Foreldrar með börn í vímuefnaneyslu og úrræði Dagbjört Ósk Steindórsdóttir skrifar 28. mars 2024 18:00 Foreldrar með börn í vímuefnaneyslu, eiga að geta farið strax og fengið ráðgjöf vegna vandans og ber ríkisvaldinu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að standa bak þeirra úrræða sem eru til staðar. Á dögunum kom út svört skýrsla frá ríkisendurskoðun vegna vímuefnavandans og í henni eru stjórnvöld afhausuð vegna þess þau taka ekki fulla ábyrgð, vilja þau fá aðra svarta skýrslu vegna úrræðaleysis í garð barna sem eiga við vímuefnavanda að stríða eftir nokkur ár? Takk, ríkisendurskoðun fyrir að koma með þetta svart á hvítu það sem við vissum en ríkisstjórn hefur hundsað áfengis og vímuefnavandann í landinu. Full ástæða er til að vera á varðbergi vegna áfengis og vímuefnavanda barna og fjölskyldna og treysti ég því að ríkisendurskoðun taki þessa grein alvarlega og skoði mál þessi mál Það eru fá úrræði til staðar fyrir börn í vímuefnavanda og ráðamönnum þjóðarinnar ber skylda að standa vörð um þeirra starfsemi, þau eiga stóran þátt í því að forða fjölskyldum frá þeirri sáru reynslu að missa barnið sitt í neyslu. Ég er búin að skoða þau úrræði sem eru til staðar og hvaða úrræði virka og eiga að vera á föstum fjárframlögum en eru það ekki, einfalt, það er foreldrahúsið, skoðið heimasíðu þeirra og þá sjáið þið svart á hvítu að svo er, Foreldrahúsið er það eina sem með réttu getur boðið upp á sérhæfða meðferð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í vímuefnavanda. Foreldrahús verður að fá stuðning til áframhaldandi starfsemi, því framundan er töluverð aukning ungmenna sem mun þurfa hjálp vegna neyslu og því miður er það er raunhæf framtíðarsýn. Því er haldið fram að 7% barna í tíunda bekk sé í neyslu en ég tel að þau séu helmingi fleiri ef ekki meira og takið eftir þessi könnun nær bara yfir tíunda bekk, hvað þá með hina yngri? Það er stór hópur sem er ósjáanlegur og hvernig verður það þegar sá hópur fer að detta inn og þjónustuna vantar? Foreldrahúsið lokar mögulega ef það fær ekki þjónustusamning við ríkið og Það verða færri úrræði og vandamálin hrannast upp með skelfilegum afleiðingum og skömmin verður ríkisins. En Stuðlar spyr fólk oft í sömu andrá, ég skal svara því, til að komast í meðferð hjá Stuðlum þarf að vera opið mál hjá barnavernd, þarafleiðandi, ekki allir sem komast þangað inn og þar er börnum með vímuefnavanda blandað við börn með annarsskonar hegðunarvanda, þessir hópar eiga ekki samleið. Foreldrahúsið er sérhæft fyrir börn og fjölskyldur sem eiga við vímuefnavanda að stríða og öllum aðgengilegt, Foreldrahús hefur sinnt þessari þjónustu í þrjátíu og átta ár og það er eðlilegasti hlutur að þeirra þjónusta komist á föst fjárframlög og stjórnvaldinu ber að horfa til þeirra foreldra sem eiga í vanda í stað þess að útiloka þau og veita þeim ekki áheyrn, Það á enginn að þurfa að upplifa sig bjargarlausan með barnið sitt, það á að styðja við það eina sérhæfða úrræði sem er til staðar og ég endurtek það eru ekki allir með opin mál hjá barnaverndarstofu. Þingmenn þið talið mjög lítið sem ekkert um börn í vímuefnavanda inná þingi hvers vegna? Viljið þið bara hafa þau útí horni eins og skítugu börnin hennar Evu og sópa börnunum undir teppi? Eða er það sama og er uppá teningnum varðandi fullorðna, ykkur er alveg sama? Það eru allavega skilaboðin frá ykkur nema frá örfáum þingmönnum og þá vil ég nefna Sigmar Guðmundsson, Ingu Sæland og Diljá Mist Einarsdóttir, takk fyrir þeirra baráttu, þau skjóta ykkur hinum ref fyrir rass og okkar fólki hlýnar um hjartarætur að vita af þeirra baráttu og þau virkilega láta okkur finna að fíknisjúklingar þurfi og eigi að fá viðeigandi skilning. Þingheimur, ykkur ber skylda til að kynna ykkur börn með vímuefnavanda og hlusta! Ég veit hvað klukkan slær, ég veit ábyggilega miklu meira en þið hvað er að gerast svo takið þessa grein alvarlega! Stjórnvöld! Ásmundur Daðason barnamálaráðherra! Gyrðið ykkur í brók og standið ykkur einu sinni sem menn fólksins, þið eruð i vinnu hjá okkur! Setjið Foreldrahús á föst fjárframlög! Foreldrahús sem hefur staðið vaktina bakvið foreldra og börn í vímuefnavanda, tekið þátt í sorgum þeirra og sigrum. Eina úrræðið sem með sanni getur sinnt þessum málaflokki. Hættið að kaupa tryggingar og selja banka, farið að snúa ykkur að því sem skiptir máli! Það er æskan, börnin okkar, börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Börn í dag með vímuefnavanda eiga eftir að verða fullorðin og þingheimur fyrirbyggið þá skömm sem fylgir því að gera ekki neitt, ekki bregðast þessum börnum og foreldrum, ekki lenda í þeim aðstæðum að þurfa að standa frammi fyrir þeim seinna meir og segja fyrirgefið, við brugðumst ykkur og ykkar foreldrum! Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Foreldrar með börn í vímuefnaneyslu, eiga að geta farið strax og fengið ráðgjöf vegna vandans og ber ríkisvaldinu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að standa bak þeirra úrræða sem eru til staðar. Á dögunum kom út svört skýrsla frá ríkisendurskoðun vegna vímuefnavandans og í henni eru stjórnvöld afhausuð vegna þess þau taka ekki fulla ábyrgð, vilja þau fá aðra svarta skýrslu vegna úrræðaleysis í garð barna sem eiga við vímuefnavanda að stríða eftir nokkur ár? Takk, ríkisendurskoðun fyrir að koma með þetta svart á hvítu það sem við vissum en ríkisstjórn hefur hundsað áfengis og vímuefnavandann í landinu. Full ástæða er til að vera á varðbergi vegna áfengis og vímuefnavanda barna og fjölskyldna og treysti ég því að ríkisendurskoðun taki þessa grein alvarlega og skoði mál þessi mál Það eru fá úrræði til staðar fyrir börn í vímuefnavanda og ráðamönnum þjóðarinnar ber skylda að standa vörð um þeirra starfsemi, þau eiga stóran þátt í því að forða fjölskyldum frá þeirri sáru reynslu að missa barnið sitt í neyslu. Ég er búin að skoða þau úrræði sem eru til staðar og hvaða úrræði virka og eiga að vera á föstum fjárframlögum en eru það ekki, einfalt, það er foreldrahúsið, skoðið heimasíðu þeirra og þá sjáið þið svart á hvítu að svo er, Foreldrahúsið er það eina sem með réttu getur boðið upp á sérhæfða meðferð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í vímuefnavanda. Foreldrahús verður að fá stuðning til áframhaldandi starfsemi, því framundan er töluverð aukning ungmenna sem mun þurfa hjálp vegna neyslu og því miður er það er raunhæf framtíðarsýn. Því er haldið fram að 7% barna í tíunda bekk sé í neyslu en ég tel að þau séu helmingi fleiri ef ekki meira og takið eftir þessi könnun nær bara yfir tíunda bekk, hvað þá með hina yngri? Það er stór hópur sem er ósjáanlegur og hvernig verður það þegar sá hópur fer að detta inn og þjónustuna vantar? Foreldrahúsið lokar mögulega ef það fær ekki þjónustusamning við ríkið og Það verða færri úrræði og vandamálin hrannast upp með skelfilegum afleiðingum og skömmin verður ríkisins. En Stuðlar spyr fólk oft í sömu andrá, ég skal svara því, til að komast í meðferð hjá Stuðlum þarf að vera opið mál hjá barnavernd, þarafleiðandi, ekki allir sem komast þangað inn og þar er börnum með vímuefnavanda blandað við börn með annarsskonar hegðunarvanda, þessir hópar eiga ekki samleið. Foreldrahúsið er sérhæft fyrir börn og fjölskyldur sem eiga við vímuefnavanda að stríða og öllum aðgengilegt, Foreldrahús hefur sinnt þessari þjónustu í þrjátíu og átta ár og það er eðlilegasti hlutur að þeirra þjónusta komist á föst fjárframlög og stjórnvaldinu ber að horfa til þeirra foreldra sem eiga í vanda í stað þess að útiloka þau og veita þeim ekki áheyrn, Það á enginn að þurfa að upplifa sig bjargarlausan með barnið sitt, það á að styðja við það eina sérhæfða úrræði sem er til staðar og ég endurtek það eru ekki allir með opin mál hjá barnaverndarstofu. Þingmenn þið talið mjög lítið sem ekkert um börn í vímuefnavanda inná þingi hvers vegna? Viljið þið bara hafa þau útí horni eins og skítugu börnin hennar Evu og sópa börnunum undir teppi? Eða er það sama og er uppá teningnum varðandi fullorðna, ykkur er alveg sama? Það eru allavega skilaboðin frá ykkur nema frá örfáum þingmönnum og þá vil ég nefna Sigmar Guðmundsson, Ingu Sæland og Diljá Mist Einarsdóttir, takk fyrir þeirra baráttu, þau skjóta ykkur hinum ref fyrir rass og okkar fólki hlýnar um hjartarætur að vita af þeirra baráttu og þau virkilega láta okkur finna að fíknisjúklingar þurfi og eigi að fá viðeigandi skilning. Þingheimur, ykkur ber skylda til að kynna ykkur börn með vímuefnavanda og hlusta! Ég veit hvað klukkan slær, ég veit ábyggilega miklu meira en þið hvað er að gerast svo takið þessa grein alvarlega! Stjórnvöld! Ásmundur Daðason barnamálaráðherra! Gyrðið ykkur í brók og standið ykkur einu sinni sem menn fólksins, þið eruð i vinnu hjá okkur! Setjið Foreldrahús á föst fjárframlög! Foreldrahús sem hefur staðið vaktina bakvið foreldra og börn í vímuefnavanda, tekið þátt í sorgum þeirra og sigrum. Eina úrræðið sem með sanni getur sinnt þessum málaflokki. Hættið að kaupa tryggingar og selja banka, farið að snúa ykkur að því sem skiptir máli! Það er æskan, börnin okkar, börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Börn í dag með vímuefnavanda eiga eftir að verða fullorðin og þingheimur fyrirbyggið þá skömm sem fylgir því að gera ekki neitt, ekki bregðast þessum börnum og foreldrum, ekki lenda í þeim aðstæðum að þurfa að standa frammi fyrir þeim seinna meir og segja fyrirgefið, við brugðumst ykkur og ykkar foreldrum! Dagbjört Ósk Steindórsdóttir.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun