Lögregla og ráðherrar hunsa mál forvarnasamtaka Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2024 11:43 Þrátt fyrir að hafa verið hunsaður hefur Árni ekki lagt árar í bát. Hann segir að ráðherrar megi ekki komast upp með að hunsa lög þó þeir séu þeim mótfallnir. vísir/vilhelm Þolinmæði Árna Guðmundssonar er á þrotum en honum verður lítt ágengt í baráttu sinni gegn ólöglegum netverslunum sem höndla með áfengi. Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands og er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni til lögreglu í upphafi árs. Hann hafði þá keypt sér rútu af bjór á netinu sem er bannað lögum samkvæmt. En allt kemur fyrir ekki. „Ég hef engin viðbrögð fengið af hálfu lögreglu, hvorki eftir að ég lagði fram kæruna né þegar ég hef leitað svara um daginn við því hvar málið er statt,“ segir Árni í samtali við Vísi. Lögreglan virðast ekki vita hvað hún eigi að gera við kæruna Árni og samtök hans hafa gagnrýnt harðlega þá lögleysu sem viðgengst án nokkurra viðbragða sem eru ólöglegar áfengisauglýsingar og ólögleg áfengissala sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur afskiptalausa. Fréttin sem Vísir birti 6. janúar vakti mikla athygli en allt kemur fyrir ekki. Árni fær engin viðbrögð. „Okkur blöskrar en við höldum áfram baráttu okkar þar til ólöglegum netverslunum verður lokað. Það er synd að þeim var ekki lokað strax, eins og átti að gera lögum samkvæmt,“ segir Árni. Hann segir málið varðar mikla almannahagsmuni og forvarnarsamtök krefjast svara meðal annars er spurt um ráðherraábyrgð. Um miðjan mars var fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins þar sem bent var á gildandi löggjöf um áfengissölu, sem byggðist á lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Ekkert mál að panta sér áfangi á netinu „Vilji ráðherra til breytinga ryður ekki gildandi lögum frá. Hvorki vilji dómsmálaráðherra né fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Árni. Hann segir ljóst að þeim beri lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Árni hefur fundað með henni, segir hana áhugalausa um málið en henni beri engu að síður að fylgja landslögum.Vísir/Ívar „Krefja má ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.“ Þá bendir hann á að í fréttum um hvaða matvöruverslanir séu opnar á páskadag megi sjá afleiðingar athafnaleysis ráðherra en þar er fjallað um heimsendingu áfengis á páskadag til miðnættis. Slík sala er ólögleg og í andstöðu við einkaleyfi ÁTVR. Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu. Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands og er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni til lögreglu í upphafi árs. Hann hafði þá keypt sér rútu af bjór á netinu sem er bannað lögum samkvæmt. En allt kemur fyrir ekki. „Ég hef engin viðbrögð fengið af hálfu lögreglu, hvorki eftir að ég lagði fram kæruna né þegar ég hef leitað svara um daginn við því hvar málið er statt,“ segir Árni í samtali við Vísi. Lögreglan virðast ekki vita hvað hún eigi að gera við kæruna Árni og samtök hans hafa gagnrýnt harðlega þá lögleysu sem viðgengst án nokkurra viðbragða sem eru ólöglegar áfengisauglýsingar og ólögleg áfengissala sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur afskiptalausa. Fréttin sem Vísir birti 6. janúar vakti mikla athygli en allt kemur fyrir ekki. Árni fær engin viðbrögð. „Okkur blöskrar en við höldum áfram baráttu okkar þar til ólöglegum netverslunum verður lokað. Það er synd að þeim var ekki lokað strax, eins og átti að gera lögum samkvæmt,“ segir Árni. Hann segir málið varðar mikla almannahagsmuni og forvarnarsamtök krefjast svara meðal annars er spurt um ráðherraábyrgð. Um miðjan mars var fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins þar sem bent var á gildandi löggjöf um áfengissölu, sem byggðist á lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Ekkert mál að panta sér áfangi á netinu „Vilji ráðherra til breytinga ryður ekki gildandi lögum frá. Hvorki vilji dómsmálaráðherra né fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Árni. Hann segir ljóst að þeim beri lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Árni hefur fundað með henni, segir hana áhugalausa um málið en henni beri engu að síður að fylgja landslögum.Vísir/Ívar „Krefja má ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.“ Þá bendir hann á að í fréttum um hvaða matvöruverslanir séu opnar á páskadag megi sjá afleiðingar athafnaleysis ráðherra en þar er fjallað um heimsendingu áfengis á páskadag til miðnættis. Slík sala er ólögleg og í andstöðu við einkaleyfi ÁTVR. Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira