Kjósum ekki Crassus Arnaldur Bárðarson skrifar 8. apríl 2024 08:15 Ég fór í tiltekt. Fyrir eitthvert ótrúlegt hirðuleysi hef ég verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef aðgerðarlaust horft upp á margvíslega spillingu dafna í íslensku samfélagi. Eignir skipta um hendur. Sjóðir um vasa og einn græðir á annars nauð. Ég hef leyft flokksaðild minni að liggja eins og draslið í geymslunni sem ég nenni ekki að henda. En nú sagði ég mig úr flokknum sem ég hef hvort eð er aldrei átt samleið með. Verst að ég á samleið með fáum flokkum. Ég er víst einfari og þá utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður. En ég fagna tiltektinni og finnst ég á einhvern hátt frjáls eins og þegar ég hendi úr geymslunni því sem aldrei er notað og engum gagnast. Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit. Við erum flest áhorfendur en ekki þátttakendur í gleðileikunum. Miðann í leikhús fáránleikans greiðum við dýru verði. Með öfurvöxtum og álögum af öllu tagi. Við erum þöglu áhorfendurnir sem aldrei nenna að kasta ruslinu út úr geymslunni, - leikhúsinu. En sópum gólfin með tungunni í hver skipti er leikararnir kasta einhverju til okkar. Nú eru það ókeypis skólamáltíðir sem fá okkur til að sleikja útum og þegja. Marcus Licinius Crassus var rómverskur stjórnmálamaður (f. 115 f.kr) er myndaði bandalag með Júlíusi Sesar og Pompeiusi. Crassusi tókst að verða ríkasti maður sinnar tíðar og líklega allra tíma. Gegnum pólitísk ítök réði hann yfir slökkviliðinu í Róm. Hann lét slökkviliðið innheimta verndartolla og ef það gekk ekki þá brenndi hann hús og hirti svo lóðirnar og byggði á þeim aftur. Á þessu og ýmsu braski græddist mikið fé. Pólitísk spilling? Já auðvitað í hæstu hæðum. Fyrirmynd hins spillta og gráðuga. Crassus var hreinlega óstöðvandi í metnaði sínum og græðgi. Örlög hans urðu að hann fór í mikla herferð til að auka auðlegð sína. Hann beið mikinn ósigur þar sem nú er tyrkneski bærinn Harran en sagan segir að óvinir hans hafi drepið hann með að hella upp í hann bráðnu gulli. Það er táknrænt fyrir hinn ríka og gráðuga sem aldrei fær nóg. Crassus fékk meira gull en hann gat drukkið. Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð. Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon "hinn nýja" sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana. Höfundur er prestur á Heydölum í Breiðdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í tiltekt. Fyrir eitthvert ótrúlegt hirðuleysi hef ég verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef aðgerðarlaust horft upp á margvíslega spillingu dafna í íslensku samfélagi. Eignir skipta um hendur. Sjóðir um vasa og einn græðir á annars nauð. Ég hef leyft flokksaðild minni að liggja eins og draslið í geymslunni sem ég nenni ekki að henda. En nú sagði ég mig úr flokknum sem ég hef hvort eð er aldrei átt samleið með. Verst að ég á samleið með fáum flokkum. Ég er víst einfari og þá utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður. En ég fagna tiltektinni og finnst ég á einhvern hátt frjáls eins og þegar ég hendi úr geymslunni því sem aldrei er notað og engum gagnast. Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit. Við erum flest áhorfendur en ekki þátttakendur í gleðileikunum. Miðann í leikhús fáránleikans greiðum við dýru verði. Með öfurvöxtum og álögum af öllu tagi. Við erum þöglu áhorfendurnir sem aldrei nenna að kasta ruslinu út úr geymslunni, - leikhúsinu. En sópum gólfin með tungunni í hver skipti er leikararnir kasta einhverju til okkar. Nú eru það ókeypis skólamáltíðir sem fá okkur til að sleikja útum og þegja. Marcus Licinius Crassus var rómverskur stjórnmálamaður (f. 115 f.kr) er myndaði bandalag með Júlíusi Sesar og Pompeiusi. Crassusi tókst að verða ríkasti maður sinnar tíðar og líklega allra tíma. Gegnum pólitísk ítök réði hann yfir slökkviliðinu í Róm. Hann lét slökkviliðið innheimta verndartolla og ef það gekk ekki þá brenndi hann hús og hirti svo lóðirnar og byggði á þeim aftur. Á þessu og ýmsu braski græddist mikið fé. Pólitísk spilling? Já auðvitað í hæstu hæðum. Fyrirmynd hins spillta og gráðuga. Crassus var hreinlega óstöðvandi í metnaði sínum og græðgi. Örlög hans urðu að hann fór í mikla herferð til að auka auðlegð sína. Hann beið mikinn ósigur þar sem nú er tyrkneski bærinn Harran en sagan segir að óvinir hans hafi drepið hann með að hella upp í hann bráðnu gulli. Það er táknrænt fyrir hinn ríka og gráðuga sem aldrei fær nóg. Crassus fékk meira gull en hann gat drukkið. Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð. Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon "hinn nýja" sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana. Höfundur er prestur á Heydölum í Breiðdal.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun