Stóðu og klöppuðu fyrir James eftir afrek sem aðeins Jordan hafði náð Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 12:00 LeBron James var vel fagnað í New York í gær og þakkaði fyrir sig. AP Photo/John Munson LeBron James setti niður níu þriggja stiga skot fyrir Los Angeles Lakers og var hylltur af heimafólki í New York í gærkvöld, eftir 116-104 sigur Lakers á Brooklyn Nets í NBA-deildinni. James skoraði alls 40 stig í leiknum og er aðeins annar körfuboltamaðurinn í sögunni til að skora 40 stig í meira en einum NBA-leik, eftir að hafa orðið 39 ára. Hinn er Michael Jordan sem lék til fertugs og náði þremur 40 stiga leikjum eftir að hafa náð 39 ára aldri. Standing ovation for LeBron James from the Brooklyn crowd. He checks out with 40 points on 13-for-17 shooting, 7 assists and 5 rebounds. He tied a career high in 3-pointers, going 9-for-10 from deep. pic.twitter.com/WeKY73OY0o— Dave McMenamin (@mcten) April 1, 2024 „Í hvert skipti sem maður er tengdur við þá allra bestu þá er það býsna svalt,“ sagði James eftir sigurinn í nótt. Eftir sigurinn eru Lakers í 9. sæti vesturdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni, þegar liðið á sjö leiki eftir, en Nets eru í 11. sæti austurdeildarinnar. D‘Angelo Russell skoraði 18 stig fyrir Lakers og rauf þar með 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Úrslitakeppnin liti svona út ef deildakeppninni væri lokið, en enn eru tvær vikur eftir.NBA.com Af öðrum úrslitum má nefna að Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2020, með því að vinna New York Knicks 113-112. Shai Gilgeous-Alexander skoraði sigurkörfuna þegar 2,6 sekúndurd voru eftir. Meistarar Denver Nuggets tryggðu sig einnig endanlega inn í úrslitakeppnina með því að vinna Cleveland Cavaliers, 130-101. Nikola Jokic náði þrennu í 23. sinn á tímabilinu en hann skoraði 26 stig, tók 18 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Dallas Mavericks hafa svo unnið sjö leiki í röð en Luka Doncic skoraði 47 stig fyrir þá í gærkvöld, í 125-107 sigri á Houston Rockets, sem höfðu unnið 11 leiki í röð. Doncic tók 12 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. NBA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
James skoraði alls 40 stig í leiknum og er aðeins annar körfuboltamaðurinn í sögunni til að skora 40 stig í meira en einum NBA-leik, eftir að hafa orðið 39 ára. Hinn er Michael Jordan sem lék til fertugs og náði þremur 40 stiga leikjum eftir að hafa náð 39 ára aldri. Standing ovation for LeBron James from the Brooklyn crowd. He checks out with 40 points on 13-for-17 shooting, 7 assists and 5 rebounds. He tied a career high in 3-pointers, going 9-for-10 from deep. pic.twitter.com/WeKY73OY0o— Dave McMenamin (@mcten) April 1, 2024 „Í hvert skipti sem maður er tengdur við þá allra bestu þá er það býsna svalt,“ sagði James eftir sigurinn í nótt. Eftir sigurinn eru Lakers í 9. sæti vesturdeildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrslitakeppninni, þegar liðið á sjö leiki eftir, en Nets eru í 11. sæti austurdeildarinnar. D‘Angelo Russell skoraði 18 stig fyrir Lakers og rauf þar með 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Úrslitakeppnin liti svona út ef deildakeppninni væri lokið, en enn eru tvær vikur eftir.NBA.com Af öðrum úrslitum má nefna að Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn síðan árið 2020, með því að vinna New York Knicks 113-112. Shai Gilgeous-Alexander skoraði sigurkörfuna þegar 2,6 sekúndurd voru eftir. Meistarar Denver Nuggets tryggðu sig einnig endanlega inn í úrslitakeppnina með því að vinna Cleveland Cavaliers, 130-101. Nikola Jokic náði þrennu í 23. sinn á tímabilinu en hann skoraði 26 stig, tók 18 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Dallas Mavericks hafa svo unnið sjö leiki í röð en Luka Doncic skoraði 47 stig fyrir þá í gærkvöld, í 125-107 sigri á Houston Rockets, sem höfðu unnið 11 leiki í röð. Doncic tók 12 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.
NBA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira