Furðulegar verðlækkanir á mörkuðum Baldur Thorlacius skrifar 26. mars 2024 10:00 Á vormánuðum verða fjárfestar oft varir við furðulegar verðlækkanir við opnun hlutabréfamarkaða, sem tengjast ekki viðbrögðum við neikvæðum fréttum eða hefðbundnum sveiflum á markaði. Hlutabréfaverð Sjóvá-almennra trygginga lækkaði t.d. um rúm 4% í fyrstu viðskiptum dagsins þann 8. mars, Arion banka um 6% þann 14. mars og Íslandsbanka um 6% þann 22. mars. Hvað gæti mögulega skýrt slíkar lækkanir, ef ekki neikvæðni á markaði? Svarið liggur í fyrirbæri sem getur valdið lækkun hlutabréfaverðs en engu að síður glatt fjárfesta: Arðgreiðslur. Almenningshlutafélög sem eru með hefðbundið reikningsár (janúar – desember) halda yfirleitt svokallaðan aðalfund í mars eða apríl, þar sem hluthafar koma saman og kjósa um ýmis málefni. Þar á meðal kjósa þeir um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu, þ.e. hvort greiða eigi út arð eða ekki. Arðgreiðslur eru ein leið fyrir hlutafélög til að skila hagnaði, eða hluta hans, til eigenda sinna. En hluthafahópur félaga á markaði getur tekið örum breytingum, einhverjir selja og aðrir kaupa, og því þurfa félögin að ákveða fastan tímapunkt sem þau miða við í hluthafaskránni, við greiðslu arðs. Þessi tímapunktur hefur verið kallaður arðréttindadagur. Það verða því eðlilega alltaf einhver skil, aðili sem kaupir hlutabréf á tilteknum degi á rétt á arðgreiðslu en aðili sem kaupir degi síðar á það ekki. Þessi seinni dagur er kallaður arðleysisdagur. Arðleysisdagur Sjóvá-almennra trygginga var einmitt þann 8. mars, Arion banka 14. mars og Íslandsbanka 22. mars og hlutabréfaverð félaganna lækkaði því sem næst um sömu fjárhæð og arðgreiðslurnar hljóðuðu upp á. Allt eftir bókinni. Skráð félög birta tilkynningar um aðalfundi sem eru aðgengilegar víða (t.d. á vefsíðu félaganna, vefsíðu Nasdaq og hjá upplýsingaveitum eins og Keldunni), þar sem þau tilgreina þessa daga. Það er því gott fyrir fjárfesta að fylgjast vel með arðleysisdögum, ef þeir ætla að kaupa eða selja hlutabréf – sérstaklega á vormánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Sjá meira
Á vormánuðum verða fjárfestar oft varir við furðulegar verðlækkanir við opnun hlutabréfamarkaða, sem tengjast ekki viðbrögðum við neikvæðum fréttum eða hefðbundnum sveiflum á markaði. Hlutabréfaverð Sjóvá-almennra trygginga lækkaði t.d. um rúm 4% í fyrstu viðskiptum dagsins þann 8. mars, Arion banka um 6% þann 14. mars og Íslandsbanka um 6% þann 22. mars. Hvað gæti mögulega skýrt slíkar lækkanir, ef ekki neikvæðni á markaði? Svarið liggur í fyrirbæri sem getur valdið lækkun hlutabréfaverðs en engu að síður glatt fjárfesta: Arðgreiðslur. Almenningshlutafélög sem eru með hefðbundið reikningsár (janúar – desember) halda yfirleitt svokallaðan aðalfund í mars eða apríl, þar sem hluthafar koma saman og kjósa um ýmis málefni. Þar á meðal kjósa þeir um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu, þ.e. hvort greiða eigi út arð eða ekki. Arðgreiðslur eru ein leið fyrir hlutafélög til að skila hagnaði, eða hluta hans, til eigenda sinna. En hluthafahópur félaga á markaði getur tekið örum breytingum, einhverjir selja og aðrir kaupa, og því þurfa félögin að ákveða fastan tímapunkt sem þau miða við í hluthafaskránni, við greiðslu arðs. Þessi tímapunktur hefur verið kallaður arðréttindadagur. Það verða því eðlilega alltaf einhver skil, aðili sem kaupir hlutabréf á tilteknum degi á rétt á arðgreiðslu en aðili sem kaupir degi síðar á það ekki. Þessi seinni dagur er kallaður arðleysisdagur. Arðleysisdagur Sjóvá-almennra trygginga var einmitt þann 8. mars, Arion banka 14. mars og Íslandsbanka 22. mars og hlutabréfaverð félaganna lækkaði því sem næst um sömu fjárhæð og arðgreiðslurnar hljóðuðu upp á. Allt eftir bókinni. Skráð félög birta tilkynningar um aðalfundi sem eru aðgengilegar víða (t.d. á vefsíðu félaganna, vefsíðu Nasdaq og hjá upplýsingaveitum eins og Keldunni), þar sem þau tilgreina þessa daga. Það er því gott fyrir fjárfesta að fylgjast vel með arðleysisdögum, ef þeir ætla að kaupa eða selja hlutabréf – sérstaklega á vormánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun