Sigurinn á Íslandi var „gjöf til úkraínsku þjóðarinnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 10:00 Oleksandr Zinchenko og Artem Dovbyk fagna sigri á Íslandi í Póllandi í gær. AP/Czarek Sokolowski Úkraína tryggði sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í sumar með 2-1 endurkomusigri á Íslandi í úrslitaleik umspilsins í gærkvöldi. Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð hjá úkraínska landsliðinu en nú er staðan allt öðruvísi en áður eftir innrás Rússlands í landið. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmum tveimur árum og það er enginn endir á stríðinu í sjónmáli. Úkraínumenn fjölmenntu á leikinn á móti Íslandi og voru með borða þar sem þeir gagnrýndu Rússland og forsetann Vladimír Putin. Rússland má ekki taka þátt í þessu Evrópumóti vegna innrásar sinnar. „Ég er mjög stoltur af því að vera Úkraínumaður og að í mér rennur sama blóð og hjá þeim sem eru gefa líf sitt fyrir frelsi okkar,“ sagði Oleksandr Zinchenko, fyrirliðu Úkraínuliðsins eftir leikinn á móti Íslandi. „Við verðum að tala um þetta á hverjum degi og kalla upphátt. Það er eina leiðin svo við getum unnið. Þetta var einn af þessum tilfinningamiklu leikjum,“ sagði Zinchenko, sem leikur með Arsenal. „Þetta er yndisleg tilfinning. Ég er mjög ánægður af því að þarna er annar draumur að rætast. Miklar þakkir til okkar stuðningsfólks þeir hjálpuðu okkur í gegnum erfiðustu tímana í leiknum,“ sagði Zinchenko. Þjálfarinn Serhiy Rebrov var líka kátur en talaði einnig um stríðið. „Það fljúga eldflaugar á hverjum degi. Okkar markmið var að sýna það að við erum á lífi, enn að berjast á móti Rússunum og að við þurfum stuðning Evrópu,“ sagði Rebrov. Hann sagði að leikmenn sýnir hafi verið að horfa á fréttir af árásum á Odessa og Kænugarð fyrir leikinn. „Það gerði þá enn reiðari og enn staðráðnari að standa sig inn á vellinum,“ sagði Rebrov. „Það var mjög erfitt að vera á bekknum í dag. Ég sá hversu erfitt þetta var fyrir strákana. Ég er þeim öllum þakklátur fyrir það að koma með þessa gjöf til úkraínsku þjóðarinnar. Þetta eru erfiðir tímar en um leið mjög mikilvægir,“ sagði Rebrov. EM 2024 í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira
Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð hjá úkraínska landsliðinu en nú er staðan allt öðruvísi en áður eftir innrás Rússlands í landið. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmum tveimur árum og það er enginn endir á stríðinu í sjónmáli. Úkraínumenn fjölmenntu á leikinn á móti Íslandi og voru með borða þar sem þeir gagnrýndu Rússland og forsetann Vladimír Putin. Rússland má ekki taka þátt í þessu Evrópumóti vegna innrásar sinnar. „Ég er mjög stoltur af því að vera Úkraínumaður og að í mér rennur sama blóð og hjá þeim sem eru gefa líf sitt fyrir frelsi okkar,“ sagði Oleksandr Zinchenko, fyrirliðu Úkraínuliðsins eftir leikinn á móti Íslandi. „Við verðum að tala um þetta á hverjum degi og kalla upphátt. Það er eina leiðin svo við getum unnið. Þetta var einn af þessum tilfinningamiklu leikjum,“ sagði Zinchenko, sem leikur með Arsenal. „Þetta er yndisleg tilfinning. Ég er mjög ánægður af því að þarna er annar draumur að rætast. Miklar þakkir til okkar stuðningsfólks þeir hjálpuðu okkur í gegnum erfiðustu tímana í leiknum,“ sagði Zinchenko. Þjálfarinn Serhiy Rebrov var líka kátur en talaði einnig um stríðið. „Það fljúga eldflaugar á hverjum degi. Okkar markmið var að sýna það að við erum á lífi, enn að berjast á móti Rússunum og að við þurfum stuðning Evrópu,“ sagði Rebrov. Hann sagði að leikmenn sýnir hafi verið að horfa á fréttir af árásum á Odessa og Kænugarð fyrir leikinn. „Það gerði þá enn reiðari og enn staðráðnari að standa sig inn á vellinum,“ sagði Rebrov. „Það var mjög erfitt að vera á bekknum í dag. Ég sá hversu erfitt þetta var fyrir strákana. Ég er þeim öllum þakklátur fyrir það að koma með þessa gjöf til úkraínsku þjóðarinnar. Þetta eru erfiðir tímar en um leið mjög mikilvægir,“ sagði Rebrov.
EM 2024 í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira