Fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið fram bak við skrifborðið smáa, en þáttaröðin er á vegum NPR fjölmiðlaveitunnar. Meðal þeirra sem spilað hafa í þáttaröðinni eru Post Malone, Sam Smith, Young Thug og Adele.
Í lýsingu á þættinum er Víkingi lýst sem hæfileikaríkum útsetjara og farið yfir feril hans og verkefni, en Víkingur er nú á tónleikaferðalagi um heiminn og spilar Goldberg-tilbrigðin eftir Bach fyrir fullum tónleikahöllum víða um heim. Næstu tónleikar hans eru 19. apríl í Zürich í Sviss. Samkvæmt vefsíðu Deutsche Grammophon er Víkingur með bókaða tónleika fram í mars á næsta ári.
Hér að neðan má sjá smáskrifborðstónleikana.