Þjófarnir leika lausum hala Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2024 12:11 Lýst var eftir þjófunum tveimur þann 26. mars síðastliðinn. Þeir eru enn ófundnir. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. Tvær vikur sléttar eru nú liðnar síðan starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar luku við að tæma spilakassa Videomarkaðarins Hamraborgar að morgni mánudagsins 25. mars. Þeir óku hvítum litlum sendiferðabíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Catalinu, hinum megin við götuna, og héldu inn til að tæma spilakassana þar. Á upptöku úr öryggismyndavél sést samkvæmt heimildum fréttastofu hvernig Toyotu Yaris er bakkað í hraði að skotti bíls Öryggismiðstöðvarinnar. Á innan við tíu sekúndum tekst þjófunum að opna skottið, henda peningatöskunum í bíl sinn og bruna á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Þetta var á tíunda tímanum um morguninn. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Toyotu Yaris bíl á þriðja tímanum eftir hádegið en tilgreindi ekki hvers vegna. Bíllinn er ófundinn. Það var ekki fyrr en að morgni þriðjudags sem málið komst í fjölmiðla. Töskurnar fundust tómar í Mosfellsbæ og á Esjumelum. Óvíst er hvort litasprengjur sem voru í töskunum hafi virkað. Þá hefur lögregla sagt óvíst hvort þjófarnir hafi komist úr landi. Öryggismiðstöðin hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni, sagði í skriflegu svari til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að farið verði yfir alla ferla með Öryggismiðstöðinni og stefnt á áframhaldandi samstarf. Happdrætti Háskóla Íslands segist tryggt fyrir þjófnaðinum sem sé mikill léttir enda um háa upphæð að ræða. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna málsins og ekkert nýtt að frétta. Málið sé á fullu í rannsókn og verið sé að elta vísbendingar sem lögreglan hafi. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Tvær vikur sléttar eru nú liðnar síðan starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar luku við að tæma spilakassa Videomarkaðarins Hamraborgar að morgni mánudagsins 25. mars. Þeir óku hvítum litlum sendiferðabíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Catalinu, hinum megin við götuna, og héldu inn til að tæma spilakassana þar. Á upptöku úr öryggismyndavél sést samkvæmt heimildum fréttastofu hvernig Toyotu Yaris er bakkað í hraði að skotti bíls Öryggismiðstöðvarinnar. Á innan við tíu sekúndum tekst þjófunum að opna skottið, henda peningatöskunum í bíl sinn og bruna á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Þetta var á tíunda tímanum um morguninn. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Toyotu Yaris bíl á þriðja tímanum eftir hádegið en tilgreindi ekki hvers vegna. Bíllinn er ófundinn. Það var ekki fyrr en að morgni þriðjudags sem málið komst í fjölmiðla. Töskurnar fundust tómar í Mosfellsbæ og á Esjumelum. Óvíst er hvort litasprengjur sem voru í töskunum hafi virkað. Þá hefur lögregla sagt óvíst hvort þjófarnir hafi komist úr landi. Öryggismiðstöðin hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni, sagði í skriflegu svari til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að farið verði yfir alla ferla með Öryggismiðstöðinni og stefnt á áframhaldandi samstarf. Happdrætti Háskóla Íslands segist tryggt fyrir þjófnaðinum sem sé mikill léttir enda um háa upphæð að ræða. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna málsins og ekkert nýtt að frétta. Málið sé á fullu í rannsókn og verið sé að elta vísbendingar sem lögreglan hafi.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira