Þá var hinn stórskemmtilegi dagur 1. apríl að venju haldinn hátíðlegur í gær með hinum ýmsu aprílgöbbum. Vísir fór yfir þau helstu.
Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Tónlistarkanónurnar Bríet, GDRN og Birnir trylltu lýðinn á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina.
Samfélagsmiðla- og raunveruleikastjarnan Sunneva Einars bauð vinum í mat um páskana.
Birgitta Líf Björnsdóttir samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og Enok Jónsson fóru til Spánar með frumburðinn.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra skellti sér á skíði um páskana.
Andrea Magnúsdóttir athafnakona naut lífsins með fjölskyldunni í Portúgal.
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson ferjaði páskaeggjum í handfarangri til Marokkó. Sjá þessa sætu páskaunga!
Pattra Sriyanonge, markaðsstjóri Sjáðu og áhrifavaldur, og Theodór Elmar Bjarnason knattspyrnukappi fögnuðu fimmtán ára sambandsafmæli þeirra í vikunni.
Helgi Ómarsson áhrifavaldur borðaði páskaeggin úr fallegri Royal Copenhagen skál.
Móeiður Lárusdóttir samfélagsmiðlastjarna og Hörður Björgvi Magnússon knattspyrnumaður nutu páskana í sólinni í Aþenu á Grikklandi.
Elísabet Gunnars áhrifavaldur naut páskanna heima með fjölskyldunni.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fagnar því að vorið sé handan við hornið.
Ný tónlist er væntanleg á næstunni frá tónlistarkonunni Laufeyju Lín.
Brynja Dan Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, var veðurteppt á Flateyri um páskan. Hún virtist engu að síður njóta helgarinnar.
„Tímaleysi á dásamlegum stað í dásamlegum félagsskap,“ skrifar Brynja og deilir myndum frá ferðinni.
Katrín Tanja Davíðsdóttir CrossFit-stjarna lyfti lóðum um páskana eins og henni einni er lagið.
Þórdís Björk Þorfinssdóttir leik-og tónlistarkona naut páskanna í sólinni erlendis með sínum heittelskaða.