Einelti sagt ástæða árásarinnar Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 14:14 Tilkynnt var um árásina í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, klukkan 9:08 að staðartíma í gær. EPA Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. Tólf ára drengur lést og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega í árásinni sem gerð var í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, í gærmorgun. Lögregla í Finnlandi hefur greint fjölmiðlum nánar frá framgangi rannsóknarinnar í dag. Lögregla staðfesti í dag að við yfirheyrslur hafi hinn grunaði sagt ástæðu árásarinnar vera einelti sem hann hafi þurft að þola. Þá greindi lögregla frá því að barnið hafi hótað nemendum sem voru á leið í skólann í hverfinu Siltamäki, skömmu eftir að hann hafi skotið samnemendur sína í Viertolan-skólanum og áður en hann var handtekinn. Hóf nám í skólanum um áramótin Í frétt YLE segir að barnið sem grunað er um árásina hafi byrjað að stunda nám við skólann um áramótin eftir að hafa þá flutt til Vantaa. Skólastjórnendur við Viertolan-skólann hafa reynt að halda venjulegu skólastarfi gangandi í dag, þó að skóladagurinn hafi verið styttri en vanalega. Hið sama verður upp á tengingnum á morgun og föstudag. Í fyrstu kennslustundinni í morgun var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Rannsaka hvernig barnið komst yfir skammbyssuna Lögregla í Finnlandi rannsakar nú hvernig barnið komst yfir skammbyssuna sem notuð var í árásinni, en fjölmargir hafa verið yfirheyrðir bæði í gær og í dag. Lögregla hefur bent á að mikið magn rangra upplýsinga um árásina sé nú í dreifingu á samfélagsmiðlum, sér í lagi TikTok. Hefur sérstaklega verið bent á að ólöglegt sé að dreifa röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum í málum sem þessum. Finnland Tengdar fréttir Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Tólf ára drengur lést og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega í árásinni sem gerð var í Viertolan koulu í Vantaa, norður af Helsinki, í gærmorgun. Lögregla í Finnlandi hefur greint fjölmiðlum nánar frá framgangi rannsóknarinnar í dag. Lögregla staðfesti í dag að við yfirheyrslur hafi hinn grunaði sagt ástæðu árásarinnar vera einelti sem hann hafi þurft að þola. Þá greindi lögregla frá því að barnið hafi hótað nemendum sem voru á leið í skólann í hverfinu Siltamäki, skömmu eftir að hann hafi skotið samnemendur sína í Viertolan-skólanum og áður en hann var handtekinn. Hóf nám í skólanum um áramótin Í frétt YLE segir að barnið sem grunað er um árásina hafi byrjað að stunda nám við skólann um áramótin eftir að hafa þá flutt til Vantaa. Skólastjórnendur við Viertolan-skólann hafa reynt að halda venjulegu skólastarfi gangandi í dag, þó að skóladagurinn hafi verið styttri en vanalega. Hið sama verður upp á tengingnum á morgun og föstudag. Í fyrstu kennslustundinni í morgun var mínútu þögn til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Rannsaka hvernig barnið komst yfir skammbyssuna Lögregla í Finnlandi rannsakar nú hvernig barnið komst yfir skammbyssuna sem notuð var í árásinni, en fjölmargir hafa verið yfirheyrðir bæði í gær og í dag. Lögregla hefur bent á að mikið magn rangra upplýsinga um árásina sé nú í dreifingu á samfélagsmiðlum, sér í lagi TikTok. Hefur sérstaklega verið bent á að ólöglegt sé að dreifa röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum í málum sem þessum.
Finnland Tengdar fréttir Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33