Stóðu og klöppuðu fyrir James eftir afrek sem aðeins Jordan hafði náð Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 12:00 LeBron James var vel fagnað í New York í gær og þakkaði fyrir sig. AP Photo/John Munson LeBron James setti niður níu þriggja stiga skot fyrir Los Angeles Lakers og var hylltur af heimafólki í New York í gærkvöld, eftir 116-104 sigur Lakers á Brooklyn Nets í NBA-deildinni. James skoraði alls 40 stig í leiknum og er aðeins annar körfuboltamaðurinn í sögunni til að skora 40 stig í meira en einum NBA-leik, eftir að hafa orðið 39 ára. Hinn er Michael Jordan sem lék til fertugs og náði þremur 40 stiga leikjum eftir að hafa náð 39 ára aldri. Standing ovation for LeBron James from the Brooklyn crowd. He checks out with 40 points on 13-for-17 shooting, 7 assists and 5 rebounds. He tied a career high in 3-pointers, going 9-for-10 from deep. pic.twitter.com/WeKY73OY0o— Dave McMenamin (@mcten) April 1, 2024 „Í hvert skipti sem maður er tengdur við þá allra bestu þá er það býsna svalt,“ sagði James eftir sigurinn í nótt. Eftir sigurinn eru Lakers í 9. sæti vesturdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni, þegar liðið á sjö leiki eftir, en Nets eru í 11. sæti austurdeildarinnar. D‘Angelo Russell skoraði 18 stig fyrir Lakers og rauf þar með 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Úrslitakeppnin liti svona út ef deildakeppninni væri lokið, en enn eru tvær vikur eftir.NBA.com Af öðrum úrslitum má nefna að Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2020, með því að vinna New York Knicks 113-112. Shai Gilgeous-Alexander skoraði sigurkörfuna þegar 2,6 sekúndurd voru eftir. Meistarar Denver Nuggets tryggðu sig einnig endanlega inn í úrslitakeppnina með því að vinna Cleveland Cavaliers, 130-101. Nikola Jokic náði þrennu í 23. sinn á tímabilinu en hann skoraði 26 stig, tók 18 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Dallas Mavericks hafa svo unnið sjö leiki í röð en Luka Doncic skoraði 47 stig fyrir þá í gærkvöld, í 125-107 sigri á Houston Rockets, sem höfðu unnið 11 leiki í röð. Doncic tók 12 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
James skoraði alls 40 stig í leiknum og er aðeins annar körfuboltamaðurinn í sögunni til að skora 40 stig í meira en einum NBA-leik, eftir að hafa orðið 39 ára. Hinn er Michael Jordan sem lék til fertugs og náði þremur 40 stiga leikjum eftir að hafa náð 39 ára aldri. Standing ovation for LeBron James from the Brooklyn crowd. He checks out with 40 points on 13-for-17 shooting, 7 assists and 5 rebounds. He tied a career high in 3-pointers, going 9-for-10 from deep. pic.twitter.com/WeKY73OY0o— Dave McMenamin (@mcten) April 1, 2024 „Í hvert skipti sem maður er tengdur við þá allra bestu þá er það býsna svalt,“ sagði James eftir sigurinn í nótt. Eftir sigurinn eru Lakers í 9. sæti vesturdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni, þegar liðið á sjö leiki eftir, en Nets eru í 11. sæti austurdeildarinnar. D‘Angelo Russell skoraði 18 stig fyrir Lakers og rauf þar með 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Úrslitakeppnin liti svona út ef deildakeppninni væri lokið, en enn eru tvær vikur eftir.NBA.com Af öðrum úrslitum má nefna að Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2020, með því að vinna New York Knicks 113-112. Shai Gilgeous-Alexander skoraði sigurkörfuna þegar 2,6 sekúndurd voru eftir. Meistarar Denver Nuggets tryggðu sig einnig endanlega inn í úrslitakeppnina með því að vinna Cleveland Cavaliers, 130-101. Nikola Jokic náði þrennu í 23. sinn á tímabilinu en hann skoraði 26 stig, tók 18 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Dallas Mavericks hafa svo unnið sjö leiki í röð en Luka Doncic skoraði 47 stig fyrir þá í gærkvöld, í 125-107 sigri á Houston Rockets, sem höfðu unnið 11 leiki í röð. Doncic tók 12 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum