Ekki er skýrt í færslunni hvort hún sé að hætta í tónlist eða á samfélagsmiðlum.
„Ég er orðin þreytt á því að þurfa að þola það að vera rifin niður af öllum í lífi mínu og á Internetinu,“ segir Lizzo í færslunni.
Í frétt BBC um málið segir að færslan sé birt eftir að lögmaður fyrrverandi dansara hennar gagnrýndi tónlistarhátíð fyrir að velja hana sem aðalstjörnu hátíðarinnar. Fyrrverandi dansarar hennar sökuðu hana um kynferðislega áreitni og fyrir að búa til eitraða vinnustaðamenningu í fyrra. Lizzo hefur alltaf neitað ásökununum.
„Það eina sem ég vil gera er að búa til tónlist og að gera fólk hamingjusamt og hjálpa heiminum að vera betri en hann er. En mér líður eins og heimurinn vilji ekkert með mig hafa,“ segir hún í færslunni sem má lesa að ofan í heild sinni.
Þar kemur einnig fram að söngkonan sé þreytt á gríni um útlit hennar og að fólk sem hún þekkir ekkert sé að gagnrýna hana.
„Ég skráði mig ekki í þetta,“ segir hún að lokum og að hún sé hætt.