Caitlin Clark var í vígahug og vildi greinilega ná fram hefndum. Clark komst í fréttirnar fyrir ekki svo löngu þegar rapparinn Ice Cube bauð henni fúlgur fjár til að spila í körfuboltadeild á hans vegum. Upphæðin var margfalt hærri en það sem Clark mun þéna á fyrstu árum sínum í WNBA-deildinni í körfubolta.
Hvað varðar leik Iowa og LSU þá var um að ræða leik sem var beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Ekki nóg með að Clark og frammistaða hennar í liði Iowa hafi vakið mikla athyglu heldur hefur Angel Reese, leikmaður LSU, einnig vakið mikla athygli fyrir vasklega frammistöðu sína. Var hún til að mynda valin besti leikmaður Final Four á síðasta ári.
Að þessu sinni var það þó Clark og hennar ótrúlega hittni fyrir utan þriggja stiga línuna sem stal fyrirsögnunum í 94-87 sigri Hawkeyes. Skoraði hún 41 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Slík var frammistaðan að samfélagsmiðlar hreinlega loguðu.
This photo of Caitlin Clark after clinching a trip back to the Final Four
— ESPN (@espn) April 2, 2024
@IowaWBB pic.twitter.com/sPRIkL4I9B
The Caitlin Clark effect pic.twitter.com/FY5zYwXlVg
— Bleacher Report (@BleacherReport) April 2, 2024
Splash @CaitlinClark22 x #Hawkeyes pic.twitter.com/OioKS3au6F
— Iowa Women's Basketball (@IowaWBB) April 2, 2024
CAITLIN CLARK IS UNREAL
— Bleacher Report (@BleacherReport) April 2, 2024
(via @iowawbb)
pic.twitter.com/Af96TVTbUq
A lot of respect between Angel Reese and Caitlin Clark. Fierce competitors. They ve made the game better. pic.twitter.com/zpgYGytzMk
— Dr. Lindsey Darvin (@DrLindseyDarvin) April 2, 2024
Reese átti einnig frábæran leik en hún skoraði 17 stig, tók 20 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 3 skot. Flau‘jae Johnson var stigahæst í liði LSU með 23 stig. Hjá Hawkeyes var Kate Martin næst stigahæst með 21 stig.
Hailey Van Lith fékk það verkefni að dekka Caitlin í leiknum og verður að viðurkennast að það gekk vægast sagt skelfielga. Hefur Kim Mulkey, þjálfari LSU, fengið sinn skarf af gagnrýni fyrir að bregðast ekki við og reyna verjast Caitlin á annan hátt.
Hailey Van Lith reaction got me crying pic.twitter.com/PuoB9LnpyJ
— Ahmed/The Ears/IG: BigBizTheGod (@big_business_) April 2, 2024
Hailey Van Lith and LSU didn t have an answer for Caitlin Clark s shooting game pic.twitter.com/HdHB7zXM3B
— FOX College Hoops (@CBBonFOX) April 2, 2024
Marsfárið 2024 tekur enda nú um helgina þegar South Carolina, NC State, UConn og Hawkeyes mætast í Cleveland.