Innlent

Sam­fylkingin ekki haft meira fylgi í fimm­tán ár

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin fengi 21 þingmann ef gengið yrði til kosninga samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Samfylkingin fengi 21 þingmann ef gengið yrði til kosninga samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Vísir/Vilhelm

Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 

Fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup að Samfylkingin mælist með 30,9 prósenta fylgi og fengi flokkurinn þannig 21 þingmann inn ef þetta yrðu niðurstöður kosninga. Það er fimmtán þingmönnum meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur, með 18,2 prósent og tólf þingmenn. 

Gallup

Á eftir honum kemur Miðflokkur, með 12,9 prósent, Píratar þar næstir með 7,8 prósent, Framsóknarflokkurinn á eftir þeim með 7,3 prósent. Þar á eftir er Viðreisn með 7,1 prósent, Flokkur fólksins með 6,2 prósent, Vinsti græn með 5,6 prósent og loks Sósíalistar með 3,9 prósent. 

Með þessu fengi Miðflokkurinn tíu þingmenn, Píratar fimm þingmenn, Framsóknarflokkurinn fjóra, Viðreisn fjóra, Flokkur fólksins fjóra og Vinstri grænir þrjá. Það þýðir að ríkisstjórnarflokkarnir fengju samtals nítján þingmenn. 


Tengdar fréttir

Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×