Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2024 11:40 Ásgeir Jónsson og Gunnar Jakobsson eiga báðir sæti í peningastefnunefnd sem ákvað í gær að auka bindiskyldu bankanna. Stöð 2/Arnar Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á aukafundi í gær að auka bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Athygli vekur að ákvörðunin var tekin á aukafundi peningastefnunefndar, daginn fyrir aðalfund Seðlabankans í dag, og aðeins hálfum mánuði frá því nefndin greindi frá vaxtaákvörðun hinn 20. mars. Seðlabankinn hefur á undanförnum árum byggt upp mikinn gjaldeyrisforða sem var 790 milljarðar króna um síðustu áramót. Mikill munur er á þeim vöxtum sem gjaldeyrisforðinn er ávaxtaður á í Bandaríkjunum og Evrópu og þeim háu vöxtum sem Seðlabankinn þarf að greiða fyrir lántökur sínar innanlands. Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir aukningu bindiskyldunnar nú segir meðal annars, „að markmiðið sé að dreifa betur kostnaði sem fylgi því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“ Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir aukna bindiskyldu draga úr útlánagetu bankanna.Íslandsbanki Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir þessa ákvörðun á vissan hátt koma á óvart. Er verið að láta bankana fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann? „Það má sjálfsagt velta þessu upp á ýmsa vegu. En með þessu er bönkunum þá uppálagt að leggja fé inn á reikninga sína í Seðlabankanum án ávöxtunar og varðveita það þar,“ segir Ellert. Þegar peningastefnunefndin kynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars kom fram að enn væri mikil spenna eða þensla í íslensku efnahagslífi. Sumir greinendur segja þessa ákvörðun vera ígildi vaxtahækkunar til bankanna. Ellert vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir aukna bindiskyldu fela í sér meiri kostnað fyrir bankana. Hins vegar væri of snemmt að segja til um hvort og þá hver áhrifin verði á kjör bankanna að öðru leyti. Í tilfelli Íslandsbanka þýði þetta að bindiskyldan aukist í kringum tíu milljarðar króna. „Þetta dregur úr peningamagni íumferð. Þetta dregur úr getu bankanna til að veita útlán. Það er íraun og veru það sem þessi aðgerð gerir,“ segir Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á aukafundi í gær að auka bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Athygli vekur að ákvörðunin var tekin á aukafundi peningastefnunefndar, daginn fyrir aðalfund Seðlabankans í dag, og aðeins hálfum mánuði frá því nefndin greindi frá vaxtaákvörðun hinn 20. mars. Seðlabankinn hefur á undanförnum árum byggt upp mikinn gjaldeyrisforða sem var 790 milljarðar króna um síðustu áramót. Mikill munur er á þeim vöxtum sem gjaldeyrisforðinn er ávaxtaður á í Bandaríkjunum og Evrópu og þeim háu vöxtum sem Seðlabankinn þarf að greiða fyrir lántökur sínar innanlands. Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir aukningu bindiskyldunnar nú segir meðal annars, „að markmiðið sé að dreifa betur kostnaði sem fylgi því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“ Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir aukna bindiskyldu draga úr útlánagetu bankanna.Íslandsbanki Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir þessa ákvörðun á vissan hátt koma á óvart. Er verið að láta bankana fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann? „Það má sjálfsagt velta þessu upp á ýmsa vegu. En með þessu er bönkunum þá uppálagt að leggja fé inn á reikninga sína í Seðlabankanum án ávöxtunar og varðveita það þar,“ segir Ellert. Þegar peningastefnunefndin kynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars kom fram að enn væri mikil spenna eða þensla í íslensku efnahagslífi. Sumir greinendur segja þessa ákvörðun vera ígildi vaxtahækkunar til bankanna. Ellert vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir aukna bindiskyldu fela í sér meiri kostnað fyrir bankana. Hins vegar væri of snemmt að segja til um hvort og þá hver áhrifin verði á kjör bankanna að öðru leyti. Í tilfelli Íslandsbanka þýði þetta að bindiskyldan aukist í kringum tíu milljarðar króna. „Þetta dregur úr peningamagni íumferð. Þetta dregur úr getu bankanna til að veita útlán. Það er íraun og veru það sem þessi aðgerð gerir,“ segir Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50