Kóngur og drottning komu bæði frá Íslandi: Framtíð CrossFit á Íslandi björt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 08:30 Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru hraustustu táningarnir á Mallorca um síðustu helgi. @theprogrmcrown Ísland vann tvöfaldan sigur í krúnukeppni krakkanna á Mallorca á Spáni þar sem komu saman efnilegustu CrossFit krakkar Evrópu. The Crown keppnin var sett á laggirnar árið 2023 af John Christian Singleton hjá The Program og þar mætast bestu CrossFit táningar víðs vegar að úr heiminum. Sex strákar og sex stelpum var boðið til Mallorca á Spáni þar sem þau héldu til í sama húsi og keppti í hinum ýmsu þrautum á svæðinu. Þessar framtíðarstjörnur íþróttarinnar fengu þarna frábært tækifæri til að kynnast vel og þetta var því einstök upplifun fyrir þau. Ísland átti þrjá keppendur af tíu og bæði gullverðlaunin í keppninni fóru til Íslands. Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru nefnilega hraustustu táningarnir á eyjunni í þetta skiptið. Þriðji íslenski keppandinn, Rökkvi Guðnason, endaði í fjórða sætinu. Bergrós hélt upp á sautján ára afmælið sitt í febrúar en hinn nítján ára gamli Bjarni verður tvítugur í næsta mánuði. Bergrós og Bjarni höfðu auðvitað minnt á sig í aðdraganda mótsins enda urðu þau bæði Íslandsmeistarar í opnum flokki í CrossFit í vetur. Bergrós varð líka efst í flokki sextán til sautján ára stelpna í heiminum í opna hluta undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bæði unnu þau Bergrós og Bjarni fimm greinar af tíu. Bjarni endaði með 19 stig þar sem markmiðið er að vera með sem fæst stig. Bjarni vann titilinn með sjö stiga mun en í öðru sæti varð heimamaðurinn Marti Pla frá Spáni en þriðja sætið tók Hugo Jansson frá Svíþjóð. Bergrós endaði með 22 stig en hún varð átta stigum á undan Hannah Wendt frá Bretlandi sem endaði í öðru sætinu. Þriðja varð síðan Marie Rognstad frá Noregi. Bergrós varð meðal þriggja efstu í öllum greinum nema tveimur. Hún endaði í fimmta sætinu í sundinu og í fjórða sætinu í úthlaupinu. Kannski sund og hlaup á dagskrá á næstunni. Hver veit? Hreinræktuðu CrossFit greinarnar komu aftur á móti mjög vel út hjá henni. Sundið var líka lélegasta greinin hjá Bjarna en hann varð í fyrsta eða öðru sæti í sjö af níu greinum sem er mögnuð frammistaða. Það er ljóst á þessu að við Íslendingar erum að eignast nýjar ungar CrossFit stjörnur sem verður fróðlegt að fylgjast með í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna. Það væri gaman að sjá þau komast alla leið í undanúrslitin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2Hznek8zd4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira
The Crown keppnin var sett á laggirnar árið 2023 af John Christian Singleton hjá The Program og þar mætast bestu CrossFit táningar víðs vegar að úr heiminum. Sex strákar og sex stelpum var boðið til Mallorca á Spáni þar sem þau héldu til í sama húsi og keppti í hinum ýmsu þrautum á svæðinu. Þessar framtíðarstjörnur íþróttarinnar fengu þarna frábært tækifæri til að kynnast vel og þetta var því einstök upplifun fyrir þau. Ísland átti þrjá keppendur af tíu og bæði gullverðlaunin í keppninni fóru til Íslands. Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson voru nefnilega hraustustu táningarnir á eyjunni í þetta skiptið. Þriðji íslenski keppandinn, Rökkvi Guðnason, endaði í fjórða sætinu. Bergrós hélt upp á sautján ára afmælið sitt í febrúar en hinn nítján ára gamli Bjarni verður tvítugur í næsta mánuði. Bergrós og Bjarni höfðu auðvitað minnt á sig í aðdraganda mótsins enda urðu þau bæði Íslandsmeistarar í opnum flokki í CrossFit í vetur. Bergrós varð líka efst í flokki sextán til sautján ára stelpna í heiminum í opna hluta undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by The Crown - CrossFit Competition (@theprogrmcrown) Bæði unnu þau Bergrós og Bjarni fimm greinar af tíu. Bjarni endaði með 19 stig þar sem markmiðið er að vera með sem fæst stig. Bjarni vann titilinn með sjö stiga mun en í öðru sæti varð heimamaðurinn Marti Pla frá Spáni en þriðja sætið tók Hugo Jansson frá Svíþjóð. Bergrós endaði með 22 stig en hún varð átta stigum á undan Hannah Wendt frá Bretlandi sem endaði í öðru sætinu. Þriðja varð síðan Marie Rognstad frá Noregi. Bergrós varð meðal þriggja efstu í öllum greinum nema tveimur. Hún endaði í fimmta sætinu í sundinu og í fjórða sætinu í úthlaupinu. Kannski sund og hlaup á dagskrá á næstunni. Hver veit? Hreinræktuðu CrossFit greinarnar komu aftur á móti mjög vel út hjá henni. Sundið var líka lélegasta greinin hjá Bjarna en hann varð í fyrsta eða öðru sæti í sjö af níu greinum sem er mögnuð frammistaða. Það er ljóst á þessu að við Íslendingar erum að eignast nýjar ungar CrossFit stjörnur sem verður fróðlegt að fylgjast með í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna. Það væri gaman að sjá þau komast alla leið í undanúrslitin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-2Hznek8zd4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Sjá meira