„Halda kannski að ég geti bara komið hingað og við förum bara að vinna titla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 13:15 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni sem þjálfari KR sem hann gerði þrívegis að Íslandsmeisturum. Vísir/Hulda Margrét Það styttist í fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta og Baldur Sigurðsson fer í sína síðustu heimsókn í kvöld þegar lokaþáttur Lengsta undirbúningstímabils í heimi er á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld. Baldur hefur hingað til heimsótt lið Stjörnunnar, ÍA, Vals, Vestra og HK en núna er komið að því að kíkja á Framara. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport og byrjar klukkan 20.00. Rúnar Kristinsson var í þáttunum í fyrra en þá sem þjálfari KR-liðsins. Nú hefur hann fært sig yfir í Garfarholtið og stýrir Framliðinu í sumar. „Það fylgja þér miklar væntingar. Er ekki pressa að koma hingað í Fram með þessar væntingar,“ spurði Baldur fyrrum þjálfara sinn. „Jú vissulega. Ég hef hitt ofboðslega marga Framara og fengið fréttir af Framörum sem hafa glaðst yfir því að ég sé að koma. Þá finnur maður fyrir þessari pressu,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Það sem fylgir þessu oft er að fólk heldur kannski að ég geti bara komið hingað og við förum bara að vinna titla. Ég held að flest allir vita það að þarf miklu meira til,“ sagði Rúnar. Hann kallar eftir frekari liðstyrk fyrir átökin í Bestu deildinni. „Við þurfum góðan leikmannahóp og við þurfum að styrkja liðið. Við þurfum að bæta við okkur góðum leikmönnum. Það er ekki af ástæðulausu að Framliðið varð í tíunda sæti í fyrra eða áttunda sæti þar á undan,“ sagði Rúnar. „Yfirleitt lýgur taflan ekkert. Ég sem þjálfari tek ekki við sama leikmannahópnum og lyfti þeim upp um tíu sæti eða átta. Það þarf meira til, gott teymi og góða þjálfara. Menn telja sig kannski vera með það í höndunum núna miðað við það hvernig menn tala,“ sagði Rúnar. „Ég þarf að fá backup líka. Ég þarf að fá leikmenn og við þurfum að fá stuðning frá öllum. Ég er ekkert að fara út á völl og vinna fótboltaleiki. Ég get reynt að stýra liðinu og reynt að gera mitt besta ,“ sagði Rúnar. „Þetta getur allt orðið eins og í fyrra ef ég næ ekki til leikmannanna. Best fyrir mig væri að fá tvo til þrjá nýja leikmenn í viðbót við þá tvo sem ég er búinn að fá. Við erum reyndar búnir að missa töluvert fleiri. Af hverju ætti ég að ná eitthvað betri árangri en náðist í fyrra,“ spurði Rúnar. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Þá finnur maður fyrir þessari pressu Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira
Baldur hefur hingað til heimsótt lið Stjörnunnar, ÍA, Vals, Vestra og HK en núna er komið að því að kíkja á Framara. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport og byrjar klukkan 20.00. Rúnar Kristinsson var í þáttunum í fyrra en þá sem þjálfari KR-liðsins. Nú hefur hann fært sig yfir í Garfarholtið og stýrir Framliðinu í sumar. „Það fylgja þér miklar væntingar. Er ekki pressa að koma hingað í Fram með þessar væntingar,“ spurði Baldur fyrrum þjálfara sinn. „Jú vissulega. Ég hef hitt ofboðslega marga Framara og fengið fréttir af Framörum sem hafa glaðst yfir því að ég sé að koma. Þá finnur maður fyrir þessari pressu,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Það sem fylgir þessu oft er að fólk heldur kannski að ég geti bara komið hingað og við förum bara að vinna titla. Ég held að flest allir vita það að þarf miklu meira til,“ sagði Rúnar. Hann kallar eftir frekari liðstyrk fyrir átökin í Bestu deildinni. „Við þurfum góðan leikmannahóp og við þurfum að styrkja liðið. Við þurfum að bæta við okkur góðum leikmönnum. Það er ekki af ástæðulausu að Framliðið varð í tíunda sæti í fyrra eða áttunda sæti þar á undan,“ sagði Rúnar. „Yfirleitt lýgur taflan ekkert. Ég sem þjálfari tek ekki við sama leikmannahópnum og lyfti þeim upp um tíu sæti eða átta. Það þarf meira til, gott teymi og góða þjálfara. Menn telja sig kannski vera með það í höndunum núna miðað við það hvernig menn tala,“ sagði Rúnar. „Ég þarf að fá backup líka. Ég þarf að fá leikmenn og við þurfum að fá stuðning frá öllum. Ég er ekkert að fara út á völl og vinna fótboltaleiki. Ég get reynt að stýra liðinu og reynt að gera mitt besta ,“ sagði Rúnar. „Þetta getur allt orðið eins og í fyrra ef ég næ ekki til leikmannanna. Best fyrir mig væri að fá tvo til þrjá nýja leikmenn í viðbót við þá tvo sem ég er búinn að fá. Við erum reyndar búnir að missa töluvert fleiri. Af hverju ætti ég að ná eitthvað betri árangri en náðist í fyrra,“ spurði Rúnar. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Þá finnur maður fyrir þessari pressu
Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira