„Fréttir eru ekki ókeypis“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 18:46 Herferð Blaðamannafélagsins hefur vakið athygli síðan hún var gefin út í síðasta mánuði. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður félagsins ræddi boðskap hennar og viðbrögðin sem hún hefur fengið við blaðamann. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélags Íslands segir minnst tíu milljarða króna fari út úr íslenskum fjölmiðlamarkaði árlega í formi auglýsinga til Google og Meta. Hún viðrar hugmyndina um að almenningur borgi áskrift fyrir fréttir til þess að blaðamennskunni verði haldið á floti en starfsgreinin hefur samkvæmt nýrri vitundarherferð félagsins aldrei verið mikilvægari. Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður hefur gegnt formennsku Blaðamannafélags Íslands frá árinu 2021 og býður sig nú fram á ný. Í dag varð ljóst að engin mótframboð hafi borist í embættið og er hún því sjálfkjörin til áframhaldandi formannssetu. „Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,“ er slagorð nýrrar auglýsingaherferðar Blaðamannafélagsins, sem var frumsýnd í síðasta mánuði. Auglýsingin, sem nálgast má neðar í fréttinni, hefur vakið athygli almennings. En hann kann að spyrja sig, hvers vegna? Blaðamaður hafði samband við Sigríði Dögg, sem átti svör við því. „Við erum að horfast í augu við það, í nánast öllum vestrænum ríkjum, að þetta er breytt neysluumhverfi miðla. Sérstaklega með tilkomu samfélagsmiðla,“ segir Sigríður. Óljós skil milli blaðamennsku og annarrar upplýsingamiðlunar Hún segir notendur eyða sífellt meiri tíma á samfélagsmiðlum á kostnað fjölmiðla. Skilin milli blaðamennsku og annarrar upplýsingamiðlunar verði óljósari eftir því sem flæði milli þeirra eykst. Til að mynda birti fréttamiðlar fréttir á samfélagsmiðlum. „Og það getur verið erfitt fyrir marga að gera upp á milli þess hvaða upplýsingum megi treysta og hverjum ekki,“ segir Sigríður Dögg. Umræða um upplýsingaóreiðu og upplýsingaofgnótt hefur verið áberandi upp á síðkastið, ekki að ástæðulausu. Hennar vegna segir Sigríður blaðamennsku aldrei verið mikilvægari. „Vegna þess að það er svo mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvað blaðamennska er, hvernig blaðamenn vinna og af hverju það megi treysta upplýsingar sem settar eru fram samkvæmt siðareglum blaðamennskunnar,“ segir Sigríður Dögg. En siðareglurnar byggja meðal annars á að sannreyna upplýsingar, nálgast mál frá mörgum hliðum og setja þau í samhengi. Sigríður segir blaðamenn finna fyrir því í samtölum við fólk að margir geri sér enga grein fyrir því hver munurinn á upplýsingum sem fást frá áhrifavöldum og eru settar fram í fréttamiðlum sé. Pælingin með útlitinu á auglýsingunum sé að fanga óreiðuna sem er í upplýsingunum sem sífellt streyma til okkar. „Og þetta mikla magn af upplýsingum sem dynur á manni.“ View this post on Instagram A post shared by Blaðamannafélag Íslands (@press.is) Byrjunin á stærra verkefni Sigríður Dögg segir herferðina þegar hafa vakið umtal. „Við erum mjög ánægð með viðtökurnar. Við höfum fengið mjög mikil og góð viðbrögð.“ „En við getum samt ekki hætt hér, við erum ekki búin,“ bætir Sigríður Dögg við. Hún segir herferðina í raun grunn að stærra verkefni sem snúist um að halda áfram samtalinu við samfélagið um hvers vegna blaðamennska sé mikilvæg og hvað sé hægt að gera til þess að stuðla að því að sem flestir og fjölbreyttastir fjölmiðlar geti starfað. „Og ein leiðin er að fólk gerist áskrifendur. Þá gæti næsti kaflinn í þessari herferð verið að vekja fólk til vitundar um hvað það geti gert.“ Hún bendir á mikilvægi þess að auglýsendur auglýsi í íslenskum miðlum. Minnst tíu milljarðar fari út úr íslenskum fjölmiðlamarkaði árlega í formi auglýsinga til Google og Meta. „Og þetta eru brjálæðislega stórar upphæðir,“ segir Sigríður Dögg og að þær skipti sköpum þegar kemur að rekstri fjölmiðla. „Ef að fólk áttar sig á því að það þarf að leggja sitt að mörkum til þess að hér séu öflugir, faglegir fréttamiðlar, þá þarf það annað hvort að gera áskrifendur eða að fyrirtæki kaupi auglýsingar í fjölmiðla. Fréttir eru ekki ókeypis. Fagleg blaðamennska er ekki ókeypis.“ Fjölmiðlar Stéttarfélög Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. 19. mars 2024 15:01 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður hefur gegnt formennsku Blaðamannafélags Íslands frá árinu 2021 og býður sig nú fram á ný. Í dag varð ljóst að engin mótframboð hafi borist í embættið og er hún því sjálfkjörin til áframhaldandi formannssetu. „Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,“ er slagorð nýrrar auglýsingaherferðar Blaðamannafélagsins, sem var frumsýnd í síðasta mánuði. Auglýsingin, sem nálgast má neðar í fréttinni, hefur vakið athygli almennings. En hann kann að spyrja sig, hvers vegna? Blaðamaður hafði samband við Sigríði Dögg, sem átti svör við því. „Við erum að horfast í augu við það, í nánast öllum vestrænum ríkjum, að þetta er breytt neysluumhverfi miðla. Sérstaklega með tilkomu samfélagsmiðla,“ segir Sigríður. Óljós skil milli blaðamennsku og annarrar upplýsingamiðlunar Hún segir notendur eyða sífellt meiri tíma á samfélagsmiðlum á kostnað fjölmiðla. Skilin milli blaðamennsku og annarrar upplýsingamiðlunar verði óljósari eftir því sem flæði milli þeirra eykst. Til að mynda birti fréttamiðlar fréttir á samfélagsmiðlum. „Og það getur verið erfitt fyrir marga að gera upp á milli þess hvaða upplýsingum megi treysta og hverjum ekki,“ segir Sigríður Dögg. Umræða um upplýsingaóreiðu og upplýsingaofgnótt hefur verið áberandi upp á síðkastið, ekki að ástæðulausu. Hennar vegna segir Sigríður blaðamennsku aldrei verið mikilvægari. „Vegna þess að það er svo mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvað blaðamennska er, hvernig blaðamenn vinna og af hverju það megi treysta upplýsingar sem settar eru fram samkvæmt siðareglum blaðamennskunnar,“ segir Sigríður Dögg. En siðareglurnar byggja meðal annars á að sannreyna upplýsingar, nálgast mál frá mörgum hliðum og setja þau í samhengi. Sigríður segir blaðamenn finna fyrir því í samtölum við fólk að margir geri sér enga grein fyrir því hver munurinn á upplýsingum sem fást frá áhrifavöldum og eru settar fram í fréttamiðlum sé. Pælingin með útlitinu á auglýsingunum sé að fanga óreiðuna sem er í upplýsingunum sem sífellt streyma til okkar. „Og þetta mikla magn af upplýsingum sem dynur á manni.“ View this post on Instagram A post shared by Blaðamannafélag Íslands (@press.is) Byrjunin á stærra verkefni Sigríður Dögg segir herferðina þegar hafa vakið umtal. „Við erum mjög ánægð með viðtökurnar. Við höfum fengið mjög mikil og góð viðbrögð.“ „En við getum samt ekki hætt hér, við erum ekki búin,“ bætir Sigríður Dögg við. Hún segir herferðina í raun grunn að stærra verkefni sem snúist um að halda áfram samtalinu við samfélagið um hvers vegna blaðamennska sé mikilvæg og hvað sé hægt að gera til þess að stuðla að því að sem flestir og fjölbreyttastir fjölmiðlar geti starfað. „Og ein leiðin er að fólk gerist áskrifendur. Þá gæti næsti kaflinn í þessari herferð verið að vekja fólk til vitundar um hvað það geti gert.“ Hún bendir á mikilvægi þess að auglýsendur auglýsi í íslenskum miðlum. Minnst tíu milljarðar fari út úr íslenskum fjölmiðlamarkaði árlega í formi auglýsinga til Google og Meta. „Og þetta eru brjálæðislega stórar upphæðir,“ segir Sigríður Dögg og að þær skipti sköpum þegar kemur að rekstri fjölmiðla. „Ef að fólk áttar sig á því að það þarf að leggja sitt að mörkum til þess að hér séu öflugir, faglegir fréttamiðlar, þá þarf það annað hvort að gera áskrifendur eða að fyrirtæki kaupi auglýsingar í fjölmiðla. Fréttir eru ekki ókeypis. Fagleg blaðamennska er ekki ókeypis.“
Fjölmiðlar Stéttarfélög Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. 19. mars 2024 15:01 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari Þörfin fyrir vandaða blaðamennsku hefur aldrei verið meiri. Upplýsingaóreiða og pólarísering í samfélaginu hefur aukist mikið og sótt er að blaðamönnum og fréttamiðlum með ýmsum hætti. 19. mars 2024 15:01