Með of mikil völd Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. mars 2024 09:00 Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað er um skoðanakönnunina í norska dagblaðinu Nationen. Þar kemur enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla telji Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama eigi við um alla aldursflokka og landshluta. Þá sé meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Til að mynda er þannig meirihluti stuðningsmanna tveggja stærstu flokka Noregs, Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn landsins, og Hægriflokksins, systurflokks Sjálfstæðisflokksins, á því að of mikil völd hafi verið framseld til Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Hið sama á jafnvel við um meirihluta stuðningsmanna Venstre, systurflokks Viðreisnar. Evrópusambandið alls staðar við stjórnvölinn Hönnun EES-samningsins er með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem samningurinn nær til, það er innri markaði sambandsins, sem er sífellt að dýpka samhliða meiri samruna og þenjast út til fleiri málaflokka. Evrópusambandið er þar alls staðar við stýrið. Það setur reglurnar, ákveður hverjar þeirra eigi við um innri markaðinn og hvort undanþágur verði veittar. Samrunaþróunin innan Evrópusambandsins felur í sér kröfur um vaxandi framsal valds frá ríkjum þess til sambandsins og þar með meiri miðstýringu þess. Þar sem EES-samningurinn snýst um það að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, sem EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að ásamt ríkjum Evrópusambandsins, nær samrunaþróunin á innri markaðinum einnig til ríkjanna þriggja. Frá sjónarhóli Evrópusambandsins hefur EES-samningurinn í reynd aldrei verið hugsaður einfaldlega sem viðskiptasamningur. Samningurinn er enda ekki skilgreindur sem slíkur af hálfu sambandsins heldur sem svonefndur „association agreement“ en slíkir samningar snúast fyrst og fremst um að tryggja pólitísk og efnahagsleg áhrif þess í viðkomandi löndum. Viðskiptahlutinn er einungis liður í því. Vilja fríverzlunarsamning í staðinn fyrir EES Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti í annarri skoðanakönnun Sentio fyrir Nei til EU á dögunum voru hlynntir því að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið. Kannanir í Noregi hafa einnig sýnt meirihluta fyrir því að haldið verði þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hvorki kjósendur í Noregi né hér á landi voru inntir álits á aðildinni að EES-samningnum í þjóðaratkvæði þegar hún stóð fyrir dyrum fyrir 30 árum síðan. Skoðanakannanir hér á landi á þeim tíma bentu til þess að samningnum yrði mögulega hafnað. Safnað var yfir 34 þúsund undirskriftum með gamla laginu, á pappír, þar sem skorað var á stjórnvöld og síðan forseta Íslands að setja málið í þjóðaratkvæði en við því var ekki orðið. Til stóð að EFTA-ríkið Sviss gerðist einnig aðili að EES-samningnum en svissneskir kjósendur höfnuðu því hins vegar í þjóðaratkvæði. Fyrir vikið sömdu þarlend stjórnvöld um tvíhliða samninga við Evrópusambandið um viðskipti og önnur tengsl. Bretar höfnuðu einnig áframhaldandi aðild að EES-samningnum þegar þeir yfirgáfu Evrópusambandið og sömdu þess í stað um víðtækan fríverzlunarsamning við sambandið. Þegar skipt EES út fyrir fríverzlunarsamning Mjög langur vegur er frá því að ríki bíði í röðum eftir því að gera samninga við Evrópusambandið í anda EES-samningsins. Ráðamenn sambandsins reyndu ítrekað að fá bæði Sviss og Bretland til þess en án árangurs. Þvert á móti kjósa ríki heimsins allajafna víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Þar á meðal og ekki hvað sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Við Íslendingar erum í öllum meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar. Stöðugt eru gerðar meiri kröfur um framsal valds yfir íslenzkum málum vegna aðildar Íslands að samningnum í gegnum sífellt meira íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu. Tímabært er að skipta honum úr fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning. Þá annað hvort sjálfstætt eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Við höfum ásamt Norðmönnum þegar látið reyna á það að semja um víðtækan fríverzlunarsamning í stað EES-samningsins. Við Bretland, annað stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum og stærsta viðskiptaland Noregs, án þess að neitt færi á hliðina og án þess að ríkin tvö hafi þurft að framselja vald yfir eigin málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað er um skoðanakönnunina í norska dagblaðinu Nationen. Þar kemur enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla telji Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama eigi við um alla aldursflokka og landshluta. Þá sé meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Til að mynda er þannig meirihluti stuðningsmanna tveggja stærstu flokka Noregs, Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn landsins, og Hægriflokksins, systurflokks Sjálfstæðisflokksins, á því að of mikil völd hafi verið framseld til Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Hið sama á jafnvel við um meirihluta stuðningsmanna Venstre, systurflokks Viðreisnar. Evrópusambandið alls staðar við stjórnvölinn Hönnun EES-samningsins er með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem samningurinn nær til, það er innri markaði sambandsins, sem er sífellt að dýpka samhliða meiri samruna og þenjast út til fleiri málaflokka. Evrópusambandið er þar alls staðar við stýrið. Það setur reglurnar, ákveður hverjar þeirra eigi við um innri markaðinn og hvort undanþágur verði veittar. Samrunaþróunin innan Evrópusambandsins felur í sér kröfur um vaxandi framsal valds frá ríkjum þess til sambandsins og þar með meiri miðstýringu þess. Þar sem EES-samningurinn snýst um það að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, sem EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að ásamt ríkjum Evrópusambandsins, nær samrunaþróunin á innri markaðinum einnig til ríkjanna þriggja. Frá sjónarhóli Evrópusambandsins hefur EES-samningurinn í reynd aldrei verið hugsaður einfaldlega sem viðskiptasamningur. Samningurinn er enda ekki skilgreindur sem slíkur af hálfu sambandsins heldur sem svonefndur „association agreement“ en slíkir samningar snúast fyrst og fremst um að tryggja pólitísk og efnahagsleg áhrif þess í viðkomandi löndum. Viðskiptahlutinn er einungis liður í því. Vilja fríverzlunarsamning í staðinn fyrir EES Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti í annarri skoðanakönnun Sentio fyrir Nei til EU á dögunum voru hlynntir því að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið. Kannanir í Noregi hafa einnig sýnt meirihluta fyrir því að haldið verði þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hvorki kjósendur í Noregi né hér á landi voru inntir álits á aðildinni að EES-samningnum í þjóðaratkvæði þegar hún stóð fyrir dyrum fyrir 30 árum síðan. Skoðanakannanir hér á landi á þeim tíma bentu til þess að samningnum yrði mögulega hafnað. Safnað var yfir 34 þúsund undirskriftum með gamla laginu, á pappír, þar sem skorað var á stjórnvöld og síðan forseta Íslands að setja málið í þjóðaratkvæði en við því var ekki orðið. Til stóð að EFTA-ríkið Sviss gerðist einnig aðili að EES-samningnum en svissneskir kjósendur höfnuðu því hins vegar í þjóðaratkvæði. Fyrir vikið sömdu þarlend stjórnvöld um tvíhliða samninga við Evrópusambandið um viðskipti og önnur tengsl. Bretar höfnuðu einnig áframhaldandi aðild að EES-samningnum þegar þeir yfirgáfu Evrópusambandið og sömdu þess í stað um víðtækan fríverzlunarsamning við sambandið. Þegar skipt EES út fyrir fríverzlunarsamning Mjög langur vegur er frá því að ríki bíði í röðum eftir því að gera samninga við Evrópusambandið í anda EES-samningsins. Ráðamenn sambandsins reyndu ítrekað að fá bæði Sviss og Bretland til þess en án árangurs. Þvert á móti kjósa ríki heimsins allajafna víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Þar á meðal og ekki hvað sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Við Íslendingar erum í öllum meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar. Stöðugt eru gerðar meiri kröfur um framsal valds yfir íslenzkum málum vegna aðildar Íslands að samningnum í gegnum sífellt meira íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu. Tímabært er að skipta honum úr fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning. Þá annað hvort sjálfstætt eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Við höfum ásamt Norðmönnum þegar látið reyna á það að semja um víðtækan fríverzlunarsamning í stað EES-samningsins. Við Bretland, annað stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum og stærsta viðskiptaland Noregs, án þess að neitt færi á hliðina og án þess að ríkin tvö hafi þurft að framselja vald yfir eigin málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar