„Fólk deyr bara á biðlistum“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. mars 2024 21:09 Jón K. Jacobsen er varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra. Vísir/Sigurjón Efnt var til minningarstundar í dómkirkjunni síðdegis í dag um þau sem látist hafa úr fíknisjúkdómi. Varaformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir fólk deyja á biðlistum meðan stjórnvöld setji ekki fjármagn í málaflokkinn og marki sér ekki. „Helstu baráttumálin eru náttúrulega að vekja ráðamenn til lífsins í sambandi við fíknisjúkdóminn. Það þarf að fara að taka heildræna stefnu og setja fjármagn í þetta. Fólk deyr bara á biðlistum og það er verið að keyra meðferðarstöðvar á hálfri getu út af peningaskorti,“ segir Jón K. Jacobsen, varaformaður samtakanna. Jón þekkir baráttu við fíknisjúkdóminn sjálfur, og barnsmóðir hans lést úr fíknisjúkdómi. „Ég hef verið að vinna á meðferðarstöðvum, verið í AA starfi inni í fangelsunum og verið að vinna með Rauða krossinum,“ segir Jón. Það sama gildi þar. „Það er lítill peningur inni í fangelsunum í betrun og það er í raun og veru ekkert sem tekur við, hvort sem þú ert að koma úr meðferð eða koma út úr fangelsi. Það vantar bara heildræna stefnu til að grípa fólkið sem er að deyja.“ Ráðstafnir gerðar þegar hamfarir ríði yfir Fólk sem sótti minningarathöfnina gat skilið eftir skilaboð til þingmanna í þar til gerðum kassa. Jón segir helstu skilaboðin vera þau að það þýði ekki að keyra kerfin áfram fjársvelt. „Ég heyrði nú í Willum heilbrigðisráðherra, hef mætt honum og Ásmundi barnamálaráðherra. Ef það á að fara að stofna eitthvað í sambandi við hamfarir, ég veit nú ekki að fólk hafi dáið af hamförum á Íslandi, hvort sem það er eldgos eða hvað, en það eru 100 manns að deyja á hverju ári.“ Jón segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar í málaflokkum þegar fólk deyi, til að mynda hvað varðar umferðaröryggi. „Þá var tekið á þeim málum heildrænt. En það virðist ekki ætla að vera í þessum fíkniefnamálum. Fíknisjúkdómurinn er að taka ungu kynslóðina og líka eldri kynslóðina, því miður.“ Fíkn Félagsmál Reykjavík Alþingi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira
„Helstu baráttumálin eru náttúrulega að vekja ráðamenn til lífsins í sambandi við fíknisjúkdóminn. Það þarf að fara að taka heildræna stefnu og setja fjármagn í þetta. Fólk deyr bara á biðlistum og það er verið að keyra meðferðarstöðvar á hálfri getu út af peningaskorti,“ segir Jón K. Jacobsen, varaformaður samtakanna. Jón þekkir baráttu við fíknisjúkdóminn sjálfur, og barnsmóðir hans lést úr fíknisjúkdómi. „Ég hef verið að vinna á meðferðarstöðvum, verið í AA starfi inni í fangelsunum og verið að vinna með Rauða krossinum,“ segir Jón. Það sama gildi þar. „Það er lítill peningur inni í fangelsunum í betrun og það er í raun og veru ekkert sem tekur við, hvort sem þú ert að koma úr meðferð eða koma út úr fangelsi. Það vantar bara heildræna stefnu til að grípa fólkið sem er að deyja.“ Ráðstafnir gerðar þegar hamfarir ríði yfir Fólk sem sótti minningarathöfnina gat skilið eftir skilaboð til þingmanna í þar til gerðum kassa. Jón segir helstu skilaboðin vera þau að það þýði ekki að keyra kerfin áfram fjársvelt. „Ég heyrði nú í Willum heilbrigðisráðherra, hef mætt honum og Ásmundi barnamálaráðherra. Ef það á að fara að stofna eitthvað í sambandi við hamfarir, ég veit nú ekki að fólk hafi dáið af hamförum á Íslandi, hvort sem það er eldgos eða hvað, en það eru 100 manns að deyja á hverju ári.“ Jón segir ýmsar ráðstafanir vera gerðar í málaflokkum þegar fólk deyi, til að mynda hvað varðar umferðaröryggi. „Þá var tekið á þeim málum heildrænt. En það virðist ekki ætla að vera í þessum fíkniefnamálum. Fíknisjúkdómurinn er að taka ungu kynslóðina og líka eldri kynslóðina, því miður.“
Fíkn Félagsmál Reykjavík Alþingi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira