Þetta segir í dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir ekki hvar ránið var framið, aðeins að það hafi verið í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið, sem þjónustar Árbæ, Grafarholt, Grafarvog, Norðlingaholt, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp og Kjalarnes. Þá segir að málið sé í rannsókn.
Ungmenni slógust á Hlemmi
Í dagbókinni segir frá því að tilkynnt hafi verið um yfirstandandi slagsmál á mathöll í miðborginni. Leiða má líkur að því að um mathöllina á Hlemmi sé að ræða en Mbl greindi frá lögregluaðgerð í mathöllinni á níunda tímanum í gær.
Í dagbókinni segir að nokkrir sem að slagsmálunum komu séu undir lögaldri og málið því unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld.