Óttinn í einmenningarsamfélaginu á Íslandi Matthildur Björnsdóttir skrifar 8. apríl 2024 18:01 Það var athyglisvert að lesa orð Auðbjargar Reynisdóttur um slæmt ástand í heilbrigðiskerfinu á Íslandi sem væri á við torfhýsa-hugsun. Ég þurfti aldrei að lenda alvarlega í því þann tíma sem ég var á landinu, þó að ég hafi verið sett í sjö vikna geymslu á Landakoti frá því að hafa orðið ansi blóðlaus sem unglingur árið 1964. Það er sérkennileg saga í sjálfu sér og innihélt þó nokkurn skammt af smán. Ég veit þó frá að búa í Ástralíu og lesa blöð á netinu, að hægri lið í stjórnmálum eru ekki svo á því að halda sjúkrahúsum og heilbrigðisþjónustu eins og þarf. En skilja ekki þá staðreynd: Að ef þau vilja fleiri innflytjendur og þegna, þýðir það að þá þarf alltaf að sjá um að heilbrigðiskerfið og sjúkrahús séu fær um að sinna þeim fjölda, og þeim sjúkdómum sem koma upp. Það hefur líka gerst hér en meira frá Covid tímanum að sjúkrabílar þurfa að sitja á römpum fyrir utan sjúkrahúsin síðustu árin vegna skorts á rúmum og starfsliði og fólk dáið í sjúkrabílunum. Það er auðvitað ekki vegna einmenningar hér, heldur vals um hvað stjórnir velji að gera við skattpeninga þegnanna. Það er líka að gerast í Bretlandi. Það er því mjög ljúft að lesa að yfirvöld í Noregi hafi hærri verðgildi þegar kemur að slíku sem allar þjóðir ættu að læra af. Ástralska þjóðin sneri svo yfir í Labour í ríkisstjórn og mörgum fylkjum. En það tekur sinn tíma að koma nægum einstaklingum í gegn um það nám sem þarf til að bæta upp starfslið og rúm til að setja veika fólkið í. ÞETTA MEÐ ÓTTA Í EINMENNINGARSAMFÉLAGI ER SVO ÖNNUR ELLA Þegar Auðbjörg nefndi fámennið sem hugsanlega ástæðu á Íslandi, þá tengi ég vel við það hugarfar, af því að ég lifði við það í ýmsum tilbrigðum frá blautu barnsbeini. Ótal atriði ótta sem var í mannverum um „Hvað aðrir ættu ekki að vita um þau, og hvað aðrir gætu sagt um þau“. Sem var gagnstætt því sem hinn Ástralski söngvari Peter Garrett sagði að foreldrar hans höfðu sagt honum. Það voru hin vitru orð: Að hann ætti að lifa köllun sína og ekki hafa áhyggjur af því hvað aðrir hugsuðu og segðu um hann. Það var enginn að segja stelpum á Íslandi á þeim tímum svo að ég vissi að maður ætti að hafa sjálfsöryggið, og ekki vera með áhyggjur af því hvað öðrum fyndist. En auðvitað viljum við stundum fá skoðanir þeirra sem við þekkjum og treystum þegar við þurfum annað sjónarhorn. Ég sá seinna, að sem betur fer höfðu verið til foreldrar sem voru ekki í þeim hugarheimi og byggðu dætur sínar upp innan frá fyrir sjálfstraust. Auðvitað er lífið ekki endilega alltaf það klippt og skorið, en sú hugsun væri það að veita mannverunni meira innra sjálfvirði. Ég heyrði aldrei slík orð. Ég heyrði mest þá hugsun að maður ætti í raun að óttast hvað öðrum gæti þótt um mann, og hvernig maður væri klæddur. Það var mjög brengluð hugsun í raun, þegar úrval af fötum var takmarkað í landinu. Og ólíklegt að of margir aðrir væru að fárast yfir klæðnaði annarra. Nema sú manneskja sem var að ala slíkan ótta í sér fyrir og um sig og aðra. Svo var ekki auðvelt fyrir stelpu sem er 1.55 að hæð að fá rétta stærð af fötum fyrir sig, fyrr en er hér í Ástralíu. Viðhorfið í alla vega ansi mörgum, virtist vera það, að allir ættu að blandast saman án sérstaks persónuleika, eins og um efni í köku væri að ræða, sem samt var greinilega langt frá því að vera það sem maður sá og heyrði í kring um sig. Það var sérkennilegt að vera svo oft sagt að maður ætti að vera eins og Jóna eða Gunna, en alls ekki maður sjálfur. Afneitun á virði sjálfsmeðvitundar í uppeldi á börnum var með ólíkindum. Og þar með mikil tilfinningaleg óhollusta. Meðvirkni á „Steriods“. Að halda fólki sem formúlu án upplifunar á sjálfi og sér sem einstaklingi. Það var ansi kyrkingarlegt viðhorf af ótta fámenns samfélags. MANNVERUR KOMA Í ÖLLUM HÚÐLITUM OG EIGA RÉTT Á JAFNRÉTTI Svo var ég að lesa viðtal við unga konu Júlíönu Dögg Önnudóttur Chipa sem upplifir það sem hugtakið „Húðlitar fóbía“ er á Íslandi og þykir það auðvitað sárt og erfitt. Það orð „Húðlitar fóbía“ að því er ég tel er nýrði mitt sem kom inn í heilabúið á mér fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Húðlitar fóbía“ er mjög vanþroskað viðhorf þar sem allar manneskjur með hvaða húðlit sem er, eru mannverur. Slæmt viðhorf sem kom því miður frá prestum fortíðar sem situr því miður í heilabúum of margra enn í dag, og kom líka frá hreyfingum eins og Ku Klux Klan. Hreyfing sem vildi halda því fram að þau sem fæddust með hvíta húð, væru nær því að vera samþykkt af almættinu, en þau sem skaparinn setti á jörðina sem hefðu annarskonar húðliti vegna umhverfis þeirra. Frá þeirri staðreynd að foreldrar mínir sem höfðu búið í öðrum löndum heyrðum við aldrei að neinn kynflokkur væri æðri eða betri en annar. Veruleiki sem bar skilaboðiðað það að húð okkar væri hvít, var bara umhverfislegt, án þess að það væri sagt. Og að búa í Adelaide í Ástralíu. Landi sem mannverur allsstaðar frá úr heiminum búa staðfestir þann veruleika fyrir mér. Sem betur fer hef ég ekki vitnað þessi fóbíu í kring um mig hér. En ég veit því miður að sumir hér eru enn með fordóma sem birtist mest í fréttum varðandi frumbyggjana sem er þó um meira en bara um húðlitinn. Ég var af ýmsum séð sem dvergur á Íslandi sem barn og unglingur að börn öskruðu á mig úti á götu, að þarna væri dvergur. En ég gat aldrei sagt neitt gegn þeim. Ástand sem ég hef ekki, heldur fékk ekki að fá sama fjölda sentimetra upp vegna röntgenmynda sem voru teknar af mér sem ungbarni, og mér sagt seinna að það væri ástæðan. Af því að hæð líkama míns var séð sem ekki nærri nógu glæsilegt. 1.70 var hæðin séð sem rétt og flott þá, alla vega af mörgum í kring um mig. Nokkuð sem allar konur ættu að vera, eða jafnvel hærri. En hér er ég ósköp venjuleg að hæð í fjölbreytni líkams-hæða einstaklinga hvaðan æva að. Mannverur með hvíta húð eru ekkert betri en mannverur með hvaða annan húðlit sem skaparinn hefur lagt til. Það er sem betur fer langur listi til af mannverum sem hafa haft hvaða annan húðlit en hvítan, sem hafa sett mögnuð áhrif á mannkyn og er Martin Lúther King einn, Nelson Mandela annar, Desmond Tutu og auðvitað milljónir annarra einstaklinga sem hafa gert mannkyni mikinn greiða þó að viska þeirra hafi ekki verið tekin inn af öllum sem heyrðu. Þar á Oprah Whinfrey sérstakt pláss í hjarta mínu af því að þættir hennar sýndu inn í svo margt um mannlega hegðun, sem hefði aldrei mátt sýna eða tala um á Íslandi minna tíma. Það hvað hver mannvera sé að eðli er það sem skiptir máli, ekki húðlitur. Frá þeirri reynslu sem Júlíana lýsti í viðtalinu sýndi að þessi dýrkun á hvítri húð er enn djúpt í hugum sumra einstaklinga og það þó að þau séu að vinna í háskóla. Sú menntun hefur ekki breytt því viðhorfi nærri nógu mikið. Nú eru þrjátíu ár síðan að fólk með hvíta húð hundsaði útrýmingar fólksins í Ruvanda sagði sitt um þessa húðlitar fóbíu. Það að enginn í hinum vestræna heimi hvítsskinnunga reisti hönd til að enda það sagði og segir söguna um dýrkunina á þeim sem hafa hvíta eða föla húð. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að lesa orð Auðbjargar Reynisdóttur um slæmt ástand í heilbrigðiskerfinu á Íslandi sem væri á við torfhýsa-hugsun. Ég þurfti aldrei að lenda alvarlega í því þann tíma sem ég var á landinu, þó að ég hafi verið sett í sjö vikna geymslu á Landakoti frá því að hafa orðið ansi blóðlaus sem unglingur árið 1964. Það er sérkennileg saga í sjálfu sér og innihélt þó nokkurn skammt af smán. Ég veit þó frá að búa í Ástralíu og lesa blöð á netinu, að hægri lið í stjórnmálum eru ekki svo á því að halda sjúkrahúsum og heilbrigðisþjónustu eins og þarf. En skilja ekki þá staðreynd: Að ef þau vilja fleiri innflytjendur og þegna, þýðir það að þá þarf alltaf að sjá um að heilbrigðiskerfið og sjúkrahús séu fær um að sinna þeim fjölda, og þeim sjúkdómum sem koma upp. Það hefur líka gerst hér en meira frá Covid tímanum að sjúkrabílar þurfa að sitja á römpum fyrir utan sjúkrahúsin síðustu árin vegna skorts á rúmum og starfsliði og fólk dáið í sjúkrabílunum. Það er auðvitað ekki vegna einmenningar hér, heldur vals um hvað stjórnir velji að gera við skattpeninga þegnanna. Það er líka að gerast í Bretlandi. Það er því mjög ljúft að lesa að yfirvöld í Noregi hafi hærri verðgildi þegar kemur að slíku sem allar þjóðir ættu að læra af. Ástralska þjóðin sneri svo yfir í Labour í ríkisstjórn og mörgum fylkjum. En það tekur sinn tíma að koma nægum einstaklingum í gegn um það nám sem þarf til að bæta upp starfslið og rúm til að setja veika fólkið í. ÞETTA MEÐ ÓTTA Í EINMENNINGARSAMFÉLAGI ER SVO ÖNNUR ELLA Þegar Auðbjörg nefndi fámennið sem hugsanlega ástæðu á Íslandi, þá tengi ég vel við það hugarfar, af því að ég lifði við það í ýmsum tilbrigðum frá blautu barnsbeini. Ótal atriði ótta sem var í mannverum um „Hvað aðrir ættu ekki að vita um þau, og hvað aðrir gætu sagt um þau“. Sem var gagnstætt því sem hinn Ástralski söngvari Peter Garrett sagði að foreldrar hans höfðu sagt honum. Það voru hin vitru orð: Að hann ætti að lifa köllun sína og ekki hafa áhyggjur af því hvað aðrir hugsuðu og segðu um hann. Það var enginn að segja stelpum á Íslandi á þeim tímum svo að ég vissi að maður ætti að hafa sjálfsöryggið, og ekki vera með áhyggjur af því hvað öðrum fyndist. En auðvitað viljum við stundum fá skoðanir þeirra sem við þekkjum og treystum þegar við þurfum annað sjónarhorn. Ég sá seinna, að sem betur fer höfðu verið til foreldrar sem voru ekki í þeim hugarheimi og byggðu dætur sínar upp innan frá fyrir sjálfstraust. Auðvitað er lífið ekki endilega alltaf það klippt og skorið, en sú hugsun væri það að veita mannverunni meira innra sjálfvirði. Ég heyrði aldrei slík orð. Ég heyrði mest þá hugsun að maður ætti í raun að óttast hvað öðrum gæti þótt um mann, og hvernig maður væri klæddur. Það var mjög brengluð hugsun í raun, þegar úrval af fötum var takmarkað í landinu. Og ólíklegt að of margir aðrir væru að fárast yfir klæðnaði annarra. Nema sú manneskja sem var að ala slíkan ótta í sér fyrir og um sig og aðra. Svo var ekki auðvelt fyrir stelpu sem er 1.55 að hæð að fá rétta stærð af fötum fyrir sig, fyrr en er hér í Ástralíu. Viðhorfið í alla vega ansi mörgum, virtist vera það, að allir ættu að blandast saman án sérstaks persónuleika, eins og um efni í köku væri að ræða, sem samt var greinilega langt frá því að vera það sem maður sá og heyrði í kring um sig. Það var sérkennilegt að vera svo oft sagt að maður ætti að vera eins og Jóna eða Gunna, en alls ekki maður sjálfur. Afneitun á virði sjálfsmeðvitundar í uppeldi á börnum var með ólíkindum. Og þar með mikil tilfinningaleg óhollusta. Meðvirkni á „Steriods“. Að halda fólki sem formúlu án upplifunar á sjálfi og sér sem einstaklingi. Það var ansi kyrkingarlegt viðhorf af ótta fámenns samfélags. MANNVERUR KOMA Í ÖLLUM HÚÐLITUM OG EIGA RÉTT Á JAFNRÉTTI Svo var ég að lesa viðtal við unga konu Júlíönu Dögg Önnudóttur Chipa sem upplifir það sem hugtakið „Húðlitar fóbía“ er á Íslandi og þykir það auðvitað sárt og erfitt. Það orð „Húðlitar fóbía“ að því er ég tel er nýrði mitt sem kom inn í heilabúið á mér fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Húðlitar fóbía“ er mjög vanþroskað viðhorf þar sem allar manneskjur með hvaða húðlit sem er, eru mannverur. Slæmt viðhorf sem kom því miður frá prestum fortíðar sem situr því miður í heilabúum of margra enn í dag, og kom líka frá hreyfingum eins og Ku Klux Klan. Hreyfing sem vildi halda því fram að þau sem fæddust með hvíta húð, væru nær því að vera samþykkt af almættinu, en þau sem skaparinn setti á jörðina sem hefðu annarskonar húðliti vegna umhverfis þeirra. Frá þeirri staðreynd að foreldrar mínir sem höfðu búið í öðrum löndum heyrðum við aldrei að neinn kynflokkur væri æðri eða betri en annar. Veruleiki sem bar skilaboðiðað það að húð okkar væri hvít, var bara umhverfislegt, án þess að það væri sagt. Og að búa í Adelaide í Ástralíu. Landi sem mannverur allsstaðar frá úr heiminum búa staðfestir þann veruleika fyrir mér. Sem betur fer hef ég ekki vitnað þessi fóbíu í kring um mig hér. En ég veit því miður að sumir hér eru enn með fordóma sem birtist mest í fréttum varðandi frumbyggjana sem er þó um meira en bara um húðlitinn. Ég var af ýmsum séð sem dvergur á Íslandi sem barn og unglingur að börn öskruðu á mig úti á götu, að þarna væri dvergur. En ég gat aldrei sagt neitt gegn þeim. Ástand sem ég hef ekki, heldur fékk ekki að fá sama fjölda sentimetra upp vegna röntgenmynda sem voru teknar af mér sem ungbarni, og mér sagt seinna að það væri ástæðan. Af því að hæð líkama míns var séð sem ekki nærri nógu glæsilegt. 1.70 var hæðin séð sem rétt og flott þá, alla vega af mörgum í kring um mig. Nokkuð sem allar konur ættu að vera, eða jafnvel hærri. En hér er ég ósköp venjuleg að hæð í fjölbreytni líkams-hæða einstaklinga hvaðan æva að. Mannverur með hvíta húð eru ekkert betri en mannverur með hvaða annan húðlit sem skaparinn hefur lagt til. Það er sem betur fer langur listi til af mannverum sem hafa haft hvaða annan húðlit en hvítan, sem hafa sett mögnuð áhrif á mannkyn og er Martin Lúther King einn, Nelson Mandela annar, Desmond Tutu og auðvitað milljónir annarra einstaklinga sem hafa gert mannkyni mikinn greiða þó að viska þeirra hafi ekki verið tekin inn af öllum sem heyrðu. Þar á Oprah Whinfrey sérstakt pláss í hjarta mínu af því að þættir hennar sýndu inn í svo margt um mannlega hegðun, sem hefði aldrei mátt sýna eða tala um á Íslandi minna tíma. Það hvað hver mannvera sé að eðli er það sem skiptir máli, ekki húðlitur. Frá þeirri reynslu sem Júlíana lýsti í viðtalinu sýndi að þessi dýrkun á hvítri húð er enn djúpt í hugum sumra einstaklinga og það þó að þau séu að vinna í háskóla. Sú menntun hefur ekki breytt því viðhorfi nærri nógu mikið. Nú eru þrjátíu ár síðan að fólk með hvíta húð hundsaði útrýmingar fólksins í Ruvanda sagði sitt um þessa húðlitar fóbíu. Það að enginn í hinum vestræna heimi hvítsskinnunga reisti hönd til að enda það sagði og segir söguna um dýrkunina á þeim sem hafa hvíta eða föla húð. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun