Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 13:43 Flugvél með merkjum Ernis á Reykjavíkurflugvelli árið 2019. Vísir/Vilhelm Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við flugfélögin Erni og Mýflug verði ekki framlengdir, en félögin, sem eru tengd, eru í dag þau einu sem fljúga til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ernir fékk samning við Vegagerðina í desember síðastliðnum um slíkt flug. Sá samningur rann út í febrúar. „Þá var gerður samningur við Mýflug, en Ernir og Mýflug eru tengd. Þá var gerður samningur til eins mánaðar og heimild í honum til að framlengja hann tvisvar sinnum um tvær vikur,“ segir G. Ómar Pétursson rekstrarstjóri Ernis. Í fyrradag hafi hins vegar borist tilkynning um að samningar verði ekki framlengdir. „Sem þýðir þá bara endalok áætlunarferða til Húsavíkur og Vestmannaeyja.“ Enginn flugrekstur á markaðsforsendum Ómar segir lítinn fyrirsjáanleika hafa verið í starfseminni, þar sem samningar hafi verið gerðir til nokkurra mánaða. „Þar að auki hefur auðvitað verið tilkynnt með örfárra daga fyrirvara hvort þeir verði framlengdir eða ekki framlengdir. Þetta er auðvitað bara engan veginn boðlegt og mjög erfitt að búa við.“ Eina áætlunarflug félaganna verði þá til Hafnar í Hornafirði, en samningur um það gildir til ágústloka á þessu ári. Félagið muni nú sinna sjúkra- og leiguflugi í auknum mæli. „En það er auðvitað mjög erfitt að halda úti flugfélagi sem hefur bara eina áætlunarleið, það er augljóst.“ Fjöldi farþega félagsins hafi verið fólk sem hefur þurft að leita sér sérfræðiþjónustu, einkum heilbrigðisþjónustu, í Reykjavík. „Þetta er auðvitað bara reiðarslag fyrir alla.“ Ábyrgðin liggi á endanum hjá þeim sem hafi fjárveitingarvaldið, þar sem flug til dreifðari byggða landsins verði ekki rekið á markaðslegum forsendum. „Það sem við erum kannski ekki síður að kalla eftir er bara fyrirsjáanleikinn í þessu, að það séu gerðir samningar til lengri tíma.“ Fréttir af flugi Samgöngur Vestmannaeyjar Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Tengdar fréttir Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við flugfélögin Erni og Mýflug verði ekki framlengdir, en félögin, sem eru tengd, eru í dag þau einu sem fljúga til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Ernir fékk samning við Vegagerðina í desember síðastliðnum um slíkt flug. Sá samningur rann út í febrúar. „Þá var gerður samningur við Mýflug, en Ernir og Mýflug eru tengd. Þá var gerður samningur til eins mánaðar og heimild í honum til að framlengja hann tvisvar sinnum um tvær vikur,“ segir G. Ómar Pétursson rekstrarstjóri Ernis. Í fyrradag hafi hins vegar borist tilkynning um að samningar verði ekki framlengdir. „Sem þýðir þá bara endalok áætlunarferða til Húsavíkur og Vestmannaeyja.“ Enginn flugrekstur á markaðsforsendum Ómar segir lítinn fyrirsjáanleika hafa verið í starfseminni, þar sem samningar hafi verið gerðir til nokkurra mánaða. „Þar að auki hefur auðvitað verið tilkynnt með örfárra daga fyrirvara hvort þeir verði framlengdir eða ekki framlengdir. Þetta er auðvitað bara engan veginn boðlegt og mjög erfitt að búa við.“ Eina áætlunarflug félaganna verði þá til Hafnar í Hornafirði, en samningur um það gildir til ágústloka á þessu ári. Félagið muni nú sinna sjúkra- og leiguflugi í auknum mæli. „En það er auðvitað mjög erfitt að halda úti flugfélagi sem hefur bara eina áætlunarleið, það er augljóst.“ Fjöldi farþega félagsins hafi verið fólk sem hefur þurft að leita sér sérfræðiþjónustu, einkum heilbrigðisþjónustu, í Reykjavík. „Þetta er auðvitað bara reiðarslag fyrir alla.“ Ábyrgðin liggi á endanum hjá þeim sem hafi fjárveitingarvaldið, þar sem flug til dreifðari byggða landsins verði ekki rekið á markaðslegum forsendum. „Það sem við erum kannski ekki síður að kalla eftir er bara fyrirsjáanleikinn í þessu, að það séu gerðir samningar til lengri tíma.“
Fréttir af flugi Samgöngur Vestmannaeyjar Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Tengdar fréttir Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38