Umfjöllun: Úkraína - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2024 21:45 Ísland Úkraína Kolbeinn Finnsson Mateusz Slodkowski/Getty Draumur Íslands um sæti á EM í Þýskalandi brast í Wroclaw í Póllandi í kvöld. Ísland tapaði 2-1 fyrir Úkraínu sem verður því á meðal þátttakenda á Evrópumótinu í sumar. Það var töluvert þéttsetnari bekkurinn í Wroclaw í kvöld heldur en gegn Ísrael í Búdapest á dögunum. Stuðningsmenn Úkraínu voru fjölmennir á pöllunum en íslenska liðið var vel hvatt áfram af nokkur hundruð Íslendingum sem sungu vel með þegar Lofsöngurinn hljómaði fyrir leik. Ógnanir í upphafi Bæði lið áttu ágæt tækifæri á upphafsmínútunum sem einkenndust þó af nokkurri taugaspennu. Åge Hareide gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu síðan í sigrinum á Ísrael og komu þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Andri Lucas Guðjohnsen allir inn í liðið. Hákon Arnar Haraldsson var mikið í boltanum fyrstu mínúturnar og sýndi vel hversu miklum hæfileikum hann býr yfir. Eftir tæpan stundarfjórðung gerði hann frábærlega þegar hann fór illa með þrjá varnarmenn Úkraínu áður en hann kom boltanum á Jón Dag á vinstri kantinum. Jón Dagur kom sér í skotfæri og átti fínt skot sem Andryi Lunin í markinu þurfti að hafa nokkuð fyrir. Hákon & Hákon mínir uppáhalds! — Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) March 26, 2024 Mínútu síðar átti Vitalii Mykolenko fínt færi í teig Íslands eftir fyrirgjöf en skot hans fór framhjá. Annars voru bæði lið varkár í sínum aðgerðum og voru fljót að koma mönnum afturfyrir boltann þegar andstæðingarnir byggðu upp sóknir. Hákon Rafn Valdimarsson þurfti í nokkur skipti að grípa inn í þegar Úkraínumenn ógnuðu en var öryggið uppmálað í markinu í hvert skipti. Töfrabrögð Alberts Ísland átti hins vegar fyrsta alvöru höggið í bardaga kvöldsins. Strákarnir okkar náðu þá góðum spilkafla sem endaði með því að Albert Guðmundsson fékk boltann við vítateiginn. Hann dansaði nokkur skref með boltann og bjó sér til pláss til að skjóta að marki. Skotið var stórkostlegt, með vinstri fæti neðst í markhornið og Andriy Lunin átti ekki möguleika. Glæsilegt mark og Ísland komið í 1-0. Tæpum tíu mínútum síðar tókst Úkraínumönnum að koma boltanum í netið á marki Íslands. Markið var hins vegar réttilega dæmt af vegna rangstöðu og íslenska þjóðin andaði léttar. Staðan í hálfleik 1-0. Úkraínska liðið hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti eins og við var að búast. Á fyrstu fimm minútum síðari hálfleiks fengu Úkraínumenn þrjár hornspyrnur sem íslenska liðið náði að verjast. Þegar strákarnir okkar virtust hins vegar vera að komast yfir erfiðasta hjallann kom blauta tuskan. Ísland fékk fína skyndisókn sem rann út í sandinn eftir góðan sprett Jóns Dags. Úkraínumenn sneru vörn í sókn og Viktor Tsygankov fékk boltann úti til hægri. Hann lék inn á völlinn og fór nokkuð auðveldlega framhjá Guðmundi Þórarinssyni. Aðrir varnarmenn voru of lengi að bregðast við og Tsygankov fékk nægan tíma til að skjóta boltanum í fjærhornið framhjá Hákoni Rafni. Rothögg frá Mudryk Staðan orðin 1-1. Pressa Úkraínumanna hélt áfram og íslenska liðið féll sífellt aftar á völlinn. Bæði lið gerðu breytingar og Úkraína sendi meðal annars stórstjörnuna Oleksandr Zinchenko inn á völlinn. Strákarnir okkar þreyttust með hverri mínútunni en náðu þó að ógna og þá helst eftir fín tilþrif Jóns Dags Þorsteinssonar. Hann átti meðal annars gott skot sem Lunin í markinu þurfti að hafa sig allan við til að verja. Það fór hins vegar svo að Úkraínumenn náðu inn sigurmarki og aftur var varnarvinnan ekki nógu góð. Viktor Tsygankov fann Mykhailo Mudryk sem var með alltof mikið pláss við vítateiginn. Mudryk tvínónaði ekki við hlutina heldur skaut í fyrsta í fjærhornið og átti Hákon Rafn ekki möguleika. Eftir markið reyndi íslenska liðið allt hvað það gat til að jafna metin. Mikael Egill Ellertsson og Mikael Neville Anderson komu inn af bekknum en Úkraínumenn voru klókir og nýttu hvert tækifæri til að tefja leikinn. Ísland fékk eina sókn í lokin og tókst að skapa hættu við mark Úkraínu en hinn franski dómari Turpin ákvað einhverra hluta vegna að dæma brot á íslenska liðið í staðinn fyrir að flauta hornspyrnu. Sá franski flautaði örskömmu síðar til leiksloka. Grátleg niðurstaða í Wroclaw í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að Ísland náði forystunni. Íslenska liðið féll of aftarlega í síðari hálfleiknum og voru að elta boltann löngum stundum. Draumurinn um sæti á EM er því á enda en strákarnir okkar voru grátlega nálægt því að láta draum sinn og þjóðarinnar rætast. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi
Draumur Íslands um sæti á EM í Þýskalandi brast í Wroclaw í Póllandi í kvöld. Ísland tapaði 2-1 fyrir Úkraínu sem verður því á meðal þátttakenda á Evrópumótinu í sumar. Það var töluvert þéttsetnari bekkurinn í Wroclaw í kvöld heldur en gegn Ísrael í Búdapest á dögunum. Stuðningsmenn Úkraínu voru fjölmennir á pöllunum en íslenska liðið var vel hvatt áfram af nokkur hundruð Íslendingum sem sungu vel með þegar Lofsöngurinn hljómaði fyrir leik. Ógnanir í upphafi Bæði lið áttu ágæt tækifæri á upphafsmínútunum sem einkenndust þó af nokkurri taugaspennu. Åge Hareide gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu síðan í sigrinum á Ísrael og komu þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Andri Lucas Guðjohnsen allir inn í liðið. Hákon Arnar Haraldsson var mikið í boltanum fyrstu mínúturnar og sýndi vel hversu miklum hæfileikum hann býr yfir. Eftir tæpan stundarfjórðung gerði hann frábærlega þegar hann fór illa með þrjá varnarmenn Úkraínu áður en hann kom boltanum á Jón Dag á vinstri kantinum. Jón Dagur kom sér í skotfæri og átti fínt skot sem Andryi Lunin í markinu þurfti að hafa nokkuð fyrir. Hákon & Hákon mínir uppáhalds! — Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) March 26, 2024 Mínútu síðar átti Vitalii Mykolenko fínt færi í teig Íslands eftir fyrirgjöf en skot hans fór framhjá. Annars voru bæði lið varkár í sínum aðgerðum og voru fljót að koma mönnum afturfyrir boltann þegar andstæðingarnir byggðu upp sóknir. Hákon Rafn Valdimarsson þurfti í nokkur skipti að grípa inn í þegar Úkraínumenn ógnuðu en var öryggið uppmálað í markinu í hvert skipti. Töfrabrögð Alberts Ísland átti hins vegar fyrsta alvöru höggið í bardaga kvöldsins. Strákarnir okkar náðu þá góðum spilkafla sem endaði með því að Albert Guðmundsson fékk boltann við vítateiginn. Hann dansaði nokkur skref með boltann og bjó sér til pláss til að skjóta að marki. Skotið var stórkostlegt, með vinstri fæti neðst í markhornið og Andriy Lunin átti ekki möguleika. Glæsilegt mark og Ísland komið í 1-0. Tæpum tíu mínútum síðar tókst Úkraínumönnum að koma boltanum í netið á marki Íslands. Markið var hins vegar réttilega dæmt af vegna rangstöðu og íslenska þjóðin andaði léttar. Staðan í hálfleik 1-0. Úkraínska liðið hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti eins og við var að búast. Á fyrstu fimm minútum síðari hálfleiks fengu Úkraínumenn þrjár hornspyrnur sem íslenska liðið náði að verjast. Þegar strákarnir okkar virtust hins vegar vera að komast yfir erfiðasta hjallann kom blauta tuskan. Ísland fékk fína skyndisókn sem rann út í sandinn eftir góðan sprett Jóns Dags. Úkraínumenn sneru vörn í sókn og Viktor Tsygankov fékk boltann úti til hægri. Hann lék inn á völlinn og fór nokkuð auðveldlega framhjá Guðmundi Þórarinssyni. Aðrir varnarmenn voru of lengi að bregðast við og Tsygankov fékk nægan tíma til að skjóta boltanum í fjærhornið framhjá Hákoni Rafni. Rothögg frá Mudryk Staðan orðin 1-1. Pressa Úkraínumanna hélt áfram og íslenska liðið féll sífellt aftar á völlinn. Bæði lið gerðu breytingar og Úkraína sendi meðal annars stórstjörnuna Oleksandr Zinchenko inn á völlinn. Strákarnir okkar þreyttust með hverri mínútunni en náðu þó að ógna og þá helst eftir fín tilþrif Jóns Dags Þorsteinssonar. Hann átti meðal annars gott skot sem Lunin í markinu þurfti að hafa sig allan við til að verja. Það fór hins vegar svo að Úkraínumenn náðu inn sigurmarki og aftur var varnarvinnan ekki nógu góð. Viktor Tsygankov fann Mykhailo Mudryk sem var með alltof mikið pláss við vítateiginn. Mudryk tvínónaði ekki við hlutina heldur skaut í fyrsta í fjærhornið og átti Hákon Rafn ekki möguleika. Eftir markið reyndi íslenska liðið allt hvað það gat til að jafna metin. Mikael Egill Ellertsson og Mikael Neville Anderson komu inn af bekknum en Úkraínumenn voru klókir og nýttu hvert tækifæri til að tefja leikinn. Ísland fékk eina sókn í lokin og tókst að skapa hættu við mark Úkraínu en hinn franski dómari Turpin ákvað einhverra hluta vegna að dæma brot á íslenska liðið í staðinn fyrir að flauta hornspyrnu. Sá franski flautaði örskömmu síðar til leiksloka. Grátleg niðurstaða í Wroclaw í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að Ísland náði forystunni. Íslenska liðið féll of aftarlega í síðari hálfleiknum og voru að elta boltann löngum stundum. Draumurinn um sæti á EM er því á enda en strákarnir okkar voru grátlega nálægt því að láta draum sinn og þjóðarinnar rætast.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti