40 ára húsmóðir finnur sjálfa sig Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar 2. apríl 2024 11:31 Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli. Í sumar er einmitt stefnan á að útskrifast sem þjóðfræðingur fá Háskóla Íslands og hlakka ég mikið til. Á þessu þingi stóð ég upp og flutti smá ræðu um ágæti kennara minna, en þá aðallega til að gera grín að þeim. Ég held að við hrósum hvert öðru ekki nógu oft, svo núna langar mig til þess. Hrósa öllum þeim frábæru kennurum sem ég hef hitt á leið minni í náminu. Þegar ég hóf BA nám við þjóðfræði var ég alls ekki viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég var samt orðin ágætlega stór á alla kanta en hafði þrátt fyrir það ekki fundið mína hillu í lífinu. Ég hafði vissulega prófað margt og fundið mig í mörgu, en aldrei nógu mikið til að setjast á skólabekk og læra það frekar. Það var því mín lífsins lukka að kynnast þjóðfræðinni, en í henni sameinast margt sem vekur áhuga minn, eins og félagsfræði, menningarfræði, fortíðin, nútíðin og framtíðin og áhugi minn á að vinna með fólki. Námið hefur verið virkilega skemmtilegt og afar gagnlegt og hef ég fengið mikla þjálfun í mörgu sem nýtist mér í hinu daglega lífi. Ég hef fengið það frelsi við verkefnavinnu síðastliðin 3 ár að ég hef alltaf getað skrifað um og rannsakað það sem ég hef áhuga á. Einnig eru verkefnin fjölbreytt og gaman að miðla reynslu sinni í gegnum myndbandsgerð og samfélagsmiðla. Námið er lifandi og áhugavert og kennararnir skora á okkur nemendurna á margvíslegan máta. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins hópi fólki og í þjóðfræðinni (fyrirgefið þið öll sem ég þekkti áður). Samhugurinn, samfylgdin og áhuginn á hvert öðru og því sem hvert og eitt er að gera hverja stundina er næstum því áþreifanlegur. Kennararnir styðja vel við bakið á okkur nemendum og eru öll af vilja gerð að aðstoða okkur í einu og öllu. Þau eru snillingar í gagnrýni og gera það svo fallega. Ég hef eignast margar fyrirmyndir í náminu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Takk Júlíana, Dagrún, Kristinn, Snjólaug, Anna Karen, Rósa og Áki, Ólafur, Gísli og Vilhelmína, fyrir að stuðla að því, með ykkar visku, að 40 ára gömul húsmóðir, fann sjálfa sig. Vona ég að með þessum skrifum, að meðaleinkunn mín muni rjúka upp. Höfundur er þjóðfræðinemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli. Í sumar er einmitt stefnan á að útskrifast sem þjóðfræðingur fá Háskóla Íslands og hlakka ég mikið til. Á þessu þingi stóð ég upp og flutti smá ræðu um ágæti kennara minna, en þá aðallega til að gera grín að þeim. Ég held að við hrósum hvert öðru ekki nógu oft, svo núna langar mig til þess. Hrósa öllum þeim frábæru kennurum sem ég hef hitt á leið minni í náminu. Þegar ég hóf BA nám við þjóðfræði var ég alls ekki viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég var samt orðin ágætlega stór á alla kanta en hafði þrátt fyrir það ekki fundið mína hillu í lífinu. Ég hafði vissulega prófað margt og fundið mig í mörgu, en aldrei nógu mikið til að setjast á skólabekk og læra það frekar. Það var því mín lífsins lukka að kynnast þjóðfræðinni, en í henni sameinast margt sem vekur áhuga minn, eins og félagsfræði, menningarfræði, fortíðin, nútíðin og framtíðin og áhugi minn á að vinna með fólki. Námið hefur verið virkilega skemmtilegt og afar gagnlegt og hef ég fengið mikla þjálfun í mörgu sem nýtist mér í hinu daglega lífi. Ég hef fengið það frelsi við verkefnavinnu síðastliðin 3 ár að ég hef alltaf getað skrifað um og rannsakað það sem ég hef áhuga á. Einnig eru verkefnin fjölbreytt og gaman að miðla reynslu sinni í gegnum myndbandsgerð og samfélagsmiðla. Námið er lifandi og áhugavert og kennararnir skora á okkur nemendurna á margvíslegan máta. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins hópi fólki og í þjóðfræðinni (fyrirgefið þið öll sem ég þekkti áður). Samhugurinn, samfylgdin og áhuginn á hvert öðru og því sem hvert og eitt er að gera hverja stundina er næstum því áþreifanlegur. Kennararnir styðja vel við bakið á okkur nemendum og eru öll af vilja gerð að aðstoða okkur í einu og öllu. Þau eru snillingar í gagnrýni og gera það svo fallega. Ég hef eignast margar fyrirmyndir í náminu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Takk Júlíana, Dagrún, Kristinn, Snjólaug, Anna Karen, Rósa og Áki, Ólafur, Gísli og Vilhelmína, fyrir að stuðla að því, með ykkar visku, að 40 ára gömul húsmóðir, fann sjálfa sig. Vona ég að með þessum skrifum, að meðaleinkunn mín muni rjúka upp. Höfundur er þjóðfræðinemi við HÍ.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar