Leiðin til betri lífskjara og velferðar Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 29. mars 2024 20:38 Þegar að formaður Samfylkingarnar og aðrir lukkuriddar, birtast með lausn á öllum heimsins/ríkisins vandamálum, er fjármögnun þeirra aðgerða einatt sú, að sækja peningana þar sem þeir eru. Í því sambandi er helst talað um að hækka, bankaskatt, fjármagnstekjuskatt og veiðigjald. Það er nokkuð augljóst, ef vægi allra þessara skatta er vegið í heildarsamhengi skatttekna ríkissjóðs, að til þess að kreista fram marktækar upphæðir með hækkun þeirra, þyrfti að hækka þá alla verulega. Enda þessir skattar innan við 10% af heildarskatttekjum ríkissjóðs. Eflaust myndi “næg”hækkun í einhverjum tilfellum þýða, hreina og klára eignaupptöku. Ef við byrjum á bankaskattinum, þá þyrfti hann að hækka um að minnsta kosti 100 - 200%, svo hækkunin gerði eitthvað gagn. En sennilega er það ekki besta leiðin til þess að ná markmiðum um að lækka vexti og verðbólgu. Hvað fjármagnstekjuskattinn varðar, þá þyrfti því að hækka hann um tugi prósenta, eða að minnsta kosti 30-50% til þess að fá tekjuaukningu sem einhverju máli skipti í heildarsamhenginu. Yfir helmingur þeirra sem greiða fjármagnstekjuskatt eru 60 ára og eldri. Hækkunina mætti því að miklu leyti kalla aukinn eldriborgaraskatt. Auk þess sem að hækkunin myndi auðvitað draga úr umsvifum í þjóðfélaginu vegna þess að það eru jú svokallaðir fjármagnseigendur sem fjárfesta í atvinnulífinu og aukinni verðmætasköpun. Hugmyndir um að skattleggja bara sérstaklega, ákveðna hópa fjármagnseigenda, myndi svo í besta falli stappa nærri eignaupptöku. Ætti sú hugmynd að skila marktækum árangri. Veiðigjaldið reiknast nú sem 33% af afkomu veiðanna. Mig minnir að það sé áætlað að veiðigjaldið verði um 10 milljarðar í ár. Allt undir 100% hækkun gjaldsins er því gagnslaust með öllu. Talað hefur verið um hækka bara veiðigjaldið stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum sem mestum hagnaði skila. Verði sú leið farin, er auðvitað verið að skattleggja aukalega, árangur þessara fyrirtækja af fjárfestingum sínum í tækjabúnaði, markaðsstarfi og nýsköpun. Hvaða hvata hefðu þá þessi fyrirtæki til þess að leita leiða til að auka verðmætasköpun sína? Samanteknar hækkanir af þessum dæmum hér að ofan, gætu eflaust skilað einhverjum tugmilljörðum á ársgrundvelli. Allar þessar hækkanir hafa það sammerkt að þær muni á einn eða annan hátt, draga úr umsvifum og leiða þá um leið til lækkunnar á öðrum skattstofnum ríkissjóðs, eins og tekjuskatti lögaðila og tekjuskatti launatekna. Auk þess yrði viðbúið að skattstofn fjármagnstekna myndi dragast verulega saman. Það er því auðvitað spurning, hversu mikið af þessari áætluðu tekjuöflun, myndu í raun skila sér í ríkiskassann. Skilin gætu jafnvel orðið neikvæð, ef umsvifin minnka þess meira. Það þarf enginn að segja mér annað, en að hagfræðimenntaður formaður Samfylkingarnar, viti þetta allt saman. Og eflaust líka allir hinir lukkuriddaranir. En hvað skildi þá valda því að þessir aðilar tali með þessum hætti? Ekki er ólíklegt að svarið sé einfaldlega það, að auðvelt er að skapa andúð hjá almenningi gagnvart bönkunum, fjármagseigendum og sjávarútvegsfyrirtækjum. Að auðveldasta leiðin til að vinna hugmyndum sínum fylgi, sé að beita einu helsta trixi lýðhyggjunnar þ.e. að benda almenningi á og fá hann til að trúa því, hver eða hverjir séu helstu óvinir almennings og dragbítar á öll eðlileg lífsgæði almennings. Leið lýðhyggjunnar til betri lífskjara og velferðar, er því dæmd til að mistakast og verða þau mistök okkur öllum dýr. Leiðin til betri lífskjara og velferðar, er auðvitað vörðuð því, að með hóflegri skattheimtu og fleiri aðgerðum stjórnvalda og að skapaðar verði hér aðstæður til frekari umsvifa, frekari atvinnuuppbyggingar og frekari verðmætasköpunar. Nær undantekningalaust leiðir sú leið ekki af sér hærri útgjöld ríkissjóðs. Heldur þvert á móti eykur hún tekjur ríkissjóðs og gerir hann um leið tilbúnari til þess að takast á við þær áskoranir allar sem bíða handan við hornið. Lífskjör okkar og velferð má aldrei taka að láni hjá kynslóðum framtíðar, líkt og leið lýðhyggjunnar leiðir til. Lífskjör okkar og velferð verðum við að skapa okkur sjálf, með elju og dugnaði í umhverfi hófsamra skatta og hófsamra opinberra umsvifa. Tækifærið er núna. Framtíðin hefst í dag. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þegar að formaður Samfylkingarnar og aðrir lukkuriddar, birtast með lausn á öllum heimsins/ríkisins vandamálum, er fjármögnun þeirra aðgerða einatt sú, að sækja peningana þar sem þeir eru. Í því sambandi er helst talað um að hækka, bankaskatt, fjármagnstekjuskatt og veiðigjald. Það er nokkuð augljóst, ef vægi allra þessara skatta er vegið í heildarsamhengi skatttekna ríkissjóðs, að til þess að kreista fram marktækar upphæðir með hækkun þeirra, þyrfti að hækka þá alla verulega. Enda þessir skattar innan við 10% af heildarskatttekjum ríkissjóðs. Eflaust myndi “næg”hækkun í einhverjum tilfellum þýða, hreina og klára eignaupptöku. Ef við byrjum á bankaskattinum, þá þyrfti hann að hækka um að minnsta kosti 100 - 200%, svo hækkunin gerði eitthvað gagn. En sennilega er það ekki besta leiðin til þess að ná markmiðum um að lækka vexti og verðbólgu. Hvað fjármagnstekjuskattinn varðar, þá þyrfti því að hækka hann um tugi prósenta, eða að minnsta kosti 30-50% til þess að fá tekjuaukningu sem einhverju máli skipti í heildarsamhenginu. Yfir helmingur þeirra sem greiða fjármagnstekjuskatt eru 60 ára og eldri. Hækkunina mætti því að miklu leyti kalla aukinn eldriborgaraskatt. Auk þess sem að hækkunin myndi auðvitað draga úr umsvifum í þjóðfélaginu vegna þess að það eru jú svokallaðir fjármagnseigendur sem fjárfesta í atvinnulífinu og aukinni verðmætasköpun. Hugmyndir um að skattleggja bara sérstaklega, ákveðna hópa fjármagnseigenda, myndi svo í besta falli stappa nærri eignaupptöku. Ætti sú hugmynd að skila marktækum árangri. Veiðigjaldið reiknast nú sem 33% af afkomu veiðanna. Mig minnir að það sé áætlað að veiðigjaldið verði um 10 milljarðar í ár. Allt undir 100% hækkun gjaldsins er því gagnslaust með öllu. Talað hefur verið um hækka bara veiðigjaldið stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum sem mestum hagnaði skila. Verði sú leið farin, er auðvitað verið að skattleggja aukalega, árangur þessara fyrirtækja af fjárfestingum sínum í tækjabúnaði, markaðsstarfi og nýsköpun. Hvaða hvata hefðu þá þessi fyrirtæki til þess að leita leiða til að auka verðmætasköpun sína? Samanteknar hækkanir af þessum dæmum hér að ofan, gætu eflaust skilað einhverjum tugmilljörðum á ársgrundvelli. Allar þessar hækkanir hafa það sammerkt að þær muni á einn eða annan hátt, draga úr umsvifum og leiða þá um leið til lækkunnar á öðrum skattstofnum ríkissjóðs, eins og tekjuskatti lögaðila og tekjuskatti launatekna. Auk þess yrði viðbúið að skattstofn fjármagnstekna myndi dragast verulega saman. Það er því auðvitað spurning, hversu mikið af þessari áætluðu tekjuöflun, myndu í raun skila sér í ríkiskassann. Skilin gætu jafnvel orðið neikvæð, ef umsvifin minnka þess meira. Það þarf enginn að segja mér annað, en að hagfræðimenntaður formaður Samfylkingarnar, viti þetta allt saman. Og eflaust líka allir hinir lukkuriddaranir. En hvað skildi þá valda því að þessir aðilar tali með þessum hætti? Ekki er ólíklegt að svarið sé einfaldlega það, að auðvelt er að skapa andúð hjá almenningi gagnvart bönkunum, fjármagseigendum og sjávarútvegsfyrirtækjum. Að auðveldasta leiðin til að vinna hugmyndum sínum fylgi, sé að beita einu helsta trixi lýðhyggjunnar þ.e. að benda almenningi á og fá hann til að trúa því, hver eða hverjir séu helstu óvinir almennings og dragbítar á öll eðlileg lífsgæði almennings. Leið lýðhyggjunnar til betri lífskjara og velferðar, er því dæmd til að mistakast og verða þau mistök okkur öllum dýr. Leiðin til betri lífskjara og velferðar, er auðvitað vörðuð því, að með hóflegri skattheimtu og fleiri aðgerðum stjórnvalda og að skapaðar verði hér aðstæður til frekari umsvifa, frekari atvinnuuppbyggingar og frekari verðmætasköpunar. Nær undantekningalaust leiðir sú leið ekki af sér hærri útgjöld ríkissjóðs. Heldur þvert á móti eykur hún tekjur ríkissjóðs og gerir hann um leið tilbúnari til þess að takast á við þær áskoranir allar sem bíða handan við hornið. Lífskjör okkar og velferð má aldrei taka að láni hjá kynslóðum framtíðar, líkt og leið lýðhyggjunnar leiðir til. Lífskjör okkar og velferð verðum við að skapa okkur sjálf, með elju og dugnaði í umhverfi hófsamra skatta og hófsamra opinberra umsvifa. Tækifærið er núna. Framtíðin hefst í dag. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar