Eðlilegt að bankarnir taki þátt í að fjármagna gjaldeyrisforðann Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2024 19:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fluttu bæði ávörp á ársfundi Seðlabankans í dag. Stöð 2/Einar Seðlabankinn hefur skikkað viðskiptabankanna til að auka vaxtalausar innistæður sínar hjá Seðlabankanum til að auka traust á peningastefnunni. Þetta vinnur gegn tapi Seðlabankans vegna neikvæðs vaxtamunar á tekjum hans og gjöldum. Ársfundur Seðlabankans fór fram í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti að venju ávarp á fundinum, ef til vill í síðasta sinn á þessum vettangi fari hún í forsetaframboð. Seðlabankastjóri fór yfir þróun efnahagsmála á undanförnum árum með sögulegum samdrætti á covid tímanum og síðan gríðarlegri þenslu á undanförnum árum. Hagvöxtur hér hefði slegið öll met og verið mun meiri en í örðum vestrænum ríkjum. Eftir efnahagshrunið 2008 var gripið til alls kyns aðgerða til að það endurtæki sig ekki og ákveðið að byggja upp mikinn gjaldreyrisforða sem var 790 milljarðar um síðustu áramót. Seðlabankinn fær mun lægri vexti af erlendum gjaldeyriseignum sínum en hann greiðrir bönkunum og ríkinu af vaxtaberandi innlánum þeirra hjá Seðlabankanum. Þannig greiddi Seðlabankinn 31,6 milljarða í vexti til banka og ríkis í fyrra en fékk 24,7 milljarða í vaxtatekjur. Neikvæður vaxtamunur var því 6,9 milljarðar króna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að í þessu ljósi hafi peningastefnunefnd ákveðið í gær að auka vaxtalausa bindiskyldu bankanna úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að bankarnir taki þátt í kostnaðinum við mikinn gjaldeyrisforða.Stöð 2/Einar „Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða sem margir njóta góðs af. Við þurfum að borga innálnsvexti sem eru í raun stýrivextir okkar til bankanna. Við erum aðeins að reyna að laga hjá okkur vaxtamuninn," segir seðlabankastjóri. Það væri eðlilegt að bankarnir tækju þátt í kostnaðinum við að reka peningastefnu og myntsvæði með miklum gjaldeyrisforða. Þetta hjálpi til við lækkun vaxta þegar fram líði stundir. „Já ég vona það. Við ályktum að þetta hafi ekki áhrif alveg strax. Ég held að þetta tryggi trúverðugleika bankans. Að við séum ekki að blæða eiginfé. Við séum þá í sæmilegu jafnvægi,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Ársfundur Seðlabankans fór fram í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti að venju ávarp á fundinum, ef til vill í síðasta sinn á þessum vettangi fari hún í forsetaframboð. Seðlabankastjóri fór yfir þróun efnahagsmála á undanförnum árum með sögulegum samdrætti á covid tímanum og síðan gríðarlegri þenslu á undanförnum árum. Hagvöxtur hér hefði slegið öll met og verið mun meiri en í örðum vestrænum ríkjum. Eftir efnahagshrunið 2008 var gripið til alls kyns aðgerða til að það endurtæki sig ekki og ákveðið að byggja upp mikinn gjaldreyrisforða sem var 790 milljarðar um síðustu áramót. Seðlabankinn fær mun lægri vexti af erlendum gjaldeyriseignum sínum en hann greiðrir bönkunum og ríkinu af vaxtaberandi innlánum þeirra hjá Seðlabankanum. Þannig greiddi Seðlabankinn 31,6 milljarða í vexti til banka og ríkis í fyrra en fékk 24,7 milljarða í vaxtatekjur. Neikvæður vaxtamunur var því 6,9 milljarðar króna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að í þessu ljósi hafi peningastefnunefnd ákveðið í gær að auka vaxtalausa bindiskyldu bankanna úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Ásgeir Jónsson segir eðlilegt að bankarnir taki þátt í kostnaðinum við mikinn gjaldeyrisforða.Stöð 2/Einar „Við erum með mjög stóran gjaldeyrisforða sem margir njóta góðs af. Við þurfum að borga innálnsvexti sem eru í raun stýrivextir okkar til bankanna. Við erum aðeins að reyna að laga hjá okkur vaxtamuninn," segir seðlabankastjóri. Það væri eðlilegt að bankarnir tækju þátt í kostnaðinum við að reka peningastefnu og myntsvæði með miklum gjaldeyrisforða. Þetta hjálpi til við lækkun vaxta þegar fram líði stundir. „Já ég vona það. Við ályktum að þetta hafi ekki áhrif alveg strax. Ég held að þetta tryggi trúverðugleika bankans. Að við séum ekki að blæða eiginfé. Við séum þá í sæmilegu jafnvægi,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. 4. apríl 2024 11:40