Sigurinn á Íslandi var „gjöf til úkraínsku þjóðarinnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 10:00 Oleksandr Zinchenko og Artem Dovbyk fagna sigri á Íslandi í Póllandi í gær. AP/Czarek Sokolowski Úkraína tryggði sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í sumar með 2-1 endurkomusigri á Íslandi í úrslitaleik umspilsins í gærkvöldi. Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð hjá úkraínska landsliðinu en nú er staðan allt öðruvísi en áður eftir innrás Rússlands í landið. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmum tveimur árum og það er enginn endir á stríðinu í sjónmáli. Úkraínumenn fjölmenntu á leikinn á móti Íslandi og voru með borða þar sem þeir gagnrýndu Rússland og forsetann Vladimír Putin. Rússland má ekki taka þátt í þessu Evrópumóti vegna innrásar sinnar. „Ég er mjög stoltur af því að vera Úkraínumaður og að í mér rennur sama blóð og hjá þeim sem eru gefa líf sitt fyrir frelsi okkar,“ sagði Oleksandr Zinchenko, fyrirliðu Úkraínuliðsins eftir leikinn á móti Íslandi. „Við verðum að tala um þetta á hverjum degi og kalla upphátt. Það er eina leiðin svo við getum unnið. Þetta var einn af þessum tilfinningamiklu leikjum,“ sagði Zinchenko, sem leikur með Arsenal. „Þetta er yndisleg tilfinning. Ég er mjög ánægður af því að þarna er annar draumur að rætast. Miklar þakkir til okkar stuðningsfólks þeir hjálpuðu okkur í gegnum erfiðustu tímana í leiknum,“ sagði Zinchenko. Þjálfarinn Serhiy Rebrov var líka kátur en talaði einnig um stríðið. „Það fljúga eldflaugar á hverjum degi. Okkar markmið var að sýna það að við erum á lífi, enn að berjast á móti Rússunum og að við þurfum stuðning Evrópu,“ sagði Rebrov. Hann sagði að leikmenn sýnir hafi verið að horfa á fréttir af árásum á Odessa og Kænugarð fyrir leikinn. „Það gerði þá enn reiðari og enn staðráðnari að standa sig inn á vellinum,“ sagði Rebrov. „Það var mjög erfitt að vera á bekknum í dag. Ég sá hversu erfitt þetta var fyrir strákana. Ég er þeim öllum þakklátur fyrir það að koma með þessa gjöf til úkraínsku þjóðarinnar. Þetta eru erfiðir tímar en um leið mjög mikilvægir,“ sagði Rebrov. EM 2024 í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Þetta verður fjórða Evrópumótið í röð hjá úkraínska landsliðinu en nú er staðan allt öðruvísi en áður eftir innrás Rússlands í landið. Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir rúmum tveimur árum og það er enginn endir á stríðinu í sjónmáli. Úkraínumenn fjölmenntu á leikinn á móti Íslandi og voru með borða þar sem þeir gagnrýndu Rússland og forsetann Vladimír Putin. Rússland má ekki taka þátt í þessu Evrópumóti vegna innrásar sinnar. „Ég er mjög stoltur af því að vera Úkraínumaður og að í mér rennur sama blóð og hjá þeim sem eru gefa líf sitt fyrir frelsi okkar,“ sagði Oleksandr Zinchenko, fyrirliðu Úkraínuliðsins eftir leikinn á móti Íslandi. „Við verðum að tala um þetta á hverjum degi og kalla upphátt. Það er eina leiðin svo við getum unnið. Þetta var einn af þessum tilfinningamiklu leikjum,“ sagði Zinchenko, sem leikur með Arsenal. „Þetta er yndisleg tilfinning. Ég er mjög ánægður af því að þarna er annar draumur að rætast. Miklar þakkir til okkar stuðningsfólks þeir hjálpuðu okkur í gegnum erfiðustu tímana í leiknum,“ sagði Zinchenko. Þjálfarinn Serhiy Rebrov var líka kátur en talaði einnig um stríðið. „Það fljúga eldflaugar á hverjum degi. Okkar markmið var að sýna það að við erum á lífi, enn að berjast á móti Rússunum og að við þurfum stuðning Evrópu,“ sagði Rebrov. Hann sagði að leikmenn sýnir hafi verið að horfa á fréttir af árásum á Odessa og Kænugarð fyrir leikinn. „Það gerði þá enn reiðari og enn staðráðnari að standa sig inn á vellinum,“ sagði Rebrov. „Það var mjög erfitt að vera á bekknum í dag. Ég sá hversu erfitt þetta var fyrir strákana. Ég er þeim öllum þakklátur fyrir það að koma með þessa gjöf til úkraínsku þjóðarinnar. Þetta eru erfiðir tímar en um leið mjög mikilvægir,“ sagði Rebrov.
EM 2024 í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira