Áföll og endurhæfing Fríða Brá Pálsdóttir skrifar 3. apríl 2024 08:01 Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar! Mælendaskráin var líka af dýrari gerðinni. Íslandsvinkonan Pernille Thomsen, sjúkraþjálfari sem þjónustar fólk með vandamál tengd taugakerfinu í sínu heimalandi Danmörku reið á vaðið, á eftir henni tók Margrét Gunnarsdóttir, geðsjúkraþjálfari og sálmeðferðarfærðingur við og ræddi um meðferð fólks með flókna áfallasögu og Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur á landspítala ræddi um áfallastreitu og áfallameðferðir. Dagskráin að lokinni kaffipásu var ekki síðri: Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um samhyggðarþreytu og önnur starfstengd áföll, Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir um doktorsverkefni sitt um tengsl áfalla og heilsubrests seinna á lífsleiðinni og Dr. Sigrún Sigurðardóttir lauk deginum, með skeleggri umfjöllun um áföll og áfallamiðaða nálgun. Þau sem þekkja til í áfallabransanum hérna heima sjá að þarna eru topp fræðikonur á ferð, enda lét áhuginn ekki á sér standa. Og ráðstefnan var sannarlega þverfagleg! Fyrirlesarar voru sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og læknir, en gestir ráðstefnunnar voru líka úr mjög fjölbreyttum áttum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kollegar okkar skipuleggjenda, sjúkraþjálfarar, áttu flesta fulltrúa á ráðstefnunni, tæplega 80, en auk þeirra sóttu ráðstefnuna sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar, íþróttafræðingar, ljósmæður, fjölskyldufræðingar, læknar, kírópraktorar, kennarar, sérkennarrar, næringarfræðingar, lyfjafræðingar, þroskaþjálfar auk áhugafólks. Þá var þarna starfsfólk ýmissa stofnanna, meðal annars frá Virk, Janus, Kjarki, Stígamótum, Rótinni, ráðgjafar af réttargeðdeild og geðdeild, úr endurhæfingarteymum, frá velferðarsviði og sjúkrahúsdjákni. Og þá er bara talið upp það fólk sem náðist tal af við skráningu. Ljóst er að mikil vakning er í samfélaginu um áhrif áfalla. Undirrituð hefur áður skrifað ákall til félags- og heilbrigðiskerfana um upprætingu ofbeldis og kom það meðal annars fram í einu erindi dagsins að Vincent Felitti sjálfur hefur vakið athygli á því að áföll í æsku sé stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Það er þá einnig tímana tákn, og merki um þá miklu vitundarvakningu sem hefur átt sér stað, að fyrir 15 árum þegar Vincent Fellitti kom til landsins talaði hann fyrir framan 20 manns. Leiða mætti líkum að því að kæmi hann í dag myndi hann fylla laugardalshöll, einu sinni eða jafnvel tvisvar.Áföll hafa áhrif á hvaða sjúkdóma við munum fá á lífsleiðinni, en þau hafa líka áhrif á það hvernig við getum nýtt okkur þá meðferð sem er í boði. Ljóst er að við öll sem vinnum í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu getum haft áhrif til góðs eða ils þegar kemur að því að takast á við afleiðingar áfalla. Stórar erlendar rannsóknir segja okkur að ef fólkið sem stendur fyrir framan okkur er ekki að fá þann árangur af meðferð sem vænta mætti er það vísbending um að athuga ætti með áfallasögu. Áfallamiðuð nálgun kennir okkur að breyta spurningunni „hvað er að þér?“ í „Hvað kom fyrir þig?“ og hvet ég starfsfólk í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu til að tileinka sér þann hugsunarhátt. Samtalið um áföll og endurhæfingu er rétt að byrja hér á landi og verður spennandi að sjá hvað gerist í fjölbreyttri flóru rannsókna á þessu sviði á næstu misserum. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar! Mælendaskráin var líka af dýrari gerðinni. Íslandsvinkonan Pernille Thomsen, sjúkraþjálfari sem þjónustar fólk með vandamál tengd taugakerfinu í sínu heimalandi Danmörku reið á vaðið, á eftir henni tók Margrét Gunnarsdóttir, geðsjúkraþjálfari og sálmeðferðarfærðingur við og ræddi um meðferð fólks með flókna áfallasögu og Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur á landspítala ræddi um áfallastreitu og áfallameðferðir. Dagskráin að lokinni kaffipásu var ekki síðri: Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um samhyggðarþreytu og önnur starfstengd áföll, Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir um doktorsverkefni sitt um tengsl áfalla og heilsubrests seinna á lífsleiðinni og Dr. Sigrún Sigurðardóttir lauk deginum, með skeleggri umfjöllun um áföll og áfallamiðaða nálgun. Þau sem þekkja til í áfallabransanum hérna heima sjá að þarna eru topp fræðikonur á ferð, enda lét áhuginn ekki á sér standa. Og ráðstefnan var sannarlega þverfagleg! Fyrirlesarar voru sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og læknir, en gestir ráðstefnunnar voru líka úr mjög fjölbreyttum áttum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kollegar okkar skipuleggjenda, sjúkraþjálfarar, áttu flesta fulltrúa á ráðstefnunni, tæplega 80, en auk þeirra sóttu ráðstefnuna sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar, íþróttafræðingar, ljósmæður, fjölskyldufræðingar, læknar, kírópraktorar, kennarar, sérkennarrar, næringarfræðingar, lyfjafræðingar, þroskaþjálfar auk áhugafólks. Þá var þarna starfsfólk ýmissa stofnanna, meðal annars frá Virk, Janus, Kjarki, Stígamótum, Rótinni, ráðgjafar af réttargeðdeild og geðdeild, úr endurhæfingarteymum, frá velferðarsviði og sjúkrahúsdjákni. Og þá er bara talið upp það fólk sem náðist tal af við skráningu. Ljóst er að mikil vakning er í samfélaginu um áhrif áfalla. Undirrituð hefur áður skrifað ákall til félags- og heilbrigðiskerfana um upprætingu ofbeldis og kom það meðal annars fram í einu erindi dagsins að Vincent Felitti sjálfur hefur vakið athygli á því að áföll í æsku sé stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Það er þá einnig tímana tákn, og merki um þá miklu vitundarvakningu sem hefur átt sér stað, að fyrir 15 árum þegar Vincent Fellitti kom til landsins talaði hann fyrir framan 20 manns. Leiða mætti líkum að því að kæmi hann í dag myndi hann fylla laugardalshöll, einu sinni eða jafnvel tvisvar.Áföll hafa áhrif á hvaða sjúkdóma við munum fá á lífsleiðinni, en þau hafa líka áhrif á það hvernig við getum nýtt okkur þá meðferð sem er í boði. Ljóst er að við öll sem vinnum í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu getum haft áhrif til góðs eða ils þegar kemur að því að takast á við afleiðingar áfalla. Stórar erlendar rannsóknir segja okkur að ef fólkið sem stendur fyrir framan okkur er ekki að fá þann árangur af meðferð sem vænta mætti er það vísbending um að athuga ætti með áfallasögu. Áfallamiðuð nálgun kennir okkur að breyta spurningunni „hvað er að þér?“ í „Hvað kom fyrir þig?“ og hvet ég starfsfólk í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu til að tileinka sér þann hugsunarhátt. Samtalið um áföll og endurhæfingu er rétt að byrja hér á landi og verður spennandi að sjá hvað gerist í fjölbreyttri flóru rannsókna á þessu sviði á næstu misserum. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun