til 2023.
Heimilisofbeldi Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira