Engin námslán fyrir fátækt fólk Gísli Laufeyjarson Höskuldsson skrifar 27. mars 2024 09:00 Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar. Allan þann tíma hefur umræða um námslánakerfið einkennst af gagnrýni á lága framfærslu og þung endurgreiðslukjör og hefur ábyrgðarmannakerfið svokallaða sömuleiðis sætt gagnrýni fyrir að koma verst niður á þeim sem höllustum fæti standa. Margir þessara ábyrgðarmanna kannast við að ábyrgð þeirra hafi fallið niður með lagabreytingu árið 2020. Þegar stjórnvöld eru hins vegar sjálf tekin upp á því að flytja „fréttir“ af eigin afrekum fer gjarnan fyrir ofan garð og neðan þegar fiskur er undir steini og lagabreytingar ekki af einskærri gjafmildi gerðar. Þannig vakti það ekki mikla athygli að ábyrgðarmenn námslána sem voru í vanskilum árið 2020 eru ennþá ábyrgðarmenn í dag vegna sérákvæðis í lögunum, auk þess sem „ótryggir lántakar“ þurfa enn að afla sér tryggingar fyrir láninu, til dæmis ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmannakerfið var með öðrum orðum ekki lagt niður nema fyrir þau sem voru hvort sem er ólíkleg til að lenda í vanskilum. Betra er autt rúm en illa skipað? Hið sama er uppi á teningnum í dag, þegar fyrir liggur frumvarp frá Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem miðar að því að leggja endanlega niður ábyrgðarmannakerfið. Með frumvarpinu er lagt til að allar ábyrgðir námslána falli niður og það er frábært! Frumvarpið felur hins vegar í sér aðra tillögu sem er öllu síðri. Vandamálið við ábyrgðarmannakerfið er að það kemur sér verst fyrir „ótrygga lántaka“, sem í langflestum tilfellum er fólk í erfiðri fjárhagsstöðu. Þeir lántakar eru líklegastir til að lenda í vanskilum og ábyrgðarmenn þeirra - oftast foreldrar - eru líklegastir til að geta ekki tekið skellinn. Sú lausn sem frumvarpið leggur til er að þessum hópi fólks verði einfaldlega ekki boðið að taka námslán. Lánin verða framvegis aðeins í boði fyrir þau sem hafa hreinan fjárhagslegan skjöld. Þessari framúrstefnulegu lausn má líkja við að þak í fjölbýlishúsi leki og vatni dropi niður á íbúana, sem grípi þá til þess ráðs að fjarlægja einfaldlega þakið. Svo sannarlega lekur þakið ekki lengur, en það er heldur ekkert þak. Hvernig eiga „ótryggir lántakar“ eftirleiðis að komast í háskóla og njóta jafnra tækifæra á við aðra samfélagshópa? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld virðast ekki vilja styðja þau til þess. Að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands er frumvarp Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hreinni andstöðu við markmið námslánakerfisins, sem er að stuðla að jöfnum tækifæri allra til náms. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar. Allan þann tíma hefur umræða um námslánakerfið einkennst af gagnrýni á lága framfærslu og þung endurgreiðslukjör og hefur ábyrgðarmannakerfið svokallaða sömuleiðis sætt gagnrýni fyrir að koma verst niður á þeim sem höllustum fæti standa. Margir þessara ábyrgðarmanna kannast við að ábyrgð þeirra hafi fallið niður með lagabreytingu árið 2020. Þegar stjórnvöld eru hins vegar sjálf tekin upp á því að flytja „fréttir“ af eigin afrekum fer gjarnan fyrir ofan garð og neðan þegar fiskur er undir steini og lagabreytingar ekki af einskærri gjafmildi gerðar. Þannig vakti það ekki mikla athygli að ábyrgðarmenn námslána sem voru í vanskilum árið 2020 eru ennþá ábyrgðarmenn í dag vegna sérákvæðis í lögunum, auk þess sem „ótryggir lántakar“ þurfa enn að afla sér tryggingar fyrir láninu, til dæmis ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmannakerfið var með öðrum orðum ekki lagt niður nema fyrir þau sem voru hvort sem er ólíkleg til að lenda í vanskilum. Betra er autt rúm en illa skipað? Hið sama er uppi á teningnum í dag, þegar fyrir liggur frumvarp frá Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem miðar að því að leggja endanlega niður ábyrgðarmannakerfið. Með frumvarpinu er lagt til að allar ábyrgðir námslána falli niður og það er frábært! Frumvarpið felur hins vegar í sér aðra tillögu sem er öllu síðri. Vandamálið við ábyrgðarmannakerfið er að það kemur sér verst fyrir „ótrygga lántaka“, sem í langflestum tilfellum er fólk í erfiðri fjárhagsstöðu. Þeir lántakar eru líklegastir til að lenda í vanskilum og ábyrgðarmenn þeirra - oftast foreldrar - eru líklegastir til að geta ekki tekið skellinn. Sú lausn sem frumvarpið leggur til er að þessum hópi fólks verði einfaldlega ekki boðið að taka námslán. Lánin verða framvegis aðeins í boði fyrir þau sem hafa hreinan fjárhagslegan skjöld. Þessari framúrstefnulegu lausn má líkja við að þak í fjölbýlishúsi leki og vatni dropi niður á íbúana, sem grípi þá til þess ráðs að fjarlægja einfaldlega þakið. Svo sannarlega lekur þakið ekki lengur, en það er heldur ekkert þak. Hvernig eiga „ótryggir lántakar“ eftirleiðis að komast í háskóla og njóta jafnra tækifæra á við aðra samfélagshópa? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld virðast ekki vilja styðja þau til þess. Að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands er frumvarp Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hreinni andstöðu við markmið námslánakerfisins, sem er að stuðla að jöfnum tækifæri allra til náms. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun