Kjósum ekki Crassus Arnaldur Bárðarson skrifar 8. apríl 2024 08:15 Ég fór í tiltekt. Fyrir eitthvert ótrúlegt hirðuleysi hef ég verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef aðgerðarlaust horft upp á margvíslega spillingu dafna í íslensku samfélagi. Eignir skipta um hendur. Sjóðir um vasa og einn græðir á annars nauð. Ég hef leyft flokksaðild minni að liggja eins og draslið í geymslunni sem ég nenni ekki að henda. En nú sagði ég mig úr flokknum sem ég hef hvort eð er aldrei átt samleið með. Verst að ég á samleið með fáum flokkum. Ég er víst einfari og þá utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður. En ég fagna tiltektinni og finnst ég á einhvern hátt frjáls eins og þegar ég hendi úr geymslunni því sem aldrei er notað og engum gagnast. Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit. Við erum flest áhorfendur en ekki þátttakendur í gleðileikunum. Miðann í leikhús fáránleikans greiðum við dýru verði. Með öfurvöxtum og álögum af öllu tagi. Við erum þöglu áhorfendurnir sem aldrei nenna að kasta ruslinu út úr geymslunni, - leikhúsinu. En sópum gólfin með tungunni í hver skipti er leikararnir kasta einhverju til okkar. Nú eru það ókeypis skólamáltíðir sem fá okkur til að sleikja útum og þegja. Marcus Licinius Crassus var rómverskur stjórnmálamaður (f. 115 f.kr) er myndaði bandalag með Júlíusi Sesar og Pompeiusi. Crassusi tókst að verða ríkasti maður sinnar tíðar og líklega allra tíma. Gegnum pólitísk ítök réði hann yfir slökkviliðinu í Róm. Hann lét slökkviliðið innheimta verndartolla og ef það gekk ekki þá brenndi hann hús og hirti svo lóðirnar og byggði á þeim aftur. Á þessu og ýmsu braski græddist mikið fé. Pólitísk spilling? Já auðvitað í hæstu hæðum. Fyrirmynd hins spillta og gráðuga. Crassus var hreinlega óstöðvandi í metnaði sínum og græðgi. Örlög hans urðu að hann fór í mikla herferð til að auka auðlegð sína. Hann beið mikinn ósigur þar sem nú er tyrkneski bærinn Harran en sagan segir að óvinir hans hafi drepið hann með að hella upp í hann bráðnu gulli. Það er táknrænt fyrir hinn ríka og gráðuga sem aldrei fær nóg. Crassus fékk meira gull en hann gat drukkið. Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð. Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon "hinn nýja" sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana. Höfundur er prestur á Heydölum í Breiðdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég fór í tiltekt. Fyrir eitthvert ótrúlegt hirðuleysi hef ég verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef aðgerðarlaust horft upp á margvíslega spillingu dafna í íslensku samfélagi. Eignir skipta um hendur. Sjóðir um vasa og einn græðir á annars nauð. Ég hef leyft flokksaðild minni að liggja eins og draslið í geymslunni sem ég nenni ekki að henda. En nú sagði ég mig úr flokknum sem ég hef hvort eð er aldrei átt samleið með. Verst að ég á samleið með fáum flokkum. Ég er víst einfari og þá utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður. En ég fagna tiltektinni og finnst ég á einhvern hátt frjáls eins og þegar ég hendi úr geymslunni því sem aldrei er notað og engum gagnast. Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit. Við erum flest áhorfendur en ekki þátttakendur í gleðileikunum. Miðann í leikhús fáránleikans greiðum við dýru verði. Með öfurvöxtum og álögum af öllu tagi. Við erum þöglu áhorfendurnir sem aldrei nenna að kasta ruslinu út úr geymslunni, - leikhúsinu. En sópum gólfin með tungunni í hver skipti er leikararnir kasta einhverju til okkar. Nú eru það ókeypis skólamáltíðir sem fá okkur til að sleikja útum og þegja. Marcus Licinius Crassus var rómverskur stjórnmálamaður (f. 115 f.kr) er myndaði bandalag með Júlíusi Sesar og Pompeiusi. Crassusi tókst að verða ríkasti maður sinnar tíðar og líklega allra tíma. Gegnum pólitísk ítök réði hann yfir slökkviliðinu í Róm. Hann lét slökkviliðið innheimta verndartolla og ef það gekk ekki þá brenndi hann hús og hirti svo lóðirnar og byggði á þeim aftur. Á þessu og ýmsu braski græddist mikið fé. Pólitísk spilling? Já auðvitað í hæstu hæðum. Fyrirmynd hins spillta og gráðuga. Crassus var hreinlega óstöðvandi í metnaði sínum og græðgi. Örlög hans urðu að hann fór í mikla herferð til að auka auðlegð sína. Hann beið mikinn ósigur þar sem nú er tyrkneski bærinn Harran en sagan segir að óvinir hans hafi drepið hann með að hella upp í hann bráðnu gulli. Það er táknrænt fyrir hinn ríka og gráðuga sem aldrei fær nóg. Crassus fékk meira gull en hann gat drukkið. Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð. Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon "hinn nýja" sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana. Höfundur er prestur á Heydölum í Breiðdal.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun