Áföll og endurhæfing Fríða Brá Pálsdóttir skrifar 3. apríl 2024 08:01 Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar! Mælendaskráin var líka af dýrari gerðinni. Íslandsvinkonan Pernille Thomsen, sjúkraþjálfari sem þjónustar fólk með vandamál tengd taugakerfinu í sínu heimalandi Danmörku reið á vaðið, á eftir henni tók Margrét Gunnarsdóttir, geðsjúkraþjálfari og sálmeðferðarfærðingur við og ræddi um meðferð fólks með flókna áfallasögu og Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur á landspítala ræddi um áfallastreitu og áfallameðferðir. Dagskráin að lokinni kaffipásu var ekki síðri: Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um samhyggðarþreytu og önnur starfstengd áföll, Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir um doktorsverkefni sitt um tengsl áfalla og heilsubrests seinna á lífsleiðinni og Dr. Sigrún Sigurðardóttir lauk deginum, með skeleggri umfjöllun um áföll og áfallamiðaða nálgun. Þau sem þekkja til í áfallabransanum hérna heima sjá að þarna eru topp fræðikonur á ferð, enda lét áhuginn ekki á sér standa. Og ráðstefnan var sannarlega þverfagleg! Fyrirlesarar voru sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og læknir, en gestir ráðstefnunnar voru líka úr mjög fjölbreyttum áttum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kollegar okkar skipuleggjenda, sjúkraþjálfarar, áttu flesta fulltrúa á ráðstefnunni, tæplega 80, en auk þeirra sóttu ráðstefnuna sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar, íþróttafræðingar, ljósmæður, fjölskyldufræðingar, læknar, kírópraktorar, kennarar, sérkennarrar, næringarfræðingar, lyfjafræðingar, þroskaþjálfar auk áhugafólks. Þá var þarna starfsfólk ýmissa stofnanna, meðal annars frá Virk, Janus, Kjarki, Stígamótum, Rótinni, ráðgjafar af réttargeðdeild og geðdeild, úr endurhæfingarteymum, frá velferðarsviði og sjúkrahúsdjákni. Og þá er bara talið upp það fólk sem náðist tal af við skráningu. Ljóst er að mikil vakning er í samfélaginu um áhrif áfalla. Undirrituð hefur áður skrifað ákall til félags- og heilbrigðiskerfana um upprætingu ofbeldis og kom það meðal annars fram í einu erindi dagsins að Vincent Felitti sjálfur hefur vakið athygli á því að áföll í æsku sé stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Það er þá einnig tímana tákn, og merki um þá miklu vitundarvakningu sem hefur átt sér stað, að fyrir 15 árum þegar Vincent Fellitti kom til landsins talaði hann fyrir framan 20 manns. Leiða mætti líkum að því að kæmi hann í dag myndi hann fylla laugardalshöll, einu sinni eða jafnvel tvisvar.Áföll hafa áhrif á hvaða sjúkdóma við munum fá á lífsleiðinni, en þau hafa líka áhrif á það hvernig við getum nýtt okkur þá meðferð sem er í boði. Ljóst er að við öll sem vinnum í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu getum haft áhrif til góðs eða ils þegar kemur að því að takast á við afleiðingar áfalla. Stórar erlendar rannsóknir segja okkur að ef fólkið sem stendur fyrir framan okkur er ekki að fá þann árangur af meðferð sem vænta mætti er það vísbending um að athuga ætti með áfallasögu. Áfallamiðuð nálgun kennir okkur að breyta spurningunni „hvað er að þér?“ í „Hvað kom fyrir þig?“ og hvet ég starfsfólk í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu til að tileinka sér þann hugsunarhátt. Samtalið um áföll og endurhæfingu er rétt að byrja hér á landi og verður spennandi að sjá hvað gerist í fjölbreyttri flóru rannsókna á þessu sviði á næstu misserum. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Þann 14. mars síðastliðinn stóð Félag sjúkraþjálfara fyrir þverfaglegri ráðstefnu undir yfirskriftinni Áföll og endurhæfing. Áhugi á ráðstefnunni var gríðarlegur og raunar svo mikill að það seldist upp á ráðstefnuna ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á fyrstu dögum skráningar! Mælendaskráin var líka af dýrari gerðinni. Íslandsvinkonan Pernille Thomsen, sjúkraþjálfari sem þjónustar fólk með vandamál tengd taugakerfinu í sínu heimalandi Danmörku reið á vaðið, á eftir henni tók Margrét Gunnarsdóttir, geðsjúkraþjálfari og sálmeðferðarfærðingur við og ræddi um meðferð fólks með flókna áfallasögu og Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur á landspítala ræddi um áfallastreitu og áfallameðferðir. Dagskráin að lokinni kaffipásu var ekki síðri: Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallaði um samhyggðarþreytu og önnur starfstengd áföll, Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir um doktorsverkefni sitt um tengsl áfalla og heilsubrests seinna á lífsleiðinni og Dr. Sigrún Sigurðardóttir lauk deginum, með skeleggri umfjöllun um áföll og áfallamiðaða nálgun. Þau sem þekkja til í áfallabransanum hérna heima sjá að þarna eru topp fræðikonur á ferð, enda lét áhuginn ekki á sér standa. Og ráðstefnan var sannarlega þverfagleg! Fyrirlesarar voru sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar og læknir, en gestir ráðstefnunnar voru líka úr mjög fjölbreyttum áttum innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kollegar okkar skipuleggjenda, sjúkraþjálfarar, áttu flesta fulltrúa á ráðstefnunni, tæplega 80, en auk þeirra sóttu ráðstefnuna sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar, íþróttafræðingar, ljósmæður, fjölskyldufræðingar, læknar, kírópraktorar, kennarar, sérkennarrar, næringarfræðingar, lyfjafræðingar, þroskaþjálfar auk áhugafólks. Þá var þarna starfsfólk ýmissa stofnanna, meðal annars frá Virk, Janus, Kjarki, Stígamótum, Rótinni, ráðgjafar af réttargeðdeild og geðdeild, úr endurhæfingarteymum, frá velferðarsviði og sjúkrahúsdjákni. Og þá er bara talið upp það fólk sem náðist tal af við skráningu. Ljóst er að mikil vakning er í samfélaginu um áhrif áfalla. Undirrituð hefur áður skrifað ákall til félags- og heilbrigðiskerfana um upprætingu ofbeldis og kom það meðal annars fram í einu erindi dagsins að Vincent Felitti sjálfur hefur vakið athygli á því að áföll í æsku sé stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Það er þá einnig tímana tákn, og merki um þá miklu vitundarvakningu sem hefur átt sér stað, að fyrir 15 árum þegar Vincent Fellitti kom til landsins talaði hann fyrir framan 20 manns. Leiða mætti líkum að því að kæmi hann í dag myndi hann fylla laugardalshöll, einu sinni eða jafnvel tvisvar.Áföll hafa áhrif á hvaða sjúkdóma við munum fá á lífsleiðinni, en þau hafa líka áhrif á það hvernig við getum nýtt okkur þá meðferð sem er í boði. Ljóst er að við öll sem vinnum í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu getum haft áhrif til góðs eða ils þegar kemur að því að takast á við afleiðingar áfalla. Stórar erlendar rannsóknir segja okkur að ef fólkið sem stendur fyrir framan okkur er ekki að fá þann árangur af meðferð sem vænta mætti er það vísbending um að athuga ætti með áfallasögu. Áfallamiðuð nálgun kennir okkur að breyta spurningunni „hvað er að þér?“ í „Hvað kom fyrir þig?“ og hvet ég starfsfólk í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu til að tileinka sér þann hugsunarhátt. Samtalið um áföll og endurhæfingu er rétt að byrja hér á landi og verður spennandi að sjá hvað gerist í fjölbreyttri flóru rannsókna á þessu sviði á næstu misserum. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar