Heimmenn höfðu betur, 130-126 og þar munaði mest um frammistöðu nýliðans magnaða Victor Wembanyama. Leikurinn endaði í framlengingu eftir magnaða endurkomu.
WHAT. A. BATTLE.
— NBA (@NBA) March 30, 2024
Jalen Brunson: 61 PTS (career high) | 25 FGM | 5 3PM | 6 AST
Victor Wembanyama: 40 PTS (career high) | 20 REB | 7 AST
Spurs top the Knicks in an overtime THRILLER. pic.twitter.com/SSF1NOUDWp
Wembanyama endaði leikinn með 40 stig, 20 fráköst og 7 stoðsendingar.
Þetta er aðeins í annað skiptið í sögunni þar sem leikmaður í öðru liðinu skorar sextíu stig og leikmaður í hinu liðinu er með 40-20 leik.
Það gerðist í fyrsta skiptið og síðast árið 1961. Þá var Elgin Baylor með 63 stig og Wilt Chamberlain skoraði 78 stig og tók 43 fráköst.
Brunson skoraði 38 af 61 stigi sínum í seinni hálfleiknum sem er metjöfnun við Patrick Ewing yfir það mesta sem Knicks leikmaður hefur skorað í hálfleik.
Brunson hjálpaði Knicks að vinna upp 21 stigs forskot og koma sér aftur inn í leikinn. Brunson tók 47 skot og hitti úr 25 þeirra. Þetta eru flest skot tekin í einum leik síðan Kobe Bryant lék sinn síðasta leik árið 2016.
"I've never seen so much greatness before... I've just witnessed so much greatness and I want to be a part of it... I'm on the right path, I know it"
— NBA (@NBA) March 30, 2024
- Wemby on the NBA's talent level and aspirations to leave his mark pic.twitter.com/aCaj0AReBj