Arnór frá út tímabilið eftir ömurlega tæklingu Ísraelans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2024 19:00 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu undir lok síðasta árs. Vísir/Getty Images Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson spilar ekki meira á þessari leiktíð vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik Íslands og Ísrael á dögunum. Arnór var í byrjunarliðinu á fræknum 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Hann gat þó ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Úkraínu þar sem hann fór meiddur af velli gegn Ísrael eftir ömurlega tæklingu Roy Revivo. Revivo trylltist þegar hann fékk að líta rauða spjaldið en það breytir því miður litlu fyrir Arnór sem verður frá út leiktíðina. Það staðfesti þjálfari hans hjá Blacburn Rovers, John Eustace, fyrr í dag. Um er að ræða mikið högg fyrir hinn 24 ára gamla Arnór sem var að ná sínum fyrri styrk en hann gekk í raðir Blackburns fyrr á leiktíðinni. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli á nára var Arnór orðinn lykilmaður þegar Jon Dahl Tomasson var þjálfari. Sá tók við sænska landsliðinu og inn kom Eustace. Breytti hann um kerfi og setti Arnór á bekkinn þar sem hann notaði í raun ekki vængmenn heldur vængbakverði. Arnór var hins vegar búinn að vinna sér inn sæti í liðinu sem er í bullandi fallbaráttu. „Um er að ræða mikið högg fyrir okkur. Hann varð fyrir barðinu á ljótri tæklingu, fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti 10 vikur. Hann hefur gert mjög vel í síðustu leikjum og ég hef verið mjög ánægður með hann og hans frammistöðu. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Eustace á blaðamannafundi. John Eustace provides an injury update on @arnorsigurdsson and @JBucko21 ahead of our Good Friday clash with Ipswich Town.#Rovers pic.twitter.com/uftke7AM0J— Blackburn Rovers (@Rovers) March 27, 2024 Blackburn er eins og áður sagði í bullandi fallbaráttu og mætir Ipswich Town, liði sem stefnir upp í ensku úrvalsdeildina, á morgun – föstudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 17.25. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Arnór var í byrjunarliðinu á fræknum 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Hann gat þó ekki tekið þátt í úrslitaleiknum gegn Úkraínu þar sem hann fór meiddur af velli gegn Ísrael eftir ömurlega tæklingu Roy Revivo. Revivo trylltist þegar hann fékk að líta rauða spjaldið en það breytir því miður litlu fyrir Arnór sem verður frá út leiktíðina. Það staðfesti þjálfari hans hjá Blacburn Rovers, John Eustace, fyrr í dag. Um er að ræða mikið högg fyrir hinn 24 ára gamla Arnór sem var að ná sínum fyrri styrk en hann gekk í raðir Blackburns fyrr á leiktíðinni. Eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli á nára var Arnór orðinn lykilmaður þegar Jon Dahl Tomasson var þjálfari. Sá tók við sænska landsliðinu og inn kom Eustace. Breytti hann um kerfi og setti Arnór á bekkinn þar sem hann notaði í raun ekki vængmenn heldur vængbakverði. Arnór var hins vegar búinn að vinna sér inn sæti í liðinu sem er í bullandi fallbaráttu. „Um er að ræða mikið högg fyrir okkur. Hann varð fyrir barðinu á ljótri tæklingu, fór í myndatöku og þetta verða að minnsta kosti 10 vikur. Hann hefur gert mjög vel í síðustu leikjum og ég hef verið mjög ánægður með hann og hans frammistöðu. Þetta er landsliðsmaður sem getur skorað mörk, þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur,“ sagði Eustace á blaðamannafundi. John Eustace provides an injury update on @arnorsigurdsson and @JBucko21 ahead of our Good Friday clash with Ipswich Town.#Rovers pic.twitter.com/uftke7AM0J— Blackburn Rovers (@Rovers) March 27, 2024 Blackburn er eins og áður sagði í bullandi fallbaráttu og mætir Ipswich Town, liði sem stefnir upp í ensku úrvalsdeildina, á morgun – föstudag. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport og hefst útsending klukkan 17.25.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira